Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 350. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 396 — 350. mál.
um breytingu á lögum um Háskólann á Akureyri, nr. 40/1999, með síðari breytingum.
Í forsendum frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2005 eru kynnt áform um að hækka skrásetningargjöld í ríkisháskólum úr 32.500 kr. í 45.000 kr. Er það í samræmi við óskir ríkisháskólanna og við það miðað að fjárhæð skrásetningargjaldanna renni óskipt til þeirra. Ekki er gert ráð fyrir því í forsendum fjárlagafrumvarpsins að innheimta gjaldanna komi til frádráttar fjárveitingum til ríkisháskólanna á fjárlögum.
Eins og áður er skráningargjaldinu ætlað að mæta kostnaði af margvíslegri þjónustu, sem stúdentum er veitt á námstímanum. Í áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 3805/2003, sem varðaði gjaldtöku vegna inntökuprófa í læknadeild Háskóla Íslands, er bent á að af gildandi lögum um Háskóla Íslands eða lögskýringargögnum verði ekki ráðið að skráningargjaldið lúti beinlínis sömu lögmálum og þjónustugjald. Þannig komi fram í athugasemdum við frumvarpið er varð að lögum nr. 41/1999, um Háskóla Íslands, að gjaldið komi til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert.
Sama gildir um skrásetningargjald samkvæmt lögum um Háskólann á Akureyri. Í athugasemdum við frumvarpið er varð að lögum nr. 40/1999 var fjallað um gjaldið. Bent var á að það væri bókfært hjá yfirstjórn háskólans í samræmi við fjárlög og stæði undir hluta kostnaðar við háskólastarfið. Þar mætti sem dæmi nefna margvíslega þjónustu sem stúdentum væri veitt á námstímanum utan formlegra kennslustunda, svo sem skráningu þeirra í námskeið og próf, varðveislu upplýsinga um námsferil þeirra, upplýsingar um námsferil sem sendar eru stúdentum, auglýsingu og miðlun upplýsinga vegna skráningar, skipulag kennslu og prófa, kennsluskrá, stúdentaskírteini, þjónustu stúdentaskrár, deildarskrifstofa, alþjóðaskrifstofu, námsráðgjafar og bókasafns, og afnot af tölvum og prenturum háskólans. Í fylgiskjali I með frumvarpi þessu er að finna yfirlit frá Háskólanum á Akureyri yfir þá þjónustu sem skrásetningargjaldinu er ætlað að ná til.
Ákvæði gildandi laga um skrásetningargjaldið er skýrt að því marki að ljóst er til hverra það nær og fjárhæðin er einnig ljós. Þegar fjárhæð gjalds er fastákveðin með þessum hætti og gjaldskylda er að öðru leyti skýr er að öðru jöfnu ekki ástæða til að gera greinarmun á því, hvort um skatt eða þjónustugjald er að ræða. Hins vegar verður að gera kröfu til þess að skýrar gangi fram í lögunum sjálfum hversu oft gjaldið er kræft og á hvaða tímabilum. Sem skattlagningarheimild væri svigrúm stjórnvalda til að hafa áhrif á þessi atriði meira en kröfur til slíkra heimilda leyfa, og með því að fastbinda fjárhæðina verður ekki úr lögunum lesið hvaða kostnaðarliðum gjaldinu er ætlað að mæta ef litið er á það sem þjónustugjald. Af þeim sökum er sérstaklega brýnt að skilgreint sé með ótvíræðum hætti í lögunum sjálfum hvenær gjaldið er kræft, þ.e. bæði hversu oft og á hvaða tímabilum. Er hið síðarnefnda sérstaklega brýnt vegna þess álags sem lögin heimila að lagt sé á gjaldið utan auglýstra skrásetningartímabila. Því gerir 1. gr. frumvarpsins ráð fyrir því að skýrt verði kveðið á um í 2. mgr. 4. gr. laganna að skrásetningargjaldið nái til heils skólaárs. Skólaárið er frá 1. júlí til jafnlengdar næsta árs og skiptist það í tvö kennslumissiri: haustmissiri frá 9. ágúst til 20. desember og vormissiri frá 3. janúar til 13. maí. Það leiðir til þess að hefji nemendur nám á vormissiri greiða þeir einungis helming skrásetningargjaldsins.
Lagt er til að frumvarp þetta, verði það að lögum, öðlist gildi 1. janúar 2005 í samræmi við gildistökudag fjárlaga 2005.
Fylgiskjal I.
Fylgiskjal II.
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 396 — 350. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um Háskólann á Akureyri, nr. 40/1999, með síðari breytingum.
(Lagt fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005.)
1. gr.
2. gr.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Í forsendum frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2005 eru kynnt áform um að hækka skrásetningargjöld í ríkisháskólum úr 32.500 kr. í 45.000 kr. Er það í samræmi við óskir ríkisháskólanna og við það miðað að fjárhæð skrásetningargjaldanna renni óskipt til þeirra. Ekki er gert ráð fyrir því í forsendum fjárlagafrumvarpsins að innheimta gjaldanna komi til frádráttar fjárveitingum til ríkisháskólanna á fjárlögum.
Eins og áður er skráningargjaldinu ætlað að mæta kostnaði af margvíslegri þjónustu, sem stúdentum er veitt á námstímanum. Í áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 3805/2003, sem varðaði gjaldtöku vegna inntökuprófa í læknadeild Háskóla Íslands, er bent á að af gildandi lögum um Háskóla Íslands eða lögskýringargögnum verði ekki ráðið að skráningargjaldið lúti beinlínis sömu lögmálum og þjónustugjald. Þannig komi fram í athugasemdum við frumvarpið er varð að lögum nr. 41/1999, um Háskóla Íslands, að gjaldið komi til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert.
Sama gildir um skrásetningargjald samkvæmt lögum um Háskólann á Akureyri. Í athugasemdum við frumvarpið er varð að lögum nr. 40/1999 var fjallað um gjaldið. Bent var á að það væri bókfært hjá yfirstjórn háskólans í samræmi við fjárlög og stæði undir hluta kostnaðar við háskólastarfið. Þar mætti sem dæmi nefna margvíslega þjónustu sem stúdentum væri veitt á námstímanum utan formlegra kennslustunda, svo sem skráningu þeirra í námskeið og próf, varðveislu upplýsinga um námsferil þeirra, upplýsingar um námsferil sem sendar eru stúdentum, auglýsingu og miðlun upplýsinga vegna skráningar, skipulag kennslu og prófa, kennsluskrá, stúdentaskírteini, þjónustu stúdentaskrár, deildarskrifstofa, alþjóðaskrifstofu, námsráðgjafar og bókasafns, og afnot af tölvum og prenturum háskólans. Í fylgiskjali I með frumvarpi þessu er að finna yfirlit frá Háskólanum á Akureyri yfir þá þjónustu sem skrásetningargjaldinu er ætlað að ná til.
Ákvæði gildandi laga um skrásetningargjaldið er skýrt að því marki að ljóst er til hverra það nær og fjárhæðin er einnig ljós. Þegar fjárhæð gjalds er fastákveðin með þessum hætti og gjaldskylda er að öðru leyti skýr er að öðru jöfnu ekki ástæða til að gera greinarmun á því, hvort um skatt eða þjónustugjald er að ræða. Hins vegar verður að gera kröfu til þess að skýrar gangi fram í lögunum sjálfum hversu oft gjaldið er kræft og á hvaða tímabilum. Sem skattlagningarheimild væri svigrúm stjórnvalda til að hafa áhrif á þessi atriði meira en kröfur til slíkra heimilda leyfa, og með því að fastbinda fjárhæðina verður ekki úr lögunum lesið hvaða kostnaðarliðum gjaldinu er ætlað að mæta ef litið er á það sem þjónustugjald. Af þeim sökum er sérstaklega brýnt að skilgreint sé með ótvíræðum hætti í lögunum sjálfum hvenær gjaldið er kræft, þ.e. bæði hversu oft og á hvaða tímabilum. Er hið síðarnefnda sérstaklega brýnt vegna þess álags sem lögin heimila að lagt sé á gjaldið utan auglýstra skrásetningartímabila. Því gerir 1. gr. frumvarpsins ráð fyrir því að skýrt verði kveðið á um í 2. mgr. 4. gr. laganna að skrásetningargjaldið nái til heils skólaárs. Skólaárið er frá 1. júlí til jafnlengdar næsta árs og skiptist það í tvö kennslumissiri: haustmissiri frá 9. ágúst til 20. desember og vormissiri frá 3. janúar til 13. maí. Það leiðir til þess að hefji nemendur nám á vormissiri greiða þeir einungis helming skrásetningargjaldsins.
Lagt er til að frumvarp þetta, verði það að lögum, öðlist gildi 1. janúar 2005 í samræmi við gildistökudag fjárlaga 2005.
Fylgiskjal I.
Áætlaður kostnaður vegna skráningar og tengdrar þjónustu við nemendur Háskólans á Akureyri. Miðað er við 1.550 skráða nemendur.
Heildarkostnaður, verðlag 2004 |
Kostnaður á nemanda |
|
Kynning: | ||
Námskynningar | 600.000 | 387 |
Auglýsingar | 1.375.000 | 887 |
Skráning: | ||
Vefumsjón | 150.000 | 97 |
Kennslusvið – námsráðgjöf, afgreiðsla, skrifstofustjórar deilda | 12.750.000 | 8.226 |
Aðgangur að bókasafni | 7.250.000 | 4.677 |
Ýmis þjónusta: | ||
Skráningarkerfi | 5.000.000 | 3.226 |
Vottorð | 600.000 | 387 |
Útsend gögn | 1.000.000 | 645 |
Velgengnisvika | 500.000 | 323 |
Skírteini og aðgangskort | 1.550.000 | 1.000 |
Aðgangur að tölvukerfi | 14.791.429 | 9.543 |
Alþjóðasvið | 1.900.000 | 1.226 |
Samtals | 47.466.429 | 30.624 |
Yfirstjórn og húsnæði 20% (12% ) | 5.695.971 | 3.675 |
Samtals kostnaður Háskólans | 53.162.400 | 34.298 |
Hlutdeild FÉSTA/nemenda (23% ) | 16.042.000 | 10.350 |
Samtals | 69.204.400 | 44.648 |
3% verðlagshækkun | 2.076.132 | 1.339 |
Samtals á verðlagi ársins 2005 | 71.280.532 | 45.987 |
Fylgiskjal II.
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Háskólann á Akureyri,
nr. 40/1999, með síðari breytingum.