Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 148. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 148  —  148. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um breytingar á heildarskattbyrði einstaklinga.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hvaða breytingar hafa orðið á heildarskattgreiðslum einstaklinga til ríkis og sveitarfélaga á valdatíma ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks?
     2.      Hvaða breytingar verða orðnar á heildarskattgreiðslum einstaklinga til ríkis og sveitarfélaga á sama tíma þegar þær skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur náð samkomulagi um hafa komið til framkvæmda?
    Svarið óskast einnig sundurliðað eftir eftirfarandi tekjuhópum, með mánaðartekjur innan við:
     a.      100.000 kr.,
     b.      200.000 kr.,
     c.      300.000 kr.,
     d.      400.000 kr.,
     e.      500.000 kr.,
     f.      700.000 kr.,
     g.      1.000.000 kr.


Skriflegt svar óskast.