Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 375. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 460  —  375. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „1.200 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 1.350 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „3.500 kr.“ í 2. og 3. tölul. 1. mgr. kemur: 3.900 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „100 kr.“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 150 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „11.500 kr.“ í 1., 2., 3. og 5. tölul. 2. mgr. kemur: 12.700 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „3.500 kr.“ í 4. tölul. 2. mgr. kemur: 3.900 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „5.700 kr.“ í 3. mgr. kemur: 6.300 kr.

2. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „3.500 kr.“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 3.900 kr.

3. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „3.500 kr.“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: 3.900 kr.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „3.500 kr.“ í 1. mgr. kemur: 3.900 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „11.500 kr.“ í 1. mgr. kemur: 12.700 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „5.700 kr.“ í 3. mgr. kemur: 6.300 kr.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „10.300 kr.“ í 1. mgr. kemur: 11.350 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „35.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 38.500 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „3.500 kr.“ í 1. mgr. kemur: 3.900 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „11.500 kr.“ í 1. mgr. kemur: 12.700 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „17.200 kr.“ í 2. mgr. kemur: 18.900 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „5.700 kr.“ í 2. mgr. kemur: 6.300 kr.

6. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „5.700 kr.“ í 6. gr. laganna kemur: 6.300 kr.

7. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „1.200 kr.“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: 1.350 kr.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „1.200 kr.“ í 1. mgr. kemur: 1.350 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „2.300 kr.“ í 2. mgr. kemur: 2.550 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „3.500 kr.“ í 3. mgr. kemur: 3.900 kr.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 5.500 kr.
     b.      22. tölul. 1. mgr. orðast svo: Leyfi til verkfræðinga, tæknifræðinga, arkitekta (húsameistara), byggingafræðinga, húsgagna- og innanhússarkitekta (húsgagna- og innanhússhönnuða), iðnfræðinga, landslagsarkitekta (landslagshönnuða), skipulagsfræðinga, raffræðinga og tölvunarfræðinga.
     c.      Á eftir 25. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður sem orðast svo: Leyfi til niðurjöfnunar sjótjóns.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 1.100 kr.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      1. tölul. fellur brott.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „100.000 kr.“ í 2., 3., 4. og 6. tölul. kemur: 110.000 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „50.000 kr.“ í 7. tölul. kemur: 55.000 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „100.000 kr.“ í 8. tölul. a kemur: 110.000 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „50.000 kr.“ í 8. tölul. b kemur: 55.000 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „50.000 kr.“ í 9. tölul. kemur: 55.000 kr.
