Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 197. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 197  —  197. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingu.

Flm.: Guðmundur Árni Stefánsson, Lúðvík Bergvinsson, Rannveig Guðmundsdóttir,


Jóhanna Sigurðardóttir, Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir,
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Jón Gunnarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir.


1. gr.

    Í stað orðanna „í samræmi við ákvæði í samþykktum“ í 1. mgr. 66. gr. laganna kemur: þar sem m.a. skal kveðið á um að öllum viðskiptamönnum sparisjóðsins á ákvörðunardegi skuli boðin þátttaka í stofnfjáraukningunni að hluta.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Í frumvarpinu er lagt til að lögum um fjármálafyrirtæki verði breytt þannig að við stofnfjáraukningu í sparisjóði verði skylt að bjóða öllum viðskiptavinum sparisjóðsins að taka þátt í útboði á stofnfénu.
    Í ljósi breyttra þjóðfélagshátta og sterkra tengsla sparisjóðanna við heimabyggð er nauðsynlegt að breytt verði reglum um hverjir geti tekið þátt í aukningu stofnfjár sparisjóða. Flutningsmaður telur mikilvægt að alfarið verði horfið frá því formi að handvalið sé í flokk stofnfjáreigenda við útgáfu á nýju stofnfé.
    Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði laganna um hverjum skuli boðin þátttaka í stofnfjáraukningu verði breytt með það að markmiði að hópur stofnfjáreigenda að baki hverjum sparisjóði verði sem breiðastur og opinn öllum viðskiptavinum sparisjóðsins.
    Sem betur fer hafa velflestir stærstu sparisjóðirnir valið að hleypa sem flestum í hóp stofnfjáreigenda á liðnum árum en enn þá eru örfáir eftir sem þurfa að taka sig á. Hér er lagt til að fest verði í lög að öllum viðskiptavinum sparisjóðs á tilteknum degi, þ.e. þegar samþykkt er að auka stofnfé, verði boðin þátttaka í stofnfjáraukningunni. Þannig ætti að vera komið í veg fyrir að að einstaklingum og viðskiptamönnum sé mismunað þegar valið er í þennan mikilvæga hóp.
    Frumvarpi viðskiptaráðherra sem varð að lögum nr. 71/2001 og heimilaði hlutafjárvæðingu sparisjóða fylgdi tafla yfir starfandi sparisjóði þar sem m.a. má finna fjölda stofnfjáreigenda að baki hverjum sparisjóði á þeim tíma. Tafla þessi fylgir hér sem fylgiskjal.

Fylgiskjal I.





Stofnfé og stofnfjáreigendur sparisjóða 1999.

Eignir
í m.kr.

Eigið fé
í m.kr.

Stofnfé
í m.kr.
Stofnfé/
eigið fé,
%
Fjöldi stofnfjáreigenda,
okt. 2000

Meðaleign
í þús.kr.
Sp. Reykjavíkur og nágrennis 27.412 1.831 327,2 17,9 908 360
Sp. Hafnarfjarðar 23.146 1.782 5,1 0,3 45 113
Sp. vélstjóra 16.184 1.393 24,8 1,8 533 47
Sp. í Keflavík 11.446 959 346,8 36,2 510 680
Sp. Kópavogs 6.434 655 418,8 63,9 610 687
Sp. Mýrasýslu* 5.141 686 3,0 0,4 2 1.500
Sp. Bolungarvíkur 4.048 553 36,6 6,6 117 313
Sp. Vestmannaeyja 3.037 314 0,7 0,2 70 10
Sp. Siglufjarðar 1.924 202 0,6 0,3 44 14
Sp. Norðlendinga 2.456 368 2,1 0,6 87 24
Sp. Húnaþings 1.928 229 2,0 0,9 90 22
Sp. Ólafsfjarðar 1.256 79 216,9 274,6 86 2.522
Sp. Svarfdæla 1.688 258 4,5 1,7 150 30
Eyrarsparisjóður 1.429 65 7,5 11,5 98 77
Sp. S-Þingeyinga 1.218 108 6,4 5,9 176 36
Sp. Hornafjarðar 1.837 102 74,1 72,6 182 407
Sp. Norðfjarðar 1.209 200 4,3 2,2 61 70
Sp. Önundarfjarðar 1.213 170 3,1 1,8 33 94
Sp. Þingeyrar 733 179 1,1 0,6 47 23
Sp. Ólafsvíkur 752 124 0,1 0,1 46 2
Sp. Þórshafnar 562 131 0,3 0,2 84 4
Sp. Höfðhverfinga 419 86 3,0 3,5 43 70
Sp. Súðavíkur 561 38 13,2 34,7 36 367
Sp. Strandamanna 377 134 1,2 0,9 75 16
Sp. Hólahrepps 21 7 0,1 1,4 -
         116.431 10.653 1.503,5 14,1 4.133 364
* Sveitarfélög eru einu stofnfjáreigendur Sparisjóðs Mýrasýslu