Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 288. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 311  —  288. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um jafnréttisáætlun og skipan í stöður.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hvað hefur verið skipað í margar stöður á vegum ráðuneytisins frá árinu 1999?
     2.      Hvað voru skipaðar margar konur og hve margir karlar á umræddu tímabili?
     3.      Hvaða nefndir og ráð eru starfandi á vegum ráðuneytisins, hve margir fulltrúar eru í hverri nefnd eða ráði og hvernig skiptast þeir eftir kyni?
     4.      Gilda sérstakar reglur um hlutföll kynjanna við skipan í stöður á vegum ráðuneytisins og ef svo er, hvaða reglur?
     5.      Hefur ráðuneytið gert sérstaka framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og ef svo er, hvað hefur verið gert til að fylgja þeirri áætlun eftir?


Skriflegt svar óskast.