     g.      Í stað fjárhæðarinnar „100.000 kr.“ í 10.–13. tölul. kemur: 110.000 kr.
     h.      Í stað fjárhæðarinnar „50.000 kr.“ í 14., 17. og 20. tölul. kemur: 55.000 kr.
     i.      Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í 15. tölul. kemur: 11.000 kr.
     j.      Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 18. tölul. kemur: 5.500 kr.
     k.      Í stað fjárhæðarinnar „20.000 kr.“ í 21. tölul. kemur: 22.000 kr.
     l.      Í stað fjárhæðarinnar „15.000 kr.“ í 22. tölul. kemur: 16.500 kr.
     m.      Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 23. og 24. tölul. kemur: 3.300 kr.
     n.      Í stað fjárhæðarinnar „100.000 kr.“ í 27., 35. og 36. tölul. kemur: 110.000 kr.
     o.      Í stað fjárhæðarinnar „15.000 kr.“ í 28. tölul. kemur: 16.500 kr.
     p.      Í stað fjárhæðarinnar „30.000 kr.“ í 29. tölul. kemur: 33.000 kr.
     q.      Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 30. tölul. kemur: 5.500 kr.
     r.      Í stað fjárhæðarinnar „50.000 kr.“ í 31. tölul. kemur: 55.000 kr.
     s.      Í stað fjárhæðarinnar „100.000 kr.“ í 32. tölul. a kemur: 110.000 kr.
     t.      Í stað fjárhæðarinnar „300.000 kr.“ í 32. tölul. b kemur: 330.000 kr.
     u.      Í stað fjárhæðarinnar „25.000 kr.“ í 33. og 34. tölul. kemur: 27.500 kr.
     v.      37. og 38. tölul. falla brott.
     w.      Í stað fjárhæðarinnar „80.000 kr.“ í 39. tölul. kemur: 88.000 kr.
     x.      Í stað fjárhæðarinnar „96.000 kr.“ í 40. tölul. a kemur: 106.000 kr.
     y.      Í stað fjárhæðarinnar „160.000 kr.“ í 40. tölul. b kemur: 176.000 kr.
     z.      Í stað fjárhæðarinnar „224.000 kr.“ í 40. tölul. c kemur: 246.000 kr.
     aa.      Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 41. tölul. a kemur: 3.300 kr.
     bb.      Í stað fjárhæðarinnar „22.000 kr.“ í 41. tölul. b kemur: 24.200 kr.
     cc.      Í stað fjárhæðarinnar „44.000 kr.“ í 41. tölul. c kemur: 48.400 kr.
     dd.      Í stað fjárhæðarinnar „66.000 kr.“ í 41. tölul. d kemur: 72.600 kr.
     ee.      Í stað fjárhæðarinnar „110.000 kr.“ í 41. tölul. e kemur: 121.000 kr.
     ff.      Í stað fjárhæðarinnar „50.000 kr.“ í 43. tölul. a kemur: 55.000 kr.
     gg.      Í stað fjárhæðarinnar „30.000 kr.“ í 43. tölul. b kemur: 33.000 kr.
     hh.      Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í 43. tölul. c kemur: 11.000 kr.
     ii.      Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 45.–49. tölul. kemur: 5.500 kr.
     jj.      Í stað fjárhæðarinnar „1.200 kr.“ í 50. tölul. kemur: 1.350 kr.
     kk.      Í stað fjárhæðarinnar „25.000 kr.“ í 51. tölul. a kemur: 27.500 kr.
     ll.      Í stað fjárhæðarinnar „2.500 kr.“ í 51. tölul. b kemur: 2.750 kr.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 1. og 3. tölul. kemur: 3.300 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 2. tölul. kemur: 5.500 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „25.000 kr.“ í 4. tölul. kemur: 27.500 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „15.000 kr.“ í 5. tölul. kemur: 16.500 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 6. og 7. tölul og 10.–16. tölul. kemur: 3.300 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „6.000 kr.“ í 8. og 9. tölul. kemur: 6.600 kr.
     g.      Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 17. og 18. tölul. kemur: 5.500 kr.

