Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 455  —  1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2005.

Frá Þuríði Backman.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    1.     Við 08-373 Landspítali – háskólasjúkrahús
         1.01     Landspítali – háskólasjúkrahús          27.194,0     600,0     27.794,0
          Greitt úr ríkissjóði          26.020,0     600,0     26.620,0
    2.     Við 08-401 Hjúkrunarheimili, almennt
         1.01 Hjúkrunarheimili almennt          164,5     150,0     314,5
    3.     Við 08-500 Heilsugæslustöðvar, almennt
         1.10 Heilsugæslustöðvar, almennt          512,2     40,0     552,2
    4.     Við 08-777 Heilbrigðisstofnun Austurlands
         a. 1.01 Heilsugæslusvið          530,9     75,0     605,9
         b. 1.11 Sjúkrasvið          576,9     50,0     626,9
         c. 1.21 Hjúkrunarrými          281,0     25,0     306,0

Greinargerð.


    Samkvæmt bréfi stjórnarnefndar og framkvæmdastjórnar Landspítala – háskólasjúkrahúss til heilbrigðis- og trygginganefndar og fjárlaganefndar þarf að draga rekstur LSH saman um 600 millj. kr. á næsta ári miðað við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2005. Hér er gerð tillaga um að LSH fái þessa fjármuni til að halda óskertri sinni mikilvægu starfsemi í þágu almennings.
    Jafnframt er lögð til 150 millj. kr. hækkun á almennu framlagi til hjúkrunarheimila sem ætluð er sérstaklega til að fjölga hjúkrunarrýmum.
    Þá er gerð tillaga um 40 millj. kr. hækkun á framlagi til að efla sálfræðiþjónustu, félagsráðgjöf og geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum en í frumvarpinu er gert ráð fyrir 42 millj. kr. framlagi til að efla geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslunnar.
    Loks er lögð til sérstök hækkun á framlögum til Heilbrigðisstofnunar Austurlands vegna nýtilkominnar fólksfjölgunar og tímabundins álags vegna fjölmennra vinnubúða í umdæmi stofnunarinnar, þannig er fjölgun vegna byggingarframkvæmda á Reyðarfirði áætluð um 1.800 manns næstkomandi vor.



Prentað upp.