Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 318. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 351  —  318. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar.     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „sem aðild eiga að launanefndinni“ komi: sem veitt hafa launanefndinni umboð til kjarasamningsgerðar við nefnda aðila.
     2.      Við 1. mgr. 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „gert með sér kjarasamning“ í 1. málsl. komi: undirritað kjarasamning.
                  b.      Í stað dagsetningarinnar „15. desember 2004“ í 1. málsl. komi: 20. nóvember 2004.
                  c.      Í stað dagsetningarinnar „31. mars 2005“ í 1. málsl. komi: 28. febrúar 2005.
                  d.      Í stað orðanna „sem aðild eiga að launanefnd sveitarfélaga“ í 1. málsl. komi: sem veitt hafa launanefndinni umboð til kjarasamningsgerðar við félögin.
                  e.      Í stað dagsetningarinnar „15. desember 2004“ í 2. málsl. komi: gildistöku laga þessara.
                  f.      Í stað dagsetningarinnar „30. apríl 2005“ í 3. málsl. komi: eigi síðar en fjórum vikum eftir að niðurstaða gerðardóms liggur fyrir.