Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 351. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 400  —  351. mál.
Frumvarp til lagaum breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og fleiri lögum.

(Lagt fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005.)
I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt,
með síðari breytingum.
1. gr.

    Orðin „og eignarskatt af öllum eignum sínum, hvar sem þær eru“ í 1. mgr. 1. gr. laganna falla brott.

2. gr.

    Orðin „og eignarskatt af öllum eignum sínum, hvar sem þær eru“ í 1. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

3. gr.

    9. tölul. 3. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

    Í stað orðanna „Þessir aðilar greiða hvorki tekjuskatt né eignarskatt“ í 1. málsl. 4. gr. laganna kemur: Þessir aðilar greiða ekki tekjuskatt.

5. gr.

    Orðin „og eignarskattur“ í 5. gr. laganna falla brott.

6. gr.

    Í stað orðsins „skattskyld“ í 3. málsl. 2. mgr. 19. gr. laganna kemur: framtalsskyld.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr. laganna:
     a.      Orðin „og eignarskattur af sameiginlegum eignarskattsstofni“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
     b.      Orðin „og eignarskatt“ í 2. málsl. 3. mgr. falla brott.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna:
     a.      Í stað hlutfallstölunnar „25,75%“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 21,75%.
     b.      Í stað „93.325“ í 2. mgr. kemur: 100.745.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 67. gr. laganna:
     a.      Í stað „329.948“ í 1. mgr. A-liðar kemur: 356.180.
     b.      Orðin „og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu eignarskatts hans á álagningarárinu“ í 1. málsl. 2. mgr. A-liðar falla brott.
     c.      Orðin „og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu eignarskatts hans á álagningarárinu“ í 3. málsl. 2. mgr. A-liðar falla brott.
     d.      Í stað „746“ í 1. málsl. 4. mgr. B-liðar kemur: 768.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
     a.      Í stað „36.308“ í 3. mgr. A-liðar kemur: 56.096.
     b.      Í stað „123.254“, „146.713“, „205.288“, „210.584“, „1.444.139“ og „722.070“ í 4. mgr. A-liðar kemur: 139.647, 166.226, 232.591, 238.592, 2.231.195, og: 1.115.598.
     c.      Í stað „3%“, „7%“ og „9%“ í 5. málsl. 4. mgr. A-liðar kemur: 2%, 6%, og: 8%.
     d.      Í stað „5,5%“ í 1. málsl. 3. mgr. B-liðar kemur: 5%.
     e.      Í stað „480.371“, „630.626“ og „780.878“ í 3. málsl. 3. mgr. B-liðar kemur: 494.782, 649.544, og: 804.304.
     f.      Í stað „3.613.148“, „5.989.414“, „164.603“, „211.691“, „272.206“ og „600“ í 4. mgr. B-liðar kemur: 3.721.542, 6.169.097, 169.541, 218.042, 280.372, og: 618.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 72. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Til skattskyldra eigna skal telja“ kemur: Framtalsskyldar eignir eru.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Framtalsskyldar eignir.

12. gr.

    Í stað orðsins „skattskyldra“ í 1. málsl. 73. gr. laganna kemur: framtalsskyldra.

13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 75. gr. laganna:
     a.      1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á framtali skal gera grein fyrir skuldum skattaðila.
     b.      Orðin „eða hreina eign“ í 4. málsl. 1. mgr. falla brott.
     c.      2. mgr. orðast svo:
                  Til skulda aðila sem um ræðir í 4. tölul. 3. gr. má einungis telja skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi.
     d.      3. mgr. orðast svo:
                  Til skulda aðila sem um ræðir í 5.–8. tölul. 3. gr. má einungis telja skuldir sem á eignum þessum hvíla.
     e.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Skuldir.

14. gr.

    76. gr. laganna fellur brott.

15. gr.

    77. gr. laganna fellur brott.

16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 78. gr. laganna:
     a.      1. málsl. orðast svo: Framtalsskyldar eignir og skuldir skal miða við eignir og skuldir skattaðila í árslok.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Tímaviðmiðun framtalsskyldu.

17. gr.

    79. gr. laganna fellur brott.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 80. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Hjón sem samvistum eru, sbr. 5. gr., svo og karl og kona sem óskað hafa samsköttunar skv. 3. mgr. 62. gr. og einstaklingar í staðfestri samvist, skulu telja saman allar eignir sínar og skuldir og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða séreign eða skuldir tengdar henni.
     b.      2. og 3. mgr. falla brott.

19. gr.

    2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 81. gr. laganna falla brott.

20. gr.

    Í stað „4.838.000“ hvarvetna í 82. og 83. gr. laganna kemur: 4.983.140.

21. gr.

    Fyrirsögn VII. kafla laganna verður: Eignir og skuldir.

22. gr.

    Í stað orðanna „Tekju- og eignarskattur“ í 1. mgr. 85. gr. laganna kemur: Tekjuskattur.

23. gr.

    Orðin „og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 95. gr. laganna falla brott.

24. gr.

    Við 97. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Fari fram rannsókn við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins eða hjá ríkislögreglustjóra á skattskilum aðila reiknast heimild til endurákvörðunar frá byrjun þess árs þegar rannsókn hófst.

25. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 98. gr. laganna:
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er verður 4. málsl., svohljóðandi: Hafi skattaðili annað reikningsár en almanaksárið skal skattstjóri í stað auglýsingar skv. 3. málsl. senda honum tilkynningu um álagninguna með ábyrgðarbréfi og birta álagninguna í næstu útgáfu á álagningar- og skattskrá.
     b.      Orðin „og eignarskatt“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.

26. gr.

    Orðin „eða eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 109. gr. laganna falla brott.

27. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 112. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Tekjuskattur af öðrum tekjum en launatekjum, sbr. þó 4. mgr. þessarar greinar, og eignarskattur hvers gjaldanda“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Tekjuskattur af öðrum tekjum en launatekjum hvers gjaldanda, sbr. þó 4. mgr.
     b.      Í stað orðanna „tekju- og eignarskatti“ í 7. mgr. kemur: tekjuskatti.

28. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 113. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „tekju- eða eignarskatts“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: tekjuskatts.
     b.      Orðin „og eignarskatti“ í 2. mgr. falla brott.

29. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 119. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Ríkisstjórninni er heimilt að gera samninga við stjórnir annarra ríkja um gagnkvæmar ívilnanir á sköttum erlendra og íslenskra skattaðila sem eftir gildandi skattalöggjöf ríkjanna eiga að greiða skatt af sama skattstofni bæði á Íslandi og erlendis.
     b.      Orðin „og eignir“, „og eignum“ og „og eignarskatt“ í 5. mgr. falla brott.

30. gr.

    Heiti laganna verður: Lög um tekjuskatt.

31. gr.

    Við lögin bætast fjögur ný ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:

    a. (XII.)
    Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. laganna skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árunum 2004, 2005 og 2006 og álagningu tekjuskatts á árunum 2005, 2006 og 2007 vegna tekna áranna 2004, 2005 og 2006:
     1.      Við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2005 vegna tekna ársins 2004 skal tekjuskattur reiknast 25,75% af tekjuskattsstofni.
     2.      Við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skal tekjuskattur reiknast 24,75% af tekjuskattsstofni.
     3.      Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skal tekjuskattur reiknast 23,75% af tekjuskattsstofni.
    Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 66. gr. laganna skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árunum 2004, 2005 og 2006 og við álagningu tekjuskatts á árunum 2005, 2006 og 2007 vegna tekna áranna 2004, 2005 og 2006:
     1.      Við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2005 vegna tekna ársins 2004 skal tekjuskattur af þeim tekjum barna sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr. vera 4% af tekjum umfram 93.325 kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.
     2.      Við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skal tekjuskattur af þeim tekjum barna sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr. vera 4% af tekjum umfram 96.125 kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.
     3.      Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skal tekjuskattur af þeim tekjum barna, sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr. vera 4% af tekjum umfram 98.528 kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.

    b. (XIII.)
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna skal persónuafsláttur manna, sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., vera með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árunum 2004, 2005 og 2006 og álagningu tekjuskatts á árunum 2005, 2006 og 2007 vegna tekna áranna 2004, 2005 og 2006:
     1.      Við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2005 vegna tekna ársins 2004 skal persónuafsláttur manna vera kr. 329.948.
     2.      Við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skal persónuafsláttur manna vera kr. 339.846.
     3.      Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skal persónuafsláttur manna vera kr. 348.343.

    c. (XIV.)
     1.      Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skal viðmiðunarfjárhæð, sem þar er tilgreind, vera 37.397 við ákvörðun barnabóta á árinu 2005 og 46.747 við ákvörðun barnabóta á árinu 2006.
     2.      Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir, sem þar eru tilgreindar vera: 126.952, 151.114, 211.447, 216.902, 1.487.463 og 743.732 við ákvörðun barnabóta á árinu 2005 og 139.647, 166.226, 232.591, 238.592, 1.859.329 og 929.665 við ákvörðun barnabóta á árinu 2006.

    d. (XV.)
    Vaxtabætur við álagningu á árinu 2005 vegna vaxtagjalda á árinu 2004 skulu vera 95% af vaxtabótum útreiknuðum skv. B-lið 68. gr. laganna.

