Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 442  —  1. mál.
Breytingartillagavið frv. til fjárlaga fyrir árið 2005.

Frá Steingrími J. Sigfússyni, Þuríði Backman, Kolbrúnu Halldórsdóttur,
Jóni Bjarnasyni og Álfheiði Ingadóttur.


Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breyting á sundurliðun 1:
        Við II Aðrar rekstrartekjur
        8.2.2 Arðgreiðslur frá öðrum opinberum stofnunum          3.227,0     -1.000,0     2.227,0

Greinargerð.


    Breytingartillaga þessi er lögð fram til að tryggja fjármagn til átaks í fjarskiptamálum á landsbyggðinni. Lagt er til að lækka arðgreiðslu Landssímans um 1 milljarð kr. og nota þá fjármuni ríkissjóðs í átakið. Bætt fjarskipti á landsbyggðinni eru mikilvæg byggðaaðgerð og hefur þeim málum engan veginn verið nægilega sinnt af núverandi ríkisstjórn. Því er mikilvægt að eyrnamerkja verkefninu fjármagn nú við fjárlagagerðina. Mikilvægast er að klára uppbyggingu GSM-dreifikerfisins um allt land, sem og uppbyggingu hraðvirks gagnaflutningskerfis er nær til allra landsmanna. Má í þessu sambandi benda á tillögur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um breiðbandsvæðingu landsins frá 128. löggjafarþingi og fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um aðgang allra landsmanna að GSM-farsímakerfinu.