Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 291. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 314  —  291. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um grásleppuveiðar.

Frá Gísla S. Einarssyni.



     1.      Hversu miklu af grásleppu var landað af þorsknetabátum á sl. vetrarvertíð, skipt eftir veiðisvæðum?
     2.      Til hvaða ráðstafana verður gripið á næstu vertíð til að koma í veg fyrir annars vegar veiðar og löndun þorskanetaflotans og annarra veiðiskipa án grásleppuveiðileyfis á grásleppu og hins vegar grásleppuveiði utan veiðitíma?
     3.      Telur ráðherra að gætt sé jafnræðis við sviptingu veiðileyfa vegna of mikils meðafla (kvótasettra tegunda) grásleppubáta annars vegar og þorsknetabáta hins vegar?


Skriflegt svar óskast.