II. KAFLI
Breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940,
með síðari breytingum.

32. gr.

    Í stað orðanna „107. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 262. gr. laganna kemur: 109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 18/1959, um happdrætti fyrir Samband íslenskra
berkla- og brjóstholssjúklinga, með síðari breytingum.

33. gr.

    Orðin „öðrum en eignarskatti“ í 2. gr. laganna falla brott.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 54/1962, um þjóðskrá og almannaskráningu,
með síðari breytingum.

34. gr.

    Í stað orðanna „tekju- og eignarskattur“ í 1. málsl. 13. gr. laganna kemur: tekjuskattur.

35. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „tekju- og eignarskattur“ kemur: tekjuskattur.
     b.      Í stað orðanna „1. málsl. 1. mgr. í 32. gr. laga nr. 46/1954, um tekju- og eignarskatt“ kemur: 1. málsl. 1. mgr. 89. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 33/1968, um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands.
36. gr.

    Í stað orðanna „tekju- og eignarskatti, aðstöðugjaldi“ í 5. gr. laganna kemur: tekjuskatti.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 59/1972, um getraunir, með síðari breytingum.
37. gr.

    Orðin „öðrum en eignarskatti“ í 2. mgr. 3. gr. laganna falla brott.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 13/1973, um Happdrætti Háskóla Íslands,
með síðari breytingum.

38. gr.

    Orðin „öðrum en eignarskatti“ í 4. gr. laganna falla brott.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 16/1973, um happdrætti Dvalarheimilis
aldraðra sjómanna, með síðari breytingum.

39. gr.

    Orðin „öðrum en eignarskatti“ í 4. gr. laganna falla brott.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 18/1977, um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði,
með síðari breytingum.

40. gr.

    Orðin „og eignarskatt“ í 1. og 2. mgr. og 1. tölul. 3. mgr. 7. gr. laganna falla brott.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum.
41. gr.

    Orðin „og eignarskatt“ í 1. málsl. 2. mgr. 21. gr. laganna falla brott.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 65/1982, um skattskyldu lánastofnana,
með síðari breytingum.

42. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „og eignarskatt af öllum eignum sínum hvar sem þær eru, í samræmi við ákvæði laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 1. mgr. kemur: í samræmi við ákvæði laga um tekjuskatt.
     b.      Í stað „laga nr. 75/1981“ í 4. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

43. gr.

    Orðin „og eigna“ og „og eignir“ í 2. gr. laganna falla brott.

44. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Í stað „2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. 31. gr. og 2. og 3. málsl. 5. tölul. 74. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. mgr. kemur: 2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. 31. gr. og 2. og 3. málsl. 5. tölul. 73. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað „eignarskattsstofni“ í 2. málsl. 2. mgr. og 2. málsl. 3. mgr. kemur: eignum og skuldum.

45. gr.

    5. gr. laganna fellur brott.

XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með síðari breytingum.
46. gr.

    Orðið „eignarskatti“ í 1. málsl. 16. gr. laganna fellur brott.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 67/1985, um veitinga- og gististaði, með síðari breytingum.
47. gr.

    Orðin „og eignarskatt“ í 3. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 26/1986, um talnagetraunir, með síðari breytingum.
48. gr.

    Orðin „öðrum en eignarskatti“ í 2. mgr. 4. gr. laganna falla brott.

XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 4/1987, um Þróunarsjóð fyrir Færeyjar,
Grænland og Ísland.

49. gr.

    Í stað orðanna „tekju- og eignarskatti“ í 3. gr. laganna kemur: tekjuskatti.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda,
með síðari breytingum.

50. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. A-liðar kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „71. gr. þeirra laga“ í 2. málsl. A-liðar kemur: 70. gr. þeirra laga.

51. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 3. málsl. 2. tölul. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Orðin „og eignarskatt“ í 6. tölul. falla brott.

52. gr.

    Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2., 3. og 6. tölul. 5. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

53. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „59. gr. laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 58. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     c.      Í stað orðanna „59. gr. sömu laga“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 58. gr. sömu laga.
     d.      Í stað orðanna „59. gr. laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 58. gr. laga nr. 90/2003.

54. gr.

    Í stað orðanna „71. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

55. gr.

    Orðin „og eignarskatt“ í 1. mgr. 8. gr. laganna falla brott.

56. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Orðin „og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. falla brott.
     b.      Í stað orðanna „71. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 4. mgr. kemur: 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     c.      Orðin „og eignarskatt“ í 4. mgr. falla brott.

57. gr.

    Orðin „og eignarskatt“ í 10. gr. laganna falla brott.

58. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Orðin „og eignarskatt“ í 3. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
     b.      Í stað orðanna „71. gr. þeirra laga“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 70. gr. þeirra laga.

59. gr.

    Í stað orðanna „68. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 3. mgr. 12. gr. laganna kemur: 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

60. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „68. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     c.      Í stað orðanna „63. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: 62. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

61. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „116. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. mgr. kemur: 118. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „68. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 2. mgr. og 4. mgr. kemur: 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

62. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „65. gr. og 2. mgr. 67. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ kemur: 64. gr. og 2. mgr. 66. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „68. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ kemur: 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

63. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „109. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 111. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „68. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 6. mgr. kemur: 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

64. gr.

    Orðin „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 26. gr. laganna falla brott.

65. gr.

    Í stað orðanna „86. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 33. gr. laganna kemur: 85. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

66. gr.

    Í stað orðanna „121. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 34. gr. laganna kemur: 122. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

67. gr.

    Í stað orðanna „114. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 1. mgr. 35. gr. laganna kemur: 116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

68. gr.

    Í stað orðanna „114. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: 116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

69. gr.

    Orðin „og eignarskatt“ í 1. mgr. 37. gr. laganna falla brott.

70. gr.

    Í stað orðanna „121. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna kemur: 122. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XVII. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.
71. gr.

    Orðin „og eignarskatt“ í 3. málsl. 30. gr. laganna falla brott.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl., með síðari breytingum.
72. gr.

    Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981, sbr. lög nr. 49/1987“ í 1. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
73. gr.

    Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.

74. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 4. málsl. 2. mgr. 28. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

75. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 29. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

76. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 2. málsl. 1. mgr. 41. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

77. gr.

    Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 5. mgr. 49. gr. laganna kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 58/1988, um Listasafn Íslands, með síðari breytingum.
78. gr.

    Orðin „og eignarskatt, nr. 75/1981, með áorðnum breytingum“ í 5. málsl. 11. gr. laganna falla brott.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 14/1989, um norrænan þróunarsjóð.
79. gr.

    Í stað orðanna „tekjuskatti og eignarskatti“ í 3. gr. laganna kemur: og tekjuskatti.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1990, um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.
80. gr.

    Í stað orðanna „56. og 57. gr. laga nr. 75/1981, um tekju- og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: 51. og 53. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 102/1990, um norrænt fjármögnunarfélag
á sviði umhverfisverndar.

81. gr.