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „150.000 kr.“ í 1. tölul. kemur: 165.000 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „75.000 kr.“ í 2. tölul. kemur: 82.500 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „50.000 kr.“ í 3. tölul. kemur: 165.000 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „40.000 kr.“ í 4. tölul. kemur: 44.000 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „50.000 kr.“ í 5. tölul. kemur: 55.000 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 6. tölul. kemur: 5.500 kr.
     g.      Í stað fjárhæðarinnar „75.000 kr.“ í 7. tölul. kemur: 82.500 kr.
     h.      Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 8. tölul. kemur: 1.100 kr.
     i.      Í stað fjárhæðarinnar „60.000 kr.“ í 9. tölul. kemur: 66.000 kr.
     j.      Í stað fjárhæðarinnar „30.000 kr.“ í 10. tölul. kemur: 33.000 kr.
     k.      Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 11. tölul. kemur: 5.500 kr.
     l.      Í stað fjárhæðarinnar „4.000 kr.“ í 12. tölul. kemur: 4.400 kr.
     m.      Í stað fjárhæðarinnar „500 kr.“ í 13. tölul. kemur: 550 kr.
     n.      Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í 14. og 15. tölul. kemur: 11.000 kr.

13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „4.600 kr.“ í 1. tölul. a kemur: 5.100 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „9.200 kr.“ í 1. tölul. b kemur: 10.100 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „2.300 kr.“ í 1. tölul. c kemur: 2.550 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „1.700 kr.“ í 2. tölul. a kemur: 1.900 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „3.400 kr.“ í 2. tölul. b kemur: 3.750 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „850 kr.“ í 2. tölul. c kemur: 950 kr.
     g.      Í stað fjárhæðarinnar „4.600 kr.“ í 3. tölul. a kemur: 5.100 kr.
     h.      Í stað fjárhæðarinnar „9.200 kr.“ í 3. tölul. b kemur: 10.100 kr.
     i.      Í stað fjárhæðarinnar „1.700 kr.“ í 3. tölul. c kemur: 1.900 kr.
     j.      Í stað fjárhæðarinnar „3.400 kr.“ í 3. tölul. d kemur: 3.750 kr.
     k.      Í stað fjárhæðarinnar „2.800 kr.“ í 4. tölul. a kemur: 3.100 kr.
     l.      Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í 4. tölul. b kemur: 2.200 kr.
     m.      Í stað fjárhæðarinnar „800 kr.“ í 5. og 6. tölul. kemur: 3.000 kr.
     n.      Í stað fjárhæðarinnar „1.800 kr.“ í 7. tölul. kemur: 3.000 kr.
     o.      8. tölul. orðast svo: Almenn vegabréfsáritun (hámark til 90 daga) 3.000 kr.
     p.      Í stað fjárhæðarinnar „4.000 kr.“ í 9. og 10. tölul. kemur: 3.000 kr.
     q.      Í stað fjárhæðarinnar „2.400 kr.“ í 10.–12. tölul. kemur: 3.000 kr.
     r.      Í stað fjárhæðarinnar „800 kr.“ í 13. tölul. kemur: 3.000 kr.
     s.      Í stað fjárhæðarinnar „80 kr.“ í 13. tölul. kemur: 90 kr.
     t.      14. og 15. tölul. falla brott.
     u.      Í stað fjárhæðarinnar „4.600 kr.“ í 16. tölul. kemur: 5.100 kr.
     v.      Í stað fjárhæðarinnar „2.800 kr.“ í 17. tölul. kemur: 3.100 kr.
     w.      Í stað fjárhæðarinnar „2.300 kr.“ í 18. og 19. tölul. kemur: 2.550 kr.
     x.      Í stað fjárhæðarinnar „1.200 kr.“ í 20.–22. tölul. kemur: 1.350 kr.
     y.      Í stað fjárhæðarinnar „900 kr.“ í 23. tölul. kemur: 1.000 kr.
     z.      Í stað fjárhæðarinnar „1.200 kr.“ í 24. tölul. kemur: 1.350 kr.
     aa.      Í stað fjárhæðarinnar „500 kr.“ í 25. tölul. kemur: 550 kr.
     bb.      Í stað fjárhæðarinnar „4.000 kr.“ í 26. tölul. kemur: 4.400 kr.
     cc.      Í stað fjárhæðarinnar „1.200 kr.“ í 27. tölul. kemur: 1.350 kr.
     dd.      Í stað fjárhæðarinnar „3.500 kr.“ í 28. tölul. kemur: 3.900 kr.
     ee.      Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í 29. tölul. kemur: 2.200 kr.
     ff.      Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 30. tölul. kemur: 1.100 kr.
     gg.      Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 31. tölul. kemur: 5.500 kr.

14. gr.

    Við VIII. kafla laganna, Ýmis vottorð og leyfi, bætist ný grein, 14. gr. a, er orðast svo: Greiða skal 1.500 kr. fyrir númeraplötur á bifreiðar.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 1. tölul. kemur: 3.300 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „3.500 kr.“ í 2. tölul. kemur: 3.900 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 3. tölul. kemur: 5.500 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í 4. tölul. kemur: 11.000 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 5. tölul. a kemur: 3.300 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „7.500 kr.“ í 5. tölul. b kemur: 8.300 kr.
     g.      Í stað fjárhæðarinnar „37.500 kr.“ í 5. tölul. c kemur: 41.500 kr.

16. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna verður svohljóðandi: Fyrir að afgreiða útlend fiskiskip sem koma hingað einvörðungu vegna fiskveiða, fraktskip og íslensk fiskiskip sem koma frá útlöndum og fyrir að láta af hendi þau skilríki er skipin eiga að fá hér á landi skal greiða 20 kr. af hverju nettótonni skipsins.

17. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „100 kr.“ í 1. mgr. kemur: 150 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 1.100 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „400 kr.“ í 1. tölul. 3. mgr. kemur: 450 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „350 kr.“ í 2. tölul. 3. mgr. kemur: 400 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 3. tölul. 3. mgr. kemur: 1.100 kr.

18. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í frumvarpi þessu er að finna tillögu að hækkun margvíslegra gjalda sem flest hver hafa haldist óbreytt að krónutölu frá árinu 1997 eða lengur. Lagt er til að gjöldin hækki um 10% að jafnaði, þó þannig að fjárhæð þeirra standi, eftir atvikum, á hálfu eða heilu hundraði. Til samanburðar má nefna að vísitala neysluverðs hefur hækkað um tæplega 34% frá árinu 1997 til áætlaðs meðalverðlags á mælikvarða neysluvísitölu fyrir árið 2005. Þessi hækkun er í takt við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarps fyrir árið 2005 og er talin skila um 200 millj. kr. á ársgrundvelli.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1.–8. gr.


    Um er að ræða hækkun á umræddum gjöldum í takt við forsendur fjárlagafrumvarps, sbr. almennar athugasemdir.

Um 9. gr.


    Um breytingar á fjárhæðum er vísað til almennra athugasemda við frumvarp þetta.
    Jafnframt er lögð til breyting á 22. tölul. þessarar greinar þannig að unnt sé að taka gjald fyrir löggildingu á starfsheiti tölvunarfræðinga eða breyttu nafni arkitekta á framangreindum sérsviðum vegna breytinga á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, með lögum nr. 4/2000 og 147/2002.
    Þá er lagt til að bætt verði við nýjum tölulið í 1. mgr. greinarinnar sem kveður á um að fyrir leyfi til niðurjöfnunar sjótjóns beri að greiða 5.000 kr., eins og fyrir önnur atvinnuréttindi og tengd réttindi. Þessi stétt manna sem annast niðurjöfnun sjótjóna hér á landi er fámenn og í hópinn bætist u.þ.b. einn nýr á 10–15 ára fresti. Störfin eru hins vegar mikilvæg og krefjast sérnáms og sérþekkingar. Eðlilegt þykir því að slíkir menn hljóti löggildingu til starfans, enda er kveðið á um löggildingu þeirra í lögum nr. 74/1938, um löggilta niðurjöfnunarmenn sjótjóns.

Um 10. gr.


    Um breytingar á fjárhæðum er vísað til almennra athugasemda við frumvarp þetta.
    Þá er lagt til að 37. og 38. tölul. falli brott. Skýring þess er sú að með fjarskiptalögum, nr. 81/2003, er sú breyting gerð að fjarskiptafyrirtæki þurfa ekki að sækja um sérstakt rekstrarleyfi til reksturs fjarskiptaþjónustu eða fjarskiptanets heldur er þeim eingöngu gert að tilkynna sig til Póst- og fjarskiptastofnunar og hafa þá almenna heimild til reksturs fjarskiptanets og fjarskiptaþjónustu án sérstakrar leyfisveitingar. Gjaldtökuheimildir í 37. og 38. tölul. 11. gr. laganna eru því óþarfar.

Um 11.–13. gr.


    Um breytingar á fjárhæðum er vísað til almennra athugasemda við frumvarp þetta.
    Jafnframt er lagt er til að gjald fyrir skráningu erlendra félaga, í 3. tölul. 13. gr. laganna, verði hækkað til samræmis við gjald fyrir skráningu hlutafélaga og samvinnufélaga. Gjaldið fyrir skráningu erlendra félaga er í dag 50.000 kr. en verður 165.000 kr. eftir breytingu. Rökin fyrir þessari samræmingu eru þau að sér vinna er af skráningu erlendra félaga, eins og t.d. Evrópufélaga (evrópskra hlutafélaga), og ekki minni en við skráningu innlendra hlutafélaga.
    Á grundvelli Schengen-samstarfsins hefur Ísland gengist undir skuldbindingar að því er varðar útgáfu vegabréfsáritana, en eins og kunnugt er gildir vegabréfsáritun til Íslands sem vegabréfsáritun á öllu Schengen-svæðinu. Reglur um útgáfu og gjaldtöku fyrir vegabréfsáritanir eru því samræmdar í öllum aðildarríkjum Schengen-samstarfsins. Nýverið var ákveðið að gera breytingar á gjaldtöku við umsókn um vegabréfsáritun sem felur í sér að fyrir allar útgáfur vegabréfsáritana skuli tekið sama gjald sem er samkvæmt þeirri ákvörðun 35 evrur sem nú eru um 3.000 íslenskar krónur. Með hliðsjón af framangreindum skuldbindingum er nauðsynlegt að gera breytingar á 5.–13. tölul. 14. gr. laganna og fella brott 14. og 15. tölul.

