Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 264. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 285  —  264. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.



     1.      Hversu stór hluti tekna Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands stafar af útseldri verkefnavinnu?
     2.      Hvað fékk Hagfræðistofnun greitt fyrir skýrslu sem unnin var að beiðni Olíuverslunar Íslands, þar sem dregnir voru í efa útreikningar Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna af meintu samráði?
     3.      Hve mörg verkefni hefur Hagfræðistofnun unnið fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna á sl. 10 árum og hvaða verkefni voru það?


Skriflegt svar óskast.