    Í stað orðanna „tekjuskatti og eignarskatti“ í 3. gr. laganna kemur: og tekjuskatti.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.
82. gr.

    Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.

83. gr.

    Í stað orðanna „2. mgr. 2. tölul. 71. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: 2. mgr. 2. tölul. 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

84. gr.

    Orðin „og eignarskatts“ í 2. mgr. 5. gr. laganna falla brott.

85. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, sbr. 59. gr. þeirra laga“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. 58. gr. þeirra laga.

86. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 5. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

87. gr.

    Í stað orðanna „2. mgr. 112. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 3. málsl. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: 2. mgr. 114. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

88. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 14. gr. laganna kemur: laga um tekjuskatt.

89. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      Í stað „30.000“ og „360.000“ í 1. mgr. kemur: 42.000, og: 504.000.
     b.      Í stað „360.000“ í 2. mgr. kemur: 504.000.
     c.      3. mgr. fellur brott.

90. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 17. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 22/1991, um samvinnufélög,
með síðari breytingum.

91. gr.

    Orðin „og eignarskatti“ í 6. mgr. 2. gr. a laganna falla brott.

XXVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með síðari breytingum.
92. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Orðin „og eignarskatt“ í 1. mgr. falla brott.
     b.      Í stað orðanna „107., sbr. 108. gr., laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 3. mgr. kemur: 109., sbr. 110. gr., laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

93. gr.

    Í stað orðanna „86. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: 85. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

94. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

95. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 13. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 55/1992, um Viðlagatryggingu Íslands, með síðari breytingum.
96. gr.

    Orðin „og eignarskatts“ í 22. gr. laganna falla brott.

XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum.
97. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

98. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 55. gr. laganna:
     a.      Orðin „og eignarskatti“ falla brott.
     b.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, með síðari breytingum“ kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

99. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í 2. málsl. 56. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

100. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 2. mgr. 17. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald, með síðari breytingum.
101. gr.

    Orðin „og eignarskatt“ í 3. mgr. 1. gr. laganna falla brott.

XXX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 73/1994, um söfnunarkassa.
102. gr.

    Orðin „öðrum en eignarskatti“ í 3. gr. laganna falla brott.

XXXI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.
103. gr.

    Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 19. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

104. gr.

    Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. og 3. mgr. 20. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

105. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „1. og 3. tölul. 62. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. mgr. kemur: 1. og 3. tölul. 61. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „62.–65. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. kemur: 61.–64. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     c.      Í stað orðanna „66. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 3. mgr. kemur: 65. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

106. gr.

    Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 22. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

107. gr.

    Í stað orðanna „2. og 3. mgr. 65. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: 2. og 3. mgr. 64. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

108. gr.

    Í stað orðanna „1. mgr. 66. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 25. gr. laganna kemur: 1. mgr. 65. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

109. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 3. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „4. mgr. 110. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 3. mgr. kemur: 4. mgr. 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     c.      Í stað orðanna „1.–3. mgr. 110. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 4. mgr. kemur: 1.–3. mgr. 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     d.      Í stað orðanna „7. mgr. 110. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 6. mgr. kemur: 7. mgr. 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

110. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „2. mgr. 121. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 2. mgr. 122. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     c.      Orðin „og eignarskatt“ í 2. málsl. 4. mgr. falla brott.

111. gr.

    Í stað orðanna „114. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt“ í 30. gr. laganna kemur: 116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

112. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXXII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/1995, um þingfararkaup alþingismanna og
þingfararkostnað, með síðari breytingum.

113. gr.

    Í stað orðanna „lög um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981“ í 1. málsl. 16. gr. laganna kemur: lög nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXXIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts
á fjármagnstekjur, með síðari breytingum.

114. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

115. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

116. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

117. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     c.      Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. kemur: lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt.
     d.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í 3. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

118. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 5. mgr. 9. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

119. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 2. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 16. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXXIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 61/1997, um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins,
með síðari breytingum.

120. gr.

    Orðin „og eignarskatti“ í 1. málsl. 17. gr. laganna falla brott.

XXXV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 62/1997, um heimild til samninga um
álbræðslu á Grundartanga, með síðari breytingum.

121. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með áorðnum breytingum“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     c.      Í stað orðanna „2. tölul. 71. gr. laga nr. 75/1981“ í b-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 2. tölul. 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     d.      Í stað orðanna „32. og 38. gr. laga nr. 75/1981“ í c-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 33. og 37. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     e.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í d-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     f.      2. tölul. 1. mgr. fellur brott.
     g.      Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: lögum um tekjuskatt.
     h.      Í stað orðanna „33. gr. laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 5. tölul. 1. mgr. kemur: 34. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     i.      Í stað orðanna „34. og 45. gr. laga nr. 75/1981“ í 2. málsl. 5. tölul. 1. mgr. kemur: 35. og 42. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

122. gr.

    Í stað orðanna „10., 36. og 53. gr. laga nr. 75/1981, með áorðnum breytingum“ í 3. málsl. 7. gr. laganna kemur: 12. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXXVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald, með síðari breytingum.
123. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 1. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

124. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. og 3. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     c.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í 6. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXXVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.
125. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 59. gr. þeirra laga“ í 6. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. 58. gr. þeirra laga.

126. gr.

    Orðin „og eignarskatt“ í 4. mgr. 6. gr. laganna falla brott.

XXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 138/1997, um húsaleigubætur, með síðari breytingum.
127. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með áorðnum breytingum“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „73. og 76. gr. laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 72. og 75. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

128. gr.

    Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981“ í 1. málsl. 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XXXIX. KAFLI
Breyting á áfengislögum, nr. 75/1998, með síðari breytingum.
129. gr.

    Orðin „og eignarskatt“ í 1. málsl. 3. mgr. 14. gr. laganna falla brott.

XL. KAFLI
Breyting á lögum nr. 155/1998, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda.
130. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 59. gr. þeirra laga“ í 6. málsl. 2. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. 58. gr. þeirra laga.

XLI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 12/1999, um lífeyrissjóð bænda, með síðari breytingum.
131. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XLII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 43/1999, um tímabundnar endurgreiðslur vegna
kvikmyndagerðar á Íslandi, með síðari breytingum.

132. gr.

    Orðin „og eignarskatt“ í 1. málsl. 3. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

XLIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi
fyrir fjárfesta, með síðari breytingum.

133. gr.

    Orðin „og eignarskatti“ og „og eignarskatt“ í 1. mgr. 17. gr. laganna falla brott.

134. gr.

    Orðin „og eignarskatti“ og „og eignarskatt“ í 1. málsl. 6. mgr. 19. gr. laganna falla brott.

XLIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra,
með síðari breytingum.

135. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „A-lið 68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: A-lið 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     c.      Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, með síðari breytingum“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.

136. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 26. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XLV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.
137. gr.

    Í stað orðanna „tekju- og eignarskatti“ og „tekju- og eignarskatt“ í 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: tekjuskatti, og: tekjuskatt.

XLVI. KAFLI
Breyting á safnalögum, nr. 106/2001, með síðari breytingum.
138. gr.

    Orðin „og eignarskatt, nr. 75/1981, með áorðnum breytingum“ í 2. málsl. 6. gr. laganna falla brott.

XLVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 19/2002, um póstþjónustu, með síðari breytingum.
139. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 4. mgr. 28. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

XLVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum.
140. gr.

    Orðin „og eignarskatti“ í 3. málsl. 4. mgr. 76. gr. laganna falla brott.

XLIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 12/2003, um heimild til samninga
um álverksmiðju í Reyðarfirði.

141. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með áorðnum breytingum“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     b.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981“ í a- og b-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     c.      Í stað orðanna „32. og 38. gr. laga nr. 75/1981“ í c-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 33. og 37. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     d.      2. tölul. 1. mgr. fellur brott.
     e.      Í stað orðanna „33. gr. laga nr. 75/1981“ í 1. málsl. 4. tölul. 1. mgr. kemur: 34. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     f.      Í stað orðanna „34. og 45. gr. laga nr. 75/1981“ í 2. málsl. 4. tölul. 1. mgr. kemur: 35. og 42. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     g.      Í stað orðanna „2. tölul. 71. gr. laga nr. 75/1981“ í 10. tölul. 1. mgr. kemur: 2. tölul. 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     h.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, með áorðnum breytingum“ í 11. tölul. 1. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

142. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, með áorðnum breytingum“ í 3. málsl. 7. gr. laganna kemur: laga um tekjuskatt.

L. KAFLI
Breyting á lögum nr. 81/2003, um fjarskipti.
143. gr.

    Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 5. mgr. 22. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

LI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðarsjóð launa.
144. gr.

    Í stað orðanna „laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981“ í 4. mgr. 23. gr. laganna kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

LII. KAFLI
Gildistaka.
145. gr.

    Ákvæði laga þessara öðlast gildi og koma til framkvæmda eins og kveðið er á um í þessari grein.
    Ákvæði 8. gr. og a-liðar 9. gr. öðlast gildi 1. janúar 2005 og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2008 vegna tekna ársins 2007 og við staðgreiðslu opinberra gjalda á því ári.
    Ákvæði d-liðar 9. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2006 og við staðgreiðslu á árinu 2005.
    Ákvæði 1.–7. gr., b- og c-liðar 9. gr., 11.–19. gr., 21.–23. gr., b-liðar 25. gr., 26.–30. gr. og 32.–144. gr. öðlast gildi 31. desember 2005.
    Ákvæði a- og b-liðar 10. gr. öðlast gildi 1. janúar 2005 og koma til framkvæmda við ákvörðun barnabóta á árinu 2007 vegna tekna á árinu 2006.
    Ákvæði c-liðar 10. gr. öðlast gildi 1. janúar 2007 og kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta á árinu 2007 vegna tekna á árinu 2006.
    Ákvæði d-liðar 10. gr. öðlast gildi 1. janúar 2005 og kemur til framkvæmda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2006 vegna vaxtagjalda og tekna á árinu 2005 og eigna og skulda í lok þess árs.
    Ákvæði e- og f-liðar 10. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2005 vegna vaxtagjalda og tekna á árinu 2004 og eigna og skulda í lok þess árs.
    Ákvæði 20. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu eignarskatts á árinu 2005 vegna eigna í árslok 2004. Greinin fellur brott 31. desember 2005.
    Ákvæði 24. gr. og a-liðar 25. gr. öðlast þegar gildi.
    Ákvæði til bráðabirgða í 31. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda eins og þar greinir.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar eru í frumvarpi þessu lagðar til verulegar skattalækkanir sem koma til framkvæmda í áföngum á árunum 2005 til 2007. Mestu munar um lækkun á tekjuskattshlutfalli manna um 4% auk afnáms eignarskatts á einstaklinga og lögaðila. Áætlað er að áhrif þessara skattalækkana á tekjuhlið ríkissjóðs verði nálægt 20 milljörðum kr. á ársgrundvelli þegar þær eru að fullu komnar til framkvæmda að teknu tilliti til veltuáhrifa. Þar af eru áætluð áhrif á tekjuáætlun fjárlagafrumvarps fyrir komandi ár um 4 milljarðar kr.
    Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir enn fremur að beinn stuðningur við barnafjölskyldur verði aukinn með hækkun barnabóta. Í samræmi við það er í þessu frumvarpi gert ráð fyrir umfangsmiklum breytingum á barnabótakerfinu sem komi til framkvæmda í tveimur áföngum, þ.e. á árunum 2006 og 2007. Áætlaður kostnaður ríkissjóðs af þessum breytingum er talinn verða um 2,4 milljarðar króna þegar þær eru að fullu komnar til framkvæmda. Þar af eru áætluð áhrif á útgjöld ársins 2006 um 1,2 milljarðar kr.
    Frumvarpið skiptist í 52. kafla. Í fyrsta kaflanum er mælt fyrir um breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Þeim breytingum má skipta í fimm meginþætti, þ.e. lækkun á tekjuskattshlutfalli einstaklinga um 4% í áföngum, hækkun á viðmiðunarfjárhæðum laganna, hækkun á barnabótum, afnám eignarskatts á einstaklinga og lögaðila, og breytingar vaxtabóta. Hér á eftir er hverjum þessara þátta gerð nánari skil.
     Tekjuskattur einstaklinga. Í frumvarpinu er lagt til að frá og með 1. janúar 2005 lækki tekjuskattshlutfall einstaklinga um 1% og kemur sú breyting til framkvæmda við staðgreiðslu á næsta ári og við endanlega álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna og eigna á árinu 2005. Sem fyrr segir er þessi breyting talin lækka tekjur ríkissjóðs um allt að 4 milljarða kr. á næsta ári. Auk þess er lagt til að frá og með 1. janúar 2006 lækki skatthlutfallið frekar, eða um 1%, og aftur um 2% frá og með 1. janúar 2007. Er því samtals um 4% lækkun á tekjuskattshlutfalli einstaklinga að ræða á því tímabili sem frumvarpið nær yfir. Talið er að árleg heildaráhrif þeirrar breytingar á tekjur ríkissjóðs verði nálægt 16 milljörðum kr. í lok tímabilsins að teknu tilliti til veltuáhrifa.
     Viðmiðunarfjárhæðir. Í frumvarpinu er mælt fyrir um hækkun á persónuafslætti til næstu þriggja ára í samræmi við umsamdar launahækkanir á almennum vinnumarkaði, þ.e. hækkun um 3% frá 1. janúar 2005, aftur um 2,5% frá 1. janúar 2006 og loks um 2,25% frá 1. janúar 2007. Samsvarandi hækkun er lögð til á frítekjumörkum barna undir 16 ára aldri. Jafnframt er gerð tillaga um almenna 3% hækkun á viðmiðunarfjárhæðum laganna, svo sem sjómannaafslætti, viðmiðunarfjárhæðum eignarskatts, barnabóta og vaxtabóta, sem komi til framkvæmda við álagningu á árinu 2005.
     Barnabætur. Samkvæmt tillögu frumvarpsins má skipta breytingum barnabótakerfisins í fernt, en þær koma til framkvæmda í tveimur áföngum á árunum 2006 og 2007. Í fyrsta lagi er lagt til að ótekjutengdar barnabætur hækki um samtals 50% til viðbótar þeim 3% sem gert er ráð fyrir að fjárhæðir þeirra hækki á árinu 2005. Þar af hækki bæturnar um 25% frá ársbyrjun 2006. Í öðru lagi er gerð tillaga um 10% hækkun tekjutengdra barnabóta til viðbótar þeim 3% sem áður voru nefnd, og að sú hækkun komi til framkvæmda í ársbyrjun 2006. Í þriðja lagi er lagt til að viðmiðunarmörk tekna vegna tekjutengdra barnabóta hækki samtals um 50%, auk áðurnefndra 3% árið 2005. Þar af hækki viðmiðunarfjárhæðirnar um 25% frá ársbyrjun 2006. Í fjórða lagi er gert ráð fyrir að skerðingarhlutföll tekna við ákvörðun barnabóta lækki úr 3% með einu barni, 7% með tveimur börnum og 9% með þremur börnum eða fleiri, í 2%, 6% og 8% í sömu röð og að sú lækkun komi til framkvæmda á árinu 2007. Áætlaður kostnaður ríkissjóðs af þessum breytingum er talinn verða um 2,4 milljarðar kr. þegar þær eru að fullu komnar til framkvæmda. Þar af eru áætluð áhrif á útgjöld ársins 2006 um 1,2 milljarðar kr.
     Eignarskattur einstaklinga og lögaðila. Jafnframt er í frumvarpinu lagt til að eignarskattur bæði einstaklinga og lögaðila falli niður frá og með 31. desember 2005. Framtalsskylda eigna og skulda verður þó áfram við lýði. Hún er meðal annars nauðsynleg í ljósi lagareglna um fyrningar og söluhagnað, auk þess sem nettóeign, þ.e. eignir að frádregnum skuldum, hefur til að mynda áhrif á útreikning vaxtabóta. Verði þessi tillaga að lögum má reikna með að tekjur ríkissjóðs lækki um 3,7 milljarða kr. á ári. Breytingin mun hins vegar ekki hafa áhrif fyrr en á árinu 2006, en frumvarpið gerir ráð fyrir að álagning eignarskatts á nettóeignir einstaklinga og lögaðila í árslok 2004 verði með óbreyttu sniði á árinu 2005.
     Vaxtabætur. Lögð er til tvíþætt breyting á ákvæðum laganna um vaxtabætur. Í fyrsta lagi er sú breyting að hlutfall vaxtagjalda af skuldum til útreiknings á vaxtabótum lækki úr 5,5% í 5% sem komi til framkvæmda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2006. Í öðru lagi er lagt til að ákvarðaðar vaxtabætur á árinu 2005 vegna vaxtagjalda á yfirstandandi ári verði 95% af útreiknuðum vaxtabótum. Í forsendum fjárlagafrumvarps fyrir árið 2005 er reiknað með að sú breyting lækki útgjöld ríkissjóðs um allt að 300 millj. kr.
    Í fyrsta kaflanum er einnig að finna minni háttar breytingar er varða framkvæmd laganna. Má þar nefnda tillögu þess efnis að þegar fram fer rannsókn við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins eða hjá ríkislögreglustjóra á skattskilum aðila skuli heimild til endurákvörðunar reiknast frá byrjun þess árs þegar rannsókn hófst.
    Í öðrum köflum frumvarpsins eru, til lagasamræmingar, lagðar til breytingar á tilteknum lögum þar sem kveðið er á um eignarskatt eða vísað í lög um tekjuskatt og eignarskatt. Einnig eru lagðar til minniháttar breytingar á einstökum lögum. Nánar er fjallað um aðrar breytingar í athugasemdum við 32.–144. gr. frumvarpsins. Rétt er þó að nefna breytingu sem lögð er til á lögum um skattskyldu lánastofnana. Samkvæmt gildandi lögum eru innlánsstofnanir með lægri heildarinnlán en 558 millj. kr. undanþegnar tekju- og eignarskatti, sem er andstætt almennum samkeppnissjónarmiðum um jafnræði fyrirtækja innan sömu atvinnugreinar. Því er lagt til að þessi undanþága verði afnumin.
    Að lokum skal bent á að sú aðferð sem beitt er í þessu frumvarpi við leiðréttingu á tilvísunum er sú að allar tilvísanir í lög um tekjuskatt og eignarskatt eru leiðréttar, bæði tilvísanir í einstakar greinar og einnig í lögin sjálf. Þegar vísað er í lögum til tiltekins ákvæðis laga um tekjuskatt og eignarskatt, er vísað til „laga nr. 90/2003, um tekjuskatt“. Ef vísað er almennt til laga um tekjuskatt og eignarskatt, er vísað til „laga um tekjuskatt“.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 er kveðið á um það hvaða menn teljast bera ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi, en með því er átt við menn sem ber skylda til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, og eignarskatt af öllum eignum sínum, hvar sem þær eru.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að eignarskattur verði afnuminn frá og með 31. desember 2005, en jafnframt er lagt til að framtalsskylda haldist. Af þeim sökum verður að afnema ákvæði í lögum nr. 90/2003 þar sem kveðið er á um eignarskattsskyldu.