Um 14. gr.


    Á undanförnum árum hafa tekjur af framleiðslu og sölu númeraplatna á bifreiðar fjármagnað hluta af rekstrarkostnaði Fangelsismálastofnunar. Tekjurnar ráðast fyrst og fremst af fjölda nýskráninga á ári hverju og hafa því sveiflast töluvert milli ára í takt við bifreiðainnflutning. Fyrirkomulag þessarar tekjuöflunar hefur þannig valdið töluverðum sveiflum í afkomu Fangelsismálastofnunar á undanförnum árum og verið fremur óheppilegt.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þessu fyrirkomulagi verði breytt á þá leið að söluverð númeraplatna frá Fangelsismálastofnun til Umferðarstofu verði lækkað verulega þannig að tekjurnar verði ekki umfram tilkostnað við framleiðsluna. Með þessu móti má gera ráð fyrir að hlutdeild sértekna í fjármögnun Fangelsismálastofnunar lækki um 60 millj. kr. í fjárlögum. Beint framlag úr ríkissjóði verður þá hækkað í sama mæli til þess að afkoma stofnunarinnar haldist óbreytt. Til að mæta áhrifum af þessum auknu greiðslum úr ríkissjóði er lagt til að gerð verði breyting á lögunum og lagt á nýtt númeraplötugjald hjá Umferðarstofu sem renni í ríkissjóð. Kostnaðarverð númeraplatna verði þannig óbreytt hjá Umferðarstofu og þar með einnig söluverðið til bifreiðaeigenda við skráningu.

Um 15. gr.


    Um breytingar á fjárhæðum er vísað til almennra athugasemda við frumvarp þetta.

Um 16. gr.


    Einungis er um að ræða breytingu á orðalagi 16. gr. laganna. Ástæðan er sú að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerði athugasemdir við gildandi orðalag þar sem hún taldi orðalagið benda til þess að gjaldið væri einungis innheimt af erlendum fiskiskipum sem hingað kæmu til lands og því fela í sér mismunun. Gjaldið hefur þó verið innheimt jafnt af erlendum fiskiskipum sem og af innlendum fiskiskipum sem komið hafa að utan. Er því talið rétt að breyta orðalagi þess þannig að heimildin verði skýr.

Um 17. gr.


    Um greinina vísast til almennra athugasemda við frumvarp þetta.

Um 18. gr.


    Ákvæðið þarfnast ekki skýringar.



Fylgiskjal I.


Lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum.



I. KAFLI
Dómsmálagjöld.
1. gr.

    Við meðferð einkamáls í héraði skal greiða eftirfarandi gjöld í ríkissjóð:
     1.      Fyrir útgáfu stefnu          1.200 kr.
     2.      Fyrir þingfestingu          3.500 kr.
     3.      Fyrir dómkvaðningu matsmanns          3.500 kr.
     4.      Fyrir endurrit og ljósrit á hverja síðu          100 kr.
    Við meðferð einkamáls fyrir Hæstarétti skal greiða eftirfarandi gjöld í ríkissjóð:
     1.      Fyrir kæru          11.500 kr.
     2.      Fyrir áfrýjunarleyfi          11.500 kr.
     3.      Fyrir útgáfu áfrýjunarstefnu          11.500 kr.
     4.      Fyrir þingfestingu          3.500 kr.
     5.      Útivistargjald          11.500 kr.
    Fyrir sjópróf og aðra sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi án tengsla við rekstur máls fyrir hlutaðeigandi dómi skal greiða 5.700 kr. í ríkissjóð.
    Gjöld skv. 1. og 2. mgr. skal einnig greiða fyrir sakaukasök, gagnsök, meðalgöngusök og framhaldssök.
    Gjöld skv. 1.–3. mgr. greiðast ekki í eftirfarandi málum:
     1.      Málum til heimtu vinnulauna.
     2.      Barnsfaðernismálum.
     3.      Málum til vefengingar á faðerni barns.
     4.      Lögræðissviptingarmálum.
     5.      Kjörskrármálum.
     6.      Einkarefsimálum.
     7.      Gjafsóknarmálum að því leyti sem gjald yrði lagt á gjafsóknarhafa.
     8.      Forsjármálum.
     9.      Afhendingarmálum, sbr. lög nr. 160/1995.

