Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 231. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 237  —  231. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um málefni langveikra barna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hverjar voru tillögur nefndar sem skilaði skýrslu til heilbrigðisráðherra í júní 1999 um heildarstefnumótun í málefnum langveikra barna en nefndin var skipuð á grundvelli ályktunar frá Alþingi 2. júní 1998? Tillögurnar óskast sundurliðaðar eftir málefnum og þeim ráðuneytum sem áttu að sjá um framkvæmd þeirra.
     2.      Hverjar af tillögum nefndarinnar hafa komist til framkvæmda, sundurliðað eftir félagsmálum, heilbrigðis- og tryggingamálum og menntamálum og eftir atvikum öðrum málaflokkum?
     3.      Hverjar af tillögum nefndarinnar kölluðu á laga- og reglugerðarbreytingar og hvernig hefur þeim verið framfylgt?
     4.      Hvernig var vinnu sérstakrar stefnumótunarnefndar háttað sem ríkisstjórnin samþykkti síðla árs 1999 að koma á fót til að fylgja eftir tillögum nefndarinnar og gerð heildarstefnumótunar í málefnum langveikra barna? Hefur stefnumótunarnefndin skilað niðurstöðum og ef svo er, hverjar voru hugmyndir hennar og tillögur?


Skriflegt svar óskast.