Um 2. gr.


    Í 2. gr. laganna segir í hvaða tilvikum tilteknir lögaðilar teljast bera ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi. Líkt og segir í athugasemdum við 1. gr. frumvarpsins, verður að aðlaga ákvæði laganna um skattskyldu tillögu frumvarps þessa um afnám eignarskatts.

Um 3. gr.


    Í 3. gr. laganna kemur fram hverjir beri takmarkaða skattskyldu hér á landi. Í 9. tölul. þeirrar greinar segir: „Allir aðilar sem eiga eignir hér á landi skv. 4.–8. tölul. skulu greiða eignarskatt af þeim eignum.“ Þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir afnámi eignarskatts, hvort sem eignirnar eru í eigu aðila sem bera hér á landi takmarkaða eða ótakmarkaða skattskyldu, er lagt til að fella þetta ákvæði brott.

Um 4. gr.


    Í 4. gr. laganna er kveðið á um aðila sem undanþegnir eru skattskyldu. Ákvæðið kveður nú á um að aðilar þessir séu undanþegnir bæði tekjuskatti og eignarskatti. Í ljósi fyrirætlana um afnám eignarskatts er nauðsynlegt að breyta ákvæðinu í það horf sem lagt er til.

Um 5. gr.


    Í 5. gr. laganna er mælt fyrir um skattskyldu hjóna. Í ákvæðinu segir m.a. að hjónum skuli ákveðinn tekjuskattur og eignarskattur hvoru í sínu lagi. Þar sem lagt er til að eignarskattur verði afnuminn er nauðsynlegt að breyta þessu ákvæði til samræmis við þau áform.

Um 6. gr.


    Í 2. mgr. 19. gr. laganna er tiltekið hvernig hagnaður af sölu eignarhluta í samlögum og sameignarfélögum skuli ákveðinn. Í ákvæðinu er miðað við að til eigin fjár skuli telja skattskylda hreina eign félags. Í samræmi við tillögu frumvarps þessa um afnám eignarskattsins er lagt til að í stað þess að miða við skattskylda eign verði miðað við framtalsskylda eign.

Um 7. gr.


    Í 55. gr. laganna er mælt fyrir um samsköttun félaga. Í ákvæðinu segir m.a. að tekjuskattur og eignarskattur sem til álagningar er hverju sinni í samsköttun verði lagður á móðurfélagið, að teknu tilliti til millifæranlegs taps eða hagnaðar, en öll hlutafélögin beri sameiginlega ábyrgð á skattgreiðslunum. Þó sé heimilt að leggja skatt á hvert og eitt félag í samsköttun ef félögin óska eftir því sérstaklega.
    Til samræmis við tillögu þessa frumvarps um afnám eignarskatts er lagt til að færa ákvæði 55. gr. til samræmis við það og fella brott heimild til samsköttunar eignarskatts. Einnig er lagt til að fella brott ákvæði um heimild skattstjóra til að verða við ósk um að eignir hvers og eins félags í samsköttun verði skattlagðar sérstaklega.

Um 8. gr.


    Í 66. gr. laganna er kveðið á um skatthlutfall manna. Til samræmis við þau áform ríkisstjórnarinnar að lækka hlutfallstölu tekjuskatts um fjögur prósentustig á þremur árum er lagt til í a-lið greinarinnar að í stað hlutfallstölunnar 25,75% komi hlutfallstalan 21,75%. Verður lækkunin að fullu komin til framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 2007 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2008. Í samræmi við þau áform ríkisstjórnarinnar að hækka viðmiðunarfjárhæðir er í b-lið lögð til hækkun á frítekjumarki hjá börnum undir 16 ára aldri. Verður hækkun að fullu komin til framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 2007 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2008. Um nánari skýringar vísast til athugasemda við 31. gr. frumvarpsins.

Um 9. gr.


    Í 67. gr. laganna er mælt fyrir um fjárhæð persónuafsláttar, ráðstöfun ónýtts persónuafsláttar og sjómannaafslátt. Þar er m.a. kveðið á um að persónuafslætti skuli ráðstafað til greiðslu eignarskatts. Til samræmis við afnám eignarskatts er lögð til breyting á ákvæðinu. Þá er lögð til 3% hækkun á sjómannafslætti, sbr. d-lið, sem komi til framkvæmda við staðgreiðslu á næsta ári. Einnig er í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar lagðar til hækkanir á viðmiðunarfjárhæðum persónuafsláttar, sbr. bráðabirgðaákvæði skv. 31. gr. frumvarps þessa.

Um 10. gr.