2. gr.

    Í málum vegna aðfarargerða, kyrrsetningargerða, lögbannsgerða, löggeymslu og nauðungarsölu skal greiða gjöld skv. 1. gr. fyrir héraðsdómi og Hæstarétti eftir því sem átt getur við.
    Fyrir meðferð aðfararbeiðni fyrir héraðsdómi, án þess að gerðarþoli verði kvaddur fyrir dóm, skal greiða 3.500 kr. í ríkissjóð. Gjald þetta skal greitt um leið og beiðni er afhent héraðsdómi, en ef gerðarþoli er síðan kvaddur fyrir dóm fellur gjaldið niður en fénu verður þá varið þess í stað til greiðslu gjalds fyrir þingfestingu máls.

3. gr.

    Í málum, sem eru rekin fyrir héraðsdómi og Hæstarétti eftir ákvæðum laga um skipti á dánarbúum o.fl. og laga um gjaldþrotaskipti, skal greiða gjöld skv. 1. gr. eftir því sem átt getur við.     Þá skal greiða 3.500 kr. í ríkissjóð fyrir eftirfarandi málefni fyrir héraðsdómi:
     1.      Fyrir kröfu um opinber skipti á dánarbúi.
     2.      Fyrir kröfu um opinber skipti til fjárslita milli hjóna eða við slit óvígðrar sambúðar.
     3.      Fyrir kröfu um opinber skipti til slita á félagi.
     4.      Fyrir beiðni um heimild til greiðslustöðvunar, þar á meðal um framlengingu hennar.
     5.      Fyrir kröfu um niðurfellingu heimildar til greiðslustöðvunar.
     6.      Fyrir beiðni um heimild til að leita nauðasamnings.
     7.      Fyrir kröfu um niðurfellingu heimildar til að leita nauðasamnings.
     8.      Fyrir kröfu um staðfestingu nauðasamnings.
     9.      Fyrir kröfu um gjaldþrotaskipti.
    Gjald skv. 2. mgr. skal greitt um leið og beiðni eða krafa er afhent héraðsdómi. Komi til rekstrar máls til að leysa úr ágreiningi um beiðni eða kröfu fellur gjaldið niður en fénu verður þá varið þess í stað til greiðslu gjalds fyrir þingfestingu máls.
    Að því leyti sem héraðsdómari lætur birta kvaðningar vegna málefna skv. 2. mgr. með öðrum hætti en í pósti eða símskeyti skal sá sem beiðni eða krafa stafar frá bera kostnaðinn af því.
    Gjöld skv. 1. mgr. og 2. mgr. verða ekki greidd ef um mál er að ræða sem ákvæði 5. mgr. 1. gr. taka til.

II. KAFLI
Gjöld fyrir fullnustugerðir og búskipti fyrir sýslumanni.
4. gr.

    Þegar beiðni um fjárnám er afhent sýslumanni skal um leið greiða í ríkissjóð 1% þeirrar fjárhæðar sem fjárnáms er krafist fyrir, að meðtöldum vöxtum og kostnaði, þó aldrei minna en 3.500 kr. eða meira en 11.500 kr. Gjald skal reiknað í heilum hundruðum króna þannig að það sem er umfram fellur niður. Ef fjárnáms er krafist hjá fleiri en einum gerðarþola í sömu beiðni skal greiða þetta gjald vegna hvers þeirra.
    Þegar beiðni um kyrrsetningu eða löggeymslu er afhent sýslumanni skal um leið greiða gjald skv. 1. mgr. sem tekur mið af fjárhæðinni sem gerðar er krafist fyrir.
    Við lögbannsgerð eða aðfarargerð til fullnustu á öðru en skyldu til peningagreiðslu skal greiða 5.700 kr. í ríkissjóð um leið og beiðni um gerðina er afhent sýslumanni.
    Gjöld skv. 1.–3. mgr. eru ekki endurkræf þótt beiðni sé afturkölluð eða ekki verði af framkvæmd gerðar af öðrum sökum. Sérstakt gjald verður ekki tekið við endurupptöku gerðar.
    Gjöld skv. 1.–3. mgr. verða hvorki greidd vegna mála sem 5. mgr. 1. gr. tekur til né vegna fullnustu sektar eða kröfu um sakarkostnað í opinberu máli.

