Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 86. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 260  —  86. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um kynjahlutföll í stjórnum lífeyrissjóðanna.

     1.      Hvernig er kynjaskiptingin í stjórnum tíu stærstu lífeyrissjóðanna og í stjórnunarstöðum hjá þeim sundurliðað eftir sjóðum?
    Í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar um kynjaskiptingu í stjórnum tíu stærstu lífeyrissjóðanna. Stærðarröð lífeyrissjóðanna byggist á upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Upplýsingar um stjórnarskipan er fengin hjá viðkomandi lífeyrissjóðum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Telur ráðherra ástæðu til að lögfesta tiltekið lágmarkshlutfall af hvoru kyni í stjórnum lífeyrissjóðanna og stjórnunarstöðum hjá þeim?
    Í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, er kveðið á um almenn hæfisskilyrði stjórnarmanna í lífeyrissjóði. Að öðru leyti er það eftirlátið einstökum lífeyrissjóðum að ákveða í samþykktum sínum hvernig vali stjórnarmanna skuli háttað. Ekki þykir ástæða til að gera breytingu hér á. Hvað varðar framkvæmdastjóra lífeyrissjóða segir í lögum nr. 129/1997 að auk þess sem framkvæmdastjóri þarf að uppfylla sömu almennu hæfisskilyrði og um stjórnarmenn gilda skuli menntun, starfsreynsla og starfsferill framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs vera með þeim hætti að tryggt sé að hann geti gegnt stöðu sinni á forsvaranlegan hátt. Stjórn lífeyrissjóðs ræður framkvæmdastjóra sjóðsins og framkvæmdastjórinn ræður almennt aðra stjórnendur og starfsfólk. Þykir ekki ástæða til að lögfesta reglur um kynjahlutföll að því er varðar stjórnendur lífeyrissjóða sérstaklega.