    Í þessari grein eru lagðar til breytingar annars vegar á barnabótum og hins vegar á vaxtabótum. Í a-, b- og c-liðum greinarinnar koma fram viðmiðanir barnabóta eins og þær verða við ákvörðun barnabóta á árinu 2007. Í bráðabirgðaákvæði c-liðar 31. gr. frumvarpsins koma síðan fram viðmiðunarfjárhæðir eins og þær verða við ákvörðun barnabóta á árunum 2005 og 2006.
    Í e- og f-liðum greinarinnar er lögð til 3% hækkun á viðmiðun vaxtabóta við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2005 vegna vaxtagjalda á árinu 2004. Í d-lið er gerð tillaga um að lækka hlutfall vaxtagjalda af skuldum til útreiknings á vaxtabótum úr 5,5% í 5%. Með lögum nr. 143/2003, um breyting á lögum nr. 90/2003, var sama hlutfall lækkað úr 7% í 5,5%. Rökin fyrir breytingunni voru þau að frá því að viðmiðunarmörkin voru ákveðin 7% höfðu raunvextir langtímalána lækkað umtalsvert. Frá því lög nr. 143/2003 tóku gildi hafa raunvextir af húsbréfum og lánum lífeyrissjóða enn lækkað. Nú er svo komið að raunvextir af lánum Íbúðalánasjóðs eru 4,3% og af lánum lífeyrissjóða um 4,3%. Viðskiptabankar eru enn fremur að bjóða lán til húsnæðiskaupa með 4,2% vöxtum. Í ljósi þessa er lagt til að ofangreint hlutfall lækki í 5% og þar með verði dregið úr hvata til frekari skuldsetningar hjá þeim sem eru að fjárfesta í eigin húsnæði.

Um 11. gr.


    Í VII. kafla laga nr. 90/2003 er mælt fyrir um eignarskatt. Þótt með frumvarpi þessu sé stefnt að afnámi eignarskatts er jafnframt lagt til að framtalsskyldan haldist. Framtalsskyldan er nauðsynleg þar sem eignir eða skuldir manna skipta m.a. máli við útreikning vaxtabóta, fyrninga og söluhagnaðar. Þá er réttur til húsaleigubóta háður eignum og skuldum bótaþega. Breytingar á VII. kafla taka því mið af því að einungis er verið að afnema skattlagningu eigna en ekki framtalsskyldu.
    Í 72. gr. laganna er mælt fyrir um hvað séu skattskyldar eignir. Lagt er til að í stað orðanna „Til skattskyldra eigna skal telja“ komi orðin „Framtalsskyldar eignir eru“. Jafnframt er lagt til að fyrirsögn greinarinnar breytist til samræmis við efnisinnihald hennar.

Um 12. gr.


    Í 73. gr. laganna kemur fram hvernig eignir skuli metnar til verðs. Í samræmi við þá fyrirætlun að afnema eignarskatt en viðhalda framtalsskyldu er í þessari frumvarpsgrein lagt til að í stað orðisins „skattskyldra“ komi orðið „framtalsskyldra“.

Um 13. gr.


    Í 75. gr. laganna er mælt fyrir um hvaða skuldir megi draga frá eignum svo finna megi eignarskattsstofn. Í frumvarpsgreininni er lögð til aðlögun að þeim breytingum sem fram koma í frumvarpinu um afnám eignarskatts. Áfram verða að vera til staðar ákvæði um hvað megi telja til skulda aðila og er lagt til að frumvarpsgreininni verði breytt í þá veru.

Um 14. gr.


    Í 76. gr. laganna er mælt fyrir um hvað megi draga frá eignum svo að finna megi eignarskattsstofn lögaðila. Í ljósi þess að í frumvarpi þessu er lagt til að eignarskattur verði afnumin, er lagt til að greinin verði felld brott.

Um 15. gr.


    Í þessari frumvarpsgrein er mælt fyrir um brottfall 77. gr. laganna. Með afnámi eignarskatts er ofaukið ákvæði 77. gr. sem mælir fyrir um hvaða eignir séu frádráttarbærar frá skattskyldum eignum og undir hvaða skilyrðum.

Um 16. gr.


    Í 78. gr. laganna er kveðið á um tímaviðmiðun eignarskattsstofns. Vegna áforma um afnám eignarskatts er lagt til að í stað orðanna „Eignarskatt skal miða við eignarskattsstofn í árslok“ í 1. málsl. greinarinnar komi ákvæði um að framtalsskyldar eignir og skuldir skuli miða við eignir og skuldir skattaðila í árslok. Einnig er lagt til að fyrirsögn greinarinnar breytist í samræmi við þetta og kveði á um tímaviðmiðun framtalsskyldu.
    Tekið skal fram að þeir sem með leyfi skattstjóra nota annað reikningsár en almanaksár mega telja fram eignir sínar í lok þess reikningsárs síns sem er næst á undan álagningu eignarskatts.

Um 17. gr.


    Í þessari frumvarpsgrein er mælt fyrir um brottfall 79. gr. laganna. Með afnámi eignarskatts er ofaukið ákvæði 79. gr. sem segir hvernig finna skuli eignarskattstofn.

Um 18. gr.


    Í 80. gr. laganna er mælt fyrir um hvernig fara eigi með eignarskattsálagningu hjóna og karls og konu sem búa saman í óvígðri sambúð. Lagt er til að áfram verði kveðið á um að karl og kona sem fengið hafa heimild til samsköttunar skv. 3. mgr. 62. gr. laganna skuli telja saman eignir og skuldir. Þótt orðalag sé breytt er ekki um efnisbreytingu að ræða. Í núgildandi ákvæði er samsköttunarheimildin í 3. mgr. 62. gr. laganna endurtekin í 80. gr. og hefur það valdið þeim misskilningi að um tvær sjálfstæðar heimildir væri að ræða. Svo er ekki. Hafi karl og kona óskað samsköttunar þá gildir það bæði um tekjuskatt og eignarskatt, en ekki þannig að unnt sé að óska annað hvort eftir samsköttun á tekjuskatti eða samsköttun á eignum.
    Ekki hefur verið kveðið á um í VII. kafla laganna að aðilar í staðfestri samvist skuli njóta sömu réttinda og hjón, þó að svo hafi verið í reynd, sbr. 2. málsl. 5. gr. laga nr. 87/1996, um staðfesta samvist. Hér er því ekki um efnislega breytingu frá gildandi rétti að ræða heldur einungis verið að árétta ákvæði laga um staðfesta samvist með sérstöku ákvæði þar að lútandi. Er þetta ekki hvað síst gert í þeim tilgangi að lestur laga um tekjuskatt gefi sem besta mynd af rétti og skyldum manna í skattalegu tilliti.
    Við afnám eignarskatts er ljóst að ákvæði 2. og 3. mgr. greinarinnar verða óþarfar.

Um 19. gr.


    Í 1. málsl. 1. mgr. 81. gr. er kveðið á um hjá hverjum eignir barns undir 16 ára aldri skuli teljast. Í 2. málsl. er vísað í 77. gr. laganna, en með afnámi þeirrar greinar er lagt til að tilvísun þessi falli brott.
    Í 2. mgr. 81. gr. laganna er kveðið á um að skattstjóri megi taka til greina umsókn framfæranda barns um að eignir barns, sem misst hefur báða foreldra sína og hefur ekki verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá barninu sjálfu í samræmi við ákvæði 82. gr. Sama á við ef barn hefur misst annað foreldri sitt. Ljóst er að með afnámi eignarskatts er grundvöllur þessarar heimildar skattstjóra brostinn og ber að afnema ákvæðið. Hér skal tekið fram að gert er ráð fyrir í frumvarpi þessu að síðasta álagning eignarskatts eigi sér stað á árinu 2005 vegna eigna og skulda í árslok 2004. Skattstjóri má því vegna þessa taka til greina umsókn sem greinir í núgildandi 2. mgr. 81. gr. laganna.

Um 20. gr.


    Í 82. og 83. gr. laganna er kveðið á um fríeignarmark nettóeignar við álagningu eignarskatts. Þetta ákvæði frumvarpsins er í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2005.

Um 21. gr.


    Fyrirsögn VII. kafla er Eignarskattur en lagt er til að tekin verði upp fyrirsögnin Eignir og skuldir.

Um 22. gr.


    Í 1. málsl. 85. gr. laganna er kveðið á um að tekju- og eignarskattur skuli ákveðinn af skattstjórum. Hér er til samræmis við það markmið frumvarpsins að afnema eignarskatt lagt til að kveðið verði á um það í 85. gr. að verkefni skattstjóra verði það að ákveða tekjuskatt.

Um 23. gr.


    Í 95. gr. er kveðið á um álagningu tekju- og eignarskatts, en skattstjórar fara með álagningarvaldið. Lagt er til að færa greinina til samræmis við þá tillögu að afnema eignarskatt, þannig að kveðið verði á um að skattstjórar leggi á tekjuskatt og skuli, telji skattaðili ekki fram, áætla tekjur hans.

Um 24. gr.


    Í 97. gr. laganna er fjallað um tímafresti endurákvörðunar álagningar. Í frumvarpsákvæðinu er lagt til að nýrri málsgrein verði bætt við 97. gr. laganna þar sem heimildir skattyfirvalda til endurákvörðunar skatts þegar skattskil aðila hafa verið til rannsóknar við embætti skattrannsóknarstjóra eða ríkislögreglustjóra eru ekki eins að því er varðar virðisaukaskatt og tekju- og eignarskatt. Hér er lagt til að ákvæði tekjuskattslaga verði samræmd sambærilegum ákvæðum í lögum um virðisaukaskatt. Þegar skattrannsóknarstjóri ríkisins hefur haft mál til rannsóknar sem sakir umfangs hafa tekið mikinn tíma, hefur það valdið óvissu að einstakir þættir málsins eru háðir ólíkum fyrningarákvæðum vegna endurupptöku. Í 110. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, 31. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, 20. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, og 41. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er mælt fyrir um að sök vegna brota á lögunum fyrnist á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum skattrannsóknarstjóra ríkisins eða Rannsóknarlögreglu ríkisins, enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar. Í samræmi við þessar fyrningarreglur er mælt fyrir um það í 5. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, að heimild til endurákvörðunar virðisaukaskatts nái til skatts síðustu sex áranna sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram. Sama gildir um endurákvörðun á áður ofendurgreiddum skatti. Enn fremur segir í 5. mgr. 26. gr. laganna að fari fram rannsókn við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins eða hjá ríkislögreglustjóra á skattskilum aðila reiknast heimild til endurákvörðunar frá byrjun þess árs þegar rannsókn hófst.
    Það hlýtur að teljast eðlilegt að mál aðila sem skotið hefur tekjum undan skattlagningu og sætir opinberri rannsókn vegna þessa, ónýtist ekki vegna fyrningarreglna sem ætlað er að taka á allt öðrum málum. Með þessari lagabreytingu er lagt til að þetta misræmi á milli laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, og laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, verði afnumið.

Um 25. gr.


    Með 15. gr. laga nr. 149/2000, um breyting á lögum nr. 75/1981, var gerð breyting á 93. gr. laganna, sbr. nú 93. gr. laga nr. 90/2003, varðandi skilafresti framtala og tímasetningu álagningar. Í athugasemdum við þá breytingu var bent á að gert sé ráð fyrir að sérstakir frestir verði ákveðnir fyrir lögaðila sem hafa annað reikningsár en almanaksárið þannig að álagning á þá fari fram að liðnum jafnlöngum tíma frá lokum reikningsárs og hjá öðrum félögum. Álagning á þessa lögaðila dreifist því á árið en fylgir ekki í tíma almennri álagningu á lögaðila. Að þeim sökum er með því ákvæði sem hér er lagt til gert ráð fyrir að álagning á umrædda lögaðila verði birt í næstu álagningarskrá eftir álagningu á þá og í næstu skattskrá eftir lok kærumeðferðar vegna þeirrar álagningar. Þá er lagt til að tilkynning um álagningu send umræddum lögaðilum með ábyrgðarbréfi jafngildi í þeirra tilvikum auglýsingu í Lögbirtingarblaði um lok álagningar.
    Í 2. mgr. 98. gr. laganna er kveðið á um að þegar álagningu skatta er lokið og kærumeðferð, sbr. 99. gr., skulu skattstjórar semja og leggja fram skattskrá fyrir hvert sveitarfélag í umdæminu en í henni skal m.a. tilgreina álagðan tekjuskatt og eignarskatt hvers gjaldanda. Hér er lögð til breyting til samræmis við áform um afnám eignarskatts frá 31. desember 2005.

Um 26. gr.


    Samkvæmt 109. gr. laganna skal skattskyldur maður greiða fésekt skýri hann af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju því sem máli skiptir um tekjuskatt sinn eða eignarskatt. Hér er lagt til að orðin „eða eignarskatt“ verði felld brott til samræmis við önnur ákvæði frumvarpsins.


Um 27. gr.


    Í 112. gr. laganna er fjallað um gjalddaga tekju- og eignarskatts. Til samræmis við þá fyrirætlan að afnema eignarskatt er lögð til orðalagsbreyting á 1. málsl. 1. mgr. greinarinnar. Einnig er lagt til að samsvarandi breyting verði gerð á 7. mgr. greinarinnar, sem fjallar um erlenda ríkisborgara og ríkisfangslausa menn.

Um 28. gr.


    Um er að ræða breytingu á 113. gr. laganna til samræmis við þau áform að afnema eignarskatt, en greinin fjallar um áfrýjun skattákvörðunar.

Um 29. gr.


    Í 119. gr. er kveðið á um heimildir ríkisstjórnarinnar til að gera samninga til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir. Eins og 1. mgr. 119. gr. laganna er orðuð í dag má álykta að til túlkunarvandkvæða geti komið á heimild ríkisstjórnarinnar. Því er lagt til að orða ákvæðið með þeim hætti sem fram kemur í frumvarpsákvæðinu.
    Í 5. mgr. greinarinnar er kveðið á um að skattstjóri geti tekið afstöðu til umsóknar skattaðila um lækkun álagðra skatta vegna tvísköttunar tekna og eigna. Lagt er til að breyta ákvæði þessu til samræmis við afnám eignarskatts, þannig að orðin „og eignir“, „og eignum“ og „og eignarskatt“ verði felld brott.

Um 30. gr.


    Til samræmis við þá fyrirætlun að afnema eignarskatt er lagt til að heiti laganna verði Lög um tekjuskatt.

Um 31. gr.


    Í þeirri fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að lækka tekjuskattshlutfall einstaklinga um 4% verður farin sú leið að lækka það um 1% vegna tekna á árinu 2005, um 1% vegna tekna á árinu 2006 og aftur um 2% vegna tekna á árinu 2007. Til að ná þessu fram er farin sú leið að lækka tekjuskattshlutfall einstaklinga í 66. gr. laganna um 4% en setja ákvæði til bráðabirgða um að við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skuli tekjuskattur reiknast 24,75% af tekjuskattsstofni. Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skuli tekjuskattur reiknast 23,75% af tekjuskattsstofni. Við staðgreiðslu á árinu 2007 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2008 vegna tekna ársins 2007 skuli tekjuskattur síðan reiknast 21,75%.
    Eins og segir í umfjöllun um 9. gr. frumvarpsins er lögð til 3% hækkun á persónuafslætti. Í þessu tilfelli er um að ræða frítekjumörk tekna hjá börnum undir 16 ára aldri. Lagt er til að kveðið verið á um hækkun á þeim þrjú ár fram í tímann, þannig að viðmiðunarfjárhæðir hækki um 3% vegna tekna á árinu 2005, um 2,5% vegna tekna á árinu 2006 og um 2,25% vegna tekna á árinu 2007. Til þess að ná þessu fram verður í grundvallaratriðum farin sama leið og varðandi tekjuskattshlutfall, sbr. 1. mgr.
    Í b-lið (bráðabirgðaákvæði XIII) er fjallað um fjárhæð persónuafsláttar þrjú ár fram í tímann. Í 9. gr. frumvarps þessa er fjárhæð persónuafsláttar í 67. gr. laganna hækkuð úr gildandi fjárhæð í þá fjárhæð sem persónuafslátturinn á að vera við staðgreiðslu á árinu 2007 og álagningu tekjuskatts á árinu 2008 vegna tekna ársins 2007. Í þessu bráðabirgðaákvæði er hins vegar kveðið á um hver fjárhæðin á að vera við staðgreiðslu á árinu 2005 og álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 annars vegar og hins vegar hver fjárhæðin á að vera við staðgreiðslu á árinu 2006 og álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006.
    Í c-lið (bráðabirgðaákvæði XIV) koma fram viðmiðunarfjárhæðir tekjutengdra og ótekjutengdra barnabóta eins og þær verða við ákvörðun þeirra á árunum 2005 og 2006.
    Með d-lið (bráðabirgðaákvæði XV) er lagt til að vaxtabætur vegna vaxtagjalda á árinu 2004 skuli vera 95% af útreiknuðum vaxtabótum skv. B-lið 68. gr. laganna. Ákvæðið verður því að öðlast gildi á árinu 2004 og er kveðið á um það í gildistökuákvæði frumvarpsins. Hámark hlutfalls vaxtagjalda af skuldum til útreiknings vaxtabóta á árinu 2005 er 5,5%, en í frumvarpi þessu er gerð tillaga um að hlutfall þetta verði lækkað í 5% frá og með 1. janúar 2005. Sú lækkun tekur hins vegar eingöngu til vaxtagjalda vegna ársins 2005 af skuldum til útreiknings vaxtabóta á árinu 2006.