5. gr.

    Þegar beiðni um nauðungarsölu til fullnustu peningakröfu er afhent sýslumanni skal um leið greiða í ríkissjóð 1% þeirrar fjárhæðar sem er krafist fullnustu á, að meðtöldum vöxtum og kostnaði. Þegar beiðni er um nauðungarsölu á fasteign eða eign sem verður ráðstafað eftir sömu reglum og fasteign skal þetta gjald aldrei vera minna en 10.300 kr. eða meira en 35.000 kr. Þegar beiðni er um nauðungarsölu á lausafé skal gjaldið aldrei vera minna en 3.500 kr. eða meira en 11.500 kr. Ákvæði 4. og 5. mgr. 4. gr. gilda um skyldu til greiðslu þessa gjalds.
    Þegar beiðni um nauðungarsölu í öðru skyni en til fullnustu peningakröfu er afhent sýslumanni skal um leið greiða gjald í ríkissjóð. Ef beiðnin er um nauðungarsölu á fasteign eða annarri eign sem verður ráðstafað með sama hætti og fasteign er gjaldið 17.200 kr., en ef beiðnin varðar annars konar eign 5.700 kr.
    Þegar fasteign er seld á uppboði greiðist 1% söluverðs sem sölulaun í ríkissjóð. Það sama á við um aðrar eignir sem eru seldar eftir sömu reglum og gilda um nauðungarsölu fasteigna.
    Þegar aðrar eignir en getur í 3. mgr. eru seldar á uppboði greiðast 5% söluverðs sem sölulaun í ríkissjóð.
    Gjöld skv. 1.–4. mgr. skulu reiknuð í heilum hundruðum króna þannig að það sem er umfram fellur niður.

6. gr.

    Þegar einkaskiptum á dánarbúi er lokið skal greiða 5.700 kr. sem skiptagjald í ríkissjóð samhliða greiðslu erfðafjárskatts. Skiptagjald greiðist þó ekki ef arfur rennur að öllu leyti til erfingja sem er undanþeginn skyldu til greiðslu erfðafjárskatts.

7. gr.

    Við framkvæmd aðfarargerða, kyrrsetningargerða, lögbannsgerða, löggeymslu, nauðungarsölu og skipti dánarbúa fyrir sýslumanni verður ekki krafist frekari greiðslna en segir í 4.–6. gr. nema fyrir:
     1.      Óhjákvæmilegan akstur sem sá sem krefst aðgerðar býður ekki fram með viðunandi hætti. Sé notað ökutæki starfsmanns sýslumanns reiknast aksturskostnaður eftir almennum reglum um afnot ríkisstarfsmanna á eigin ökutæki við rækslu starfa sinna.
     2.      Útlagðan kostnað úr ríkissjóði vegna óhjákvæmilegrar ferðar og dvalar sýslumanns eða starfsmanns hans utan umdæmis hans.
     3.      Þóknun eftir ákvörðun sýslumanns handa öðrum en starfsmönnum sínum sem eru kvaddir til að leysa af hendi nauðsynleg störf.
     4.      Ljósritun, en fyrir hana skal greiða með sama hætti og segir í 1. gr.
    Greiðslur skv. 1. mgr. renna í ríkissjóð og verður þeirra krafist um leið og tilefni gefst til þeirra. Sýslumanni er heimilt að áskilja fyrirframgreiðslu þannig að frekari framkvæmd umbeðinnar aðgerðar falli niður ef hún verður ekki innt af hendi.

III. KAFLI
Gjöld fyrir þinglýsingar og lögbókandagerðir.
8. gr.

    Fyrir þinglýsingu skjala skal greiða 1.200 kr.
    Eigi skal greiða gjald fyrir þinglýsingu úrskurða um sviptingu sjálfræðis eða fjárræðis né úrskurða um brottnám lögræðissviptingar.

9. gr.

    Fyrir afsagnargerðir, stefnubirtingar og aðrar slíkar gerðir er lögbókandi framkvæmir skal greiða 1.200 kr. Sama gjald skal greiða fyrir staðfestingar er starfsmenn utanríkisþjónustunnar framkvæma.
    Fyrir lögbókandavottorð á erfðaskrá og á samninga skal greiða 2.300 kr.
    Fyrir drátt í happdrætti skal greiða 3.500 kr.

IV. KAFLI
Gjöld fyrir veitingu atvinnuréttinda og tengdra réttinda.
10. gr.

    Fyrir útgáfu eftirfarandi leyfa og skírteina vegna veitingar atvinnuréttinda og tengdra réttinda skal greiða 5.000 kr.:
     1.      Leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti og héraðsdómi.
     2.      Leyfi til að stunda almennar lækningar og sérfræðilækningar, leyfi til að stunda almennar tannlækningar og sérfræðitannlækningar, leyfi til ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga og sérfræðileyfi til hjúkrunarfræðinga, leyfi til lyfsala, lyfjafræðinga, sérfræðileyfi lyfjafræðinga og leyfi til aðstoðarlyfjafræðinga.
     3.      Leyfi til sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, meinatækna, röntgentækna, matvælafræðinga og sálfræðinga.
     4.      Leyfi til sjóntækjafræðinga.
     5.      Leyfi til sjúkraliða.
     6.      Leyfi til matartækna.
     7.      Leyfi til lyfjatækna.
     8.      Leyfi til fótaaðgerðafræðinga.
     9.      Leyfi til hnykkja.
     10.      Leyfi til sjúkraflutningamanna.
     11.      Leyfi til næringarfræðinga og næringarráðgjafa.
     12.      Leyfi til læknaritara.
     13.      Leyfi til sjúkranuddara.
     14.      Leyfi til talmeinafræðinga.
     15.      Leyfi til tannfræðinga.
     16.      Leyfi til tannsmiða.
     17.      Leyfi til matarfræðinga.
     18.      Leyfi til náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu.
     19.      Leyfi til tanntækna.
     20.      Leyfi til grunnskólakennara og framhaldsskólakennara.
     21.      Leyfi til bókasafnsfræðinga.
     22.      Leyfi til verkfræðinga, tæknifræðinga, arkitekta (húsameistara), byggingafræðinga, húsgagna- og innanhússarkitekta, iðnfræðinga, landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga og raffræðinga.
     23.      Leyfi til viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
     24.      Leyfi til fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala.
     25.      Leyfi til dómtúlka og/eða skjalaþýðenda.
     26.      Leyfi til leigubifreiðaaksturs.
     27.      Leyfi til gerðar eignaskiptayfirlýsinga.
     28.      Löggilding endurskoðenda.
     29.      Löggilding manna um ævitíð.
     30.      Meistarabréf.
     31.      Sveinsbréf.
     32.      Atvinnuskírteini skipstjórnarmanna A, B og C.
     33.      Vélstjórnarskírteini.
     34.      Flugnema- og svifflugmannsskírteini.
     35.      Einkaflugmannsskírteini.
     36.      Atvinnuflugmannsskírteini, I., II. og III. fl.
     37.      Flugvéltækna-, flugvélstjóra- og flugumferðarstjóraskírteini.
     38.      Skírteini til kvikmyndasýninga:
                  a.      Staðbundin skírteini.
                  b.      Sveinsskírteini.
                  c.      Meistaraskírteini.
     39.      Naglabyssuskírteini.
     40.      Skírteini fyrir suðumenn.
    Fyrir endurnýjun framantalinna leyfa og skírteina skal greiða 1.000 kr.

V. KAFLI
Leyfi fyrir atvinnustarfsemi og tengd leyfi.
11. gr.

    Fyrir útgáfu eftirfarandi leyfa skal greiða sem hér segir:
     1.      Starfsleyfi alþjóðlegs viðskiptafélags          100.000 kr.
     2.      Árlegt eftirlitsgjald alþjóðlegs viðskiptafélags          100.000 kr.
     3.      Leyfisbréf fyrir viðskiptabanka og sparisjóði, sbr. 4. gr. laga
             nr. 113/1996          100.000 kr.
     4.      Leyfisbréf fyrir lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði,
             sbr. 3. gr. laga nr. 123/1993          100.000 kr.
     5.     
     6.      Leyfisbréf fyrir verðbréfafyrirtæki, sbr. 8. gr. