Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 443  —  1. mál.
Breytingartillagavið frv. til fjárlaga fyrir árið 2005.

Frá Steingrími J. Sigfússyni, Þuríði Backman, Kolbrúnu Halldórsdóttur,
Jóni Bjarnasyni og Álfheiði Ingadóttur.


Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 1:
        Við I Skatttekjur
         a. 1.1.1.5    Sérstakur tekjuskattur          1.200,0      600,0     1.800,0
         b. 1.1.5.1    Skattur á fjármagnstekjur einstaklinga          7.800,0      3.200,0     11.000,0

Greinargerð.


    Hér er miðað við að sérstakur tekjuskattur, öðru nafni hátekjuskattur, verði hækkaður í 6% og hlutfall fjármagnstekjuskatts hækki úr 10% í 18% en jafnframt verði sett skattleysismörk við 120 þús. kr. fjármagnstekjur einstaklinga á ári. Gera má ráð fyrir að við það verði rúm 90% einstaklinga og ríflega 70% hjóna sem nú greiða fjármagnstekjuskatt sem verði undanþegin skattinum. Þótt hlutfallið sé hátt er fyrst og fremst um að ræða smásparnað almennings sem hefur tekjur sínar yfirleitt af launavinnu. Ætla má að fjármagnstekjur séu meira en helmingur af tekjum þeirra 5% framteljenda sem hæstar tekjur hafa í þjóðfélaginu. Þessir aðilar greiða lægra hlutfall af tekjum sínum til samfélagsins en launafólk gerir. Að öðru leyti vísast til fyrirliggjandi frumvarps þingmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, 7. máls á þskj. 7, um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt.