Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 138. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 138  —  138. mál.
Fyrirspurntil félagsmálaráðherra um Fæðingarorlofssjóð.

Frá Merði Árnasyni.    Hvaða upphæð í krónum sparast hjá Fæðingarorlofssjóði árin 2001, 2002 og 2003 við það að ekki er greitt orlof úr sjóðnum:
     a.      til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga,
     b.      til annarra?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á 128. löggjafarþingi (574. mál) staðfesti þáverandi félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, þann skilning fyrirspyrjanda að sjóðnum væri skylt að leggja hefðbundnar orlofsgreiðslur við fæðingarorlofsgreiðslurnar. Aldrei hefur þetta orlof þó verið greitt úr sjóðnum og síðsumars féll dómur í undirrétti þar sem því var hafnað að sjóðnum væri að lögum skylt að greiða orlof. Núverandi félagsmálaráðherra hefur lýst yfir að hann muni ekki beita sér fyrir breytingum á lögum að dómnum felldum og er því ljóst að stefnubreyting hefur orðið í þessu máli af hálfu ríkisstjórnarinnar frá vorinu 2003 til hausts 2004. Nauðsynlegt er að fram komi um hversu mikið fé hér er að ræða.