Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 214. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 216 — 214. mál.
um skilgreiningu á háskólastigi.
Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að skipa nefnd til að skilgreina stöðu og hlutverk skóla á háskólastigi. Nefndin fjalli um hlutverk skólanna út frá kennsluhlutverki, rannsóknarskyldu, stjórnun, samþættingu, verkaskiptingu og öðrum þáttum er máli skipta. Niðurstöður nefndarinnar verði kynntar Alþingi fyrir 1. apríl 2005. Nefndin verði skipuð þremur fulltrúum, tilnefndum af menntamálaráðherra. Nefndin leiti álits og samráðs starfandi háskóla, rannsóknarstofnana, samtaka námsmanna og annarra er máli kunna að skipta.
Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað á síðustu árum að nemendum á háskólastigi hefur fjölgað um yfir 50% frá árinu 2000. Markviss menntastefna virðist skila árangri og má ætla að hækkað menntastig þjóðarinnar skili framförum á flestum sviðum mannlífs á komandi árum. Þá hefur skólum á háskólastigi fjölgað á allra síðustu árum og munu nú vera níu talsins. Af umræðunni má ráða að nokkuð sé á reiki hvernig skólar á háskólastigi séu skilgreindir og hvert hlutverk þeirra sé talið. Þannig er á stundum gerður greinarmunur á háskóla í merkingunni kennslu- og rannsóknarstofnun og háskóla með áherslu á kennslu til hagnýtra starfa. Markmið tillögunnar er að láta skoða þessar skilgreiningar og draga fram tillögur til breytinga, sé þeirra talin þörf. Mikilsvert er að menntastefna þjóðarinnar á þessu sviði sé skýr og skilvirk þannig að hver skóli þjóni þeim markmiðum sem honum er ætlað. Þá gerir tillagan jafnframt ráð fyrir því að skoðað verði hvort auka megi verkaskiptingu, samþættingu eða jafnvel sameiginlega stjórn eins eða fleiri skóla á háskólastigi þannig að starf skólanna, fjármögnun og stjórnun verði sem skilvirkust og fjármunum til háskólastigsins sé varið á sem skynsamlegastan hátt. Mikilvægt er í þessari vinnu að líta til og virða sem mest sjálfstæði einstakra skóla.
Lagt er til að menntamálaráðherra skipi þriggja manna nefnd án tilnefningar til að gera fyrrgreinda úttekt og leggi niðurstöður þeirrar nefndar fyrir Alþingi fyrir 1. apríl 2005. Lögð er áhersla á að nefndin leiti eftir umsögnum og áliti sem flestra er tengjast háskólastarfi þannig að sem gleggst mynd fáist af stöðunni.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 216 — 214. mál.
Tillaga til þingsályktunar
um skilgreiningu á háskólastigi.
Flm.: Hjálmar Árnason, Dagný Jónsdóttir.
Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að skipa nefnd til að skilgreina stöðu og hlutverk skóla á háskólastigi. Nefndin fjalli um hlutverk skólanna út frá kennsluhlutverki, rannsóknarskyldu, stjórnun, samþættingu, verkaskiptingu og öðrum þáttum er máli skipta. Niðurstöður nefndarinnar verði kynntar Alþingi fyrir 1. apríl 2005. Nefndin verði skipuð þremur fulltrúum, tilnefndum af menntamálaráðherra. Nefndin leiti álits og samráðs starfandi háskóla, rannsóknarstofnana, samtaka námsmanna og annarra er máli kunna að skipta.
Greinargerð.
Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað á síðustu árum að nemendum á háskólastigi hefur fjölgað um yfir 50% frá árinu 2000. Markviss menntastefna virðist skila árangri og má ætla að hækkað menntastig þjóðarinnar skili framförum á flestum sviðum mannlífs á komandi árum. Þá hefur skólum á háskólastigi fjölgað á allra síðustu árum og munu nú vera níu talsins. Af umræðunni má ráða að nokkuð sé á reiki hvernig skólar á háskólastigi séu skilgreindir og hvert hlutverk þeirra sé talið. Þannig er á stundum gerður greinarmunur á háskóla í merkingunni kennslu- og rannsóknarstofnun og háskóla með áherslu á kennslu til hagnýtra starfa. Markmið tillögunnar er að láta skoða þessar skilgreiningar og draga fram tillögur til breytinga, sé þeirra talin þörf. Mikilsvert er að menntastefna þjóðarinnar á þessu sviði sé skýr og skilvirk þannig að hver skóli þjóni þeim markmiðum sem honum er ætlað. Þá gerir tillagan jafnframt ráð fyrir því að skoðað verði hvort auka megi verkaskiptingu, samþættingu eða jafnvel sameiginlega stjórn eins eða fleiri skóla á háskólastigi þannig að starf skólanna, fjármögnun og stjórnun verði sem skilvirkust og fjármunum til háskólastigsins sé varið á sem skynsamlegastan hátt. Mikilvægt er í þessari vinnu að líta til og virða sem mest sjálfstæði einstakra skóla.
Lagt er til að menntamálaráðherra skipi þriggja manna nefnd án tilnefningar til að gera fyrrgreinda úttekt og leggi niðurstöður þeirrar nefndar fyrir Alþingi fyrir 1. apríl 2005. Lögð er áhersla á að nefndin leiti eftir umsögnum og áliti sem flestra er tengjast háskólastarfi þannig að sem gleggst mynd fáist af stöðunni.