Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 142. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 142 — 142. mál.
um breytingu á lögum nr. 21/1992, um Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Einar Már Sigurðarson, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir,
Anna Kristín Gunnarsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Össur Skarphéðinsson.
a. 1. mgr. orðast svo:
Námslán eru veitt fyrir fram fyrir hvern mánuð.
b. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Eðlileg námsframvinda í námsgrein miðast við reglur í þeim skóla þar sem nám er stundað.
c. 5.–7. mgr. orðast svo:
Námsmaður, sem fær lán úr sjóðnum, skal undirrita skuldabréf við lántöku og ber hann ábyrgð á endurgreiðslu lánsins ásamt vöxtum og verðtryggingu þess. Ekki skal krafist ábyrgðarmanns á námslán.
Stjórn sjóðsins er heimilt að veita námslán hafi námsmaður undirritað skuldabréf, sbr. 5. mgr.
Stjórn sjóðsins ákveður hvaða skilyrðum lántakandi skuli fullnægja.
Ef námsmaður lýkur lokaprófum á tilskildum tíma, samkvæmt reglum viðkomandi skóla, breytist 30% af upphæð námsláns í styrk. Styrkurinn er skattfrjáls og óháður tekjum viðkomandi námsmanns.
Ljúki námsmaður ekki lokaprófum á tilskildum tíma, samkvæmt reglum viðkomandi skóla, og geti hann ekki framvísað vottorði um lögmæt forföll, verður ekki um styrkveitingu að ræða. Stjórn sjóðsins sker úr um í vafatilvikum hvort námsmaður telst hafa lokið lokaprófum á tilskildum tíma.
a. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Hverri endurgreiðslu skal skipt í höfuðstól og verðbætur.
b. 2. mgr. fellur brott.
Með þessu frumvarpi eru settar fram grundvallarbreytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Lagt er til að námslán verði ávallt greidd fyrir fram fyrir hvern mánuð. Þá er lagt til að krafa um ábyrgðarmenn á lánum verði felld brott úr lögunum enda samræmist hún ekki ákvæðum laganna um jafnrétti til náms. Vitað er um mörg dæmi þess að ungt fólk hefur orðið að hverfa frá áætlunum um frekara nám vegna þess að það hefur ekki getað framvísað ábyrgðarmönnum sem lánasjóðurinn tekur gilda. Hver námsmaður á sjálfur að vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu síns námsláns og á að undirrita skuldabréf þess efnis. Stjórn sjóðsins ákveður hvaða skilyrðum lántakandi þarf að fullnægja.
Aðrar breytingar eru þær helstar að lagt er til að þegar námsmaður hefur lokið lokaprófum á tilskildum tíma eða framvísað vottorði um lögmætar tafir á námi breytist 30% af upphæðinni sem hann hefur tekið að láni í óendurkræfan styrk. Styrkurinn yrði hvorki tekjutengdur né skattlagður. Breytingar þær sem hér eru lagðar til taka mið af reglum annars staðar á Norðurlöndum. Í Svíþjóð eru 34,5% af þeirri upphæð sem námsmaður fær til ráðstöfunar á námstíma hreinn styrkur sé miðað við fullt nám en það eru u.þ.b. 7.200 sænskar kr. Annars staðar á Norðurlöndum eru námsstyrkir ekki bundnir við að námsmaður ljúki formlegu námi en hér er lagt til að það verði skilyrði fyrir styrkveitingu.
Einnig er lagt til að endurgreiðsluhlutfalli námslána verði breytt úr 4,75% í 3,75% í því skyni að greiðslubyrði afborgana verði viðráðanlegri. Þá er nauðsynlegt að hluti af endurgreiðslum námslána verði frádráttarbær frá skatti og munu þingmenn Samfylkingarinnar flytja um það sérstakt mál.
Að lokum skal þess getið að lagt er til í 2. gr. laganna að heimilt verði að veita lán til undirbúnings listnámi á háskólastigi. Slíkt nám fer nú fram við Myndlistarskólann í Reykjavík.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 142 — 142. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum nr. 21/1992, um Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Flm.: Björgvin G. Sigurðsson, Mörður Árnason, Katrín Júlíusdóttir,
Einar Már Sigurðarson, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir,
Anna Kristín Gunnarsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Össur Skarphéðinsson.
1. gr.
2. gr.
a. 1. mgr. orðast svo:
Námslán eru veitt fyrir fram fyrir hvern mánuð.
b. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Eðlileg námsframvinda í námsgrein miðast við reglur í þeim skóla þar sem nám er stundað.
c. 5.–7. mgr. orðast svo:
Námsmaður, sem fær lán úr sjóðnum, skal undirrita skuldabréf við lántöku og ber hann ábyrgð á endurgreiðslu lánsins ásamt vöxtum og verðtryggingu þess. Ekki skal krafist ábyrgðarmanns á námslán.
Stjórn sjóðsins er heimilt að veita námslán hafi námsmaður undirritað skuldabréf, sbr. 5. mgr.
Stjórn sjóðsins ákveður hvaða skilyrðum lántakandi skuli fullnægja.
3. gr.
Ef námsmaður lýkur lokaprófum á tilskildum tíma, samkvæmt reglum viðkomandi skóla, breytist 30% af upphæð námsláns í styrk. Styrkurinn er skattfrjáls og óháður tekjum viðkomandi námsmanns.
Ljúki námsmaður ekki lokaprófum á tilskildum tíma, samkvæmt reglum viðkomandi skóla, og geti hann ekki framvísað vottorði um lögmæt forföll, verður ekki um styrkveitingu að ræða. Stjórn sjóðsins sker úr um í vafatilvikum hvort námsmaður telst hafa lokið lokaprófum á tilskildum tíma.
4. gr.
5. gr.
a. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Hverri endurgreiðslu skal skipt í höfuðstól og verðbætur.
b. 2. mgr. fellur brott.
6. gr.
7. gr.
Greinargerð.
Með þessu frumvarpi eru settar fram grundvallarbreytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Lagt er til að námslán verði ávallt greidd fyrir fram fyrir hvern mánuð. Þá er lagt til að krafa um ábyrgðarmenn á lánum verði felld brott úr lögunum enda samræmist hún ekki ákvæðum laganna um jafnrétti til náms. Vitað er um mörg dæmi þess að ungt fólk hefur orðið að hverfa frá áætlunum um frekara nám vegna þess að það hefur ekki getað framvísað ábyrgðarmönnum sem lánasjóðurinn tekur gilda. Hver námsmaður á sjálfur að vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu síns námsláns og á að undirrita skuldabréf þess efnis. Stjórn sjóðsins ákveður hvaða skilyrðum lántakandi þarf að fullnægja.
Aðrar breytingar eru þær helstar að lagt er til að þegar námsmaður hefur lokið lokaprófum á tilskildum tíma eða framvísað vottorði um lögmætar tafir á námi breytist 30% af upphæðinni sem hann hefur tekið að láni í óendurkræfan styrk. Styrkurinn yrði hvorki tekjutengdur né skattlagður. Breytingar þær sem hér eru lagðar til taka mið af reglum annars staðar á Norðurlöndum. Í Svíþjóð eru 34,5% af þeirri upphæð sem námsmaður fær til ráðstöfunar á námstíma hreinn styrkur sé miðað við fullt nám en það eru u.þ.b. 7.200 sænskar kr. Annars staðar á Norðurlöndum eru námsstyrkir ekki bundnir við að námsmaður ljúki formlegu námi en hér er lagt til að það verði skilyrði fyrir styrkveitingu.
Einnig er lagt til að endurgreiðsluhlutfalli námslána verði breytt úr 4,75% í 3,75% í því skyni að greiðslubyrði afborgana verði viðráðanlegri. Þá er nauðsynlegt að hluti af endurgreiðslum námslána verði frádráttarbær frá skatti og munu þingmenn Samfylkingarinnar flytja um það sérstakt mál.
Að lokum skal þess getið að lagt er til í 2. gr. laganna að heimilt verði að veita lán til undirbúnings listnámi á háskólastigi. Slíkt nám fer nú fram við Myndlistarskólann í Reykjavík.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Um 2. gr.
Um 3. gr.
Um 4. gr.
Um 5. gr.
Um 6. gr.
Um 7. gr.