Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 347. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 393  —  347. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um olíuleit við Ísland.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hafa mörg erlend olíufélög kynnt sér lög nr. 13/2001, um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, og hafa einhver félög sótt um leyfi til olíu- og gasleitar í íslenskri lögsögu eftir gildistöku laganna? Ef svo er, hvaða félög og hver eru áform þeirra?
     2.      Hafa erlendir aðilar sýnt málinu áhuga án þess að sækja formlega um leyfi til leitar?
     3.      Eru lögin sambærileg við lög erlendra ríkja þar sem olíu- og gasleit eða vinnsla fer fram á landgrunni?
     4.      Hafa komið fram athugasemdir við fyrrnefnd lög? Ef svo er, hvaða athugasemdir helstar?
     5.      Hafa verið kannaðir möguleikar sem gerð er grein fyrir í niðurstöðum skýrslu Anthony George Doré frá júní 1998 en hann var óháður ráðgjafi starfshóps iðnaðarráðuneytisins um olíuleit?


Skriflegt svar óskast.