Um 32.–144. gr.


    Með greinunum er fyrst og fremst lögð til hreinsun á þeim lögum þar sem vísað er til eignarskatts. Er það til samræmis við það að heiti laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, breytist í lög um tekjuskatt, verði frumvarp þetta að lögum.
    Í 5. gr. laga nr. 65/1982, um skattskyldu lánastofnana, er kveðið á um að innlánsstofnanir með lægri heildarinnlán en tæplega 558 millj. kr. séu undanþegnar skattgreiðslum samkvæmt þeim lögum. Með tilliti til jafnræðissjónarmiða er lagt til að ákvæði þetta verði fellt úr gildi og er mælt fyrir um það í 45. gr. frumvarps þessa.
    Í 53. gr. frumvarpsins er lagt til að tilvísanir til reglna ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald í 6. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, verði leiðréttar með vísun til þess að það er fjármálaráðherra sem setur þessar reglur.
    Í 89. gr. þessa frumvarps er lagt til að tilvísun til ákvæða laga nr. 90/2003 um verðbólguleiðréttingu verði felld brott úr lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, og að fjárhæðir verði miðaðar við framreikning í árslok 2001.

Um 145. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um gildistöku einstakra ákvæða frumvarpsins og hvenær gert sé ráð fyrir að þau komi til framkvæmda.
    Gert er ráð fyrir að skatthlutfalli einstaklinga, frítekjumarki barna og persónuafslætti manna verði breytt í áföngum. Koma breytingarnar fyrst til framkvæmda við álagningu á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 og við staðgreiðslu á árinu 2005. Er gert er ráð fyrir að breytingarnar verði að fullu komnar til framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 2007, sbr. ákvæði til bráðabirgða í 31. gr. frumvarpsins. Skatthlutfall, persónuafsláttur manna, sjómannaafsláttur og frítekjumark barna verður óbreytt frá þessu ári við álagningu á árinu 2005. Gert er ráð fyrir að 3% hækkun sjómannaafsláttar komi til framkvæmda við álagningu tekna á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 og við staðgreiðslu á því ári.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á viðmiðunarfjárhæðum barnabóta. Gert er ráð fyrir að þær komi til framkvæmda í áföngum á álagningarárunum 2006 og 2007, sbr. ákvæði til bráðabirgða í 31. gr. Þá er gert ráð fyrir að ákvæði d-liðar 10. gr. sem varðar hlutfall vaxtagjalda af skuldum til útreiknings vaxtabóta komi til framkvæmda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2006.
    Í frumvarpinu er lagt til að eignarskattur einstaklinga og lögaðila verði afnuminn frá 31. desember 2005. Koma ákvæðin því fyrst til framkvæmda við álagningu á árinu 2006. Eignarskattur verður samkvæmt þessu lagður á í síðasta skipti á árinu 2005, en eftir það verða eignir og skuldir einungis framtalsskyldar. Ákvæðum laga nr. 90/2003 um álagningu og endurákvörðun eignarskatts er ætlað að halda gildi sínu varðandi skattskyldu eigna til ársloka 2004 og taka til álagningar á árinu 2005, sbr. 98. gr. laganna, og eftir atvikum endurákvörðunar eignarskatts vegna álagningar á árinu 2005 og á fyrri árum. Á það einnig við um álagningu eignarskatts þeirra lögaðila sem ljúka reikningsári sínu innan ársins. Afnám eignarskatts miðast því við að ákvæði þar að lútandi taki gildi 31. desember 2005.Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003,
um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og fleiri lögum.

    Í frumvarpi þessu er að finna tillögur um lækkun tekjuskatts og afnám eignarskatts á grundvelli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og fleiri atriði sem byggt er á í forsendum tekjuáætlunar fjárlagafrumvarps fyrir árið 2005. Samkvæmt frumvarpinu er í fyrsta lagi gert ráð fyrir að tekjuskattsprósenta einstaklinga lækki 1. janúar 2005 um 1%, 1. janúar 2006 um 1%, 1. janúar 2007 um 2% eða alls um 4%. Á sama tímabili er gert ráð fyrir að persónuafsláttur hækki úr 329.952 kr. í 356.180 kr. eða alls um tæplega 8%. Þar sem persónuafslátturinn hækkar á sama tíma og skattprósentan lækkar mun greiddur tekjuskattur lækka talsvert meira hlutfallslega en sem nemur breytingunni á prósentunni. Aðrar viðmiðunarfjárhæðir hækka almennt um 3% á árinu 2005. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga verði nálægt 16 milljörðum króna lægri að teknu tilliti til veltuáhrifa þegar þessar ráðstafanir verða komnar að fullu til framkvæmda. Þar af eru áætluð áhrif á tekjur ríkissjóðs á næsta ári um 4 milljarðar króna.
    Í öðru lagi gerir frumvarpið ráð fyrir að eignarskattur einstaklinga og lögaðila falli niður frá og með 31. desember 2005. Miðað við áætlun fjárlagafrumvarps 2005 má reikna með að tekjur ríkissjóðs verði um 3,7 milljörðum króna lægri en ella í kjölfar þessarar breytingar. Hún hefur hins vegar ekki áhrif á tekjur ríkissjóðs fyrir en á árinu 2006.
    Í þriðja lagi er í frumvarpi þessu að finna tillögur um verulegar breytingar á barnabótakerfinu í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukinn stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta. Áætlaður kostnaður ríkissjóðs af þeim breytingum er talinn verða um 2,4 milljarðar króna þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda á árinu 2007. Þar af eru áætluð áhrif á útgjöld ársins 2006 um 1,2 milljarðar króna.
    Í fjórða lagi er lögð til tvíþætt breyting á ákvæðum um vaxtabætur. Annars vegar er lagt til að hlutfall vaxtagjalda af skuldum til útreiknings á vaxtabótum lækki úr 5,5% í 5% og sú breyting komi til framkvæmda á árinu 2006. Hins vegar er gert ráð fyrir að greiddar vaxtabætur verði 95% af útreiknuðum vaxtabótum við álagningu á árinu 2005 vegna vaxtagjalda á árinu 2004. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005 er reiknað með að síðari breytingin lækki útgjöld ríkissjóðs vegna greiðslu vaxtabóta um allt að 300 m.kr.
    Þegar allt er lagt saman má reikna með, lauslega áætlað, að heildartekjur ríkissjóðs lækki um tæplega 20 milljarða króna á ársgrundvelli þegar þessar breytingar verða að fullu komnar til framkvæmda á árinu 2007. Á sama tímabili munu útgjöldin hækka um liðlega 2 milljarða króna vegna breytinga á barnabótum og vaxtabótum. Allt bendir til þess að áhrif þessara breytinga á útgjöld skattkerfisins verði óveruleg. Þannig má reikna með nokkrum sparnaði þegar til lengra tíma er litið vegna afnáms eignarskatts en á móti vegur fjölgun þeirra sem njóta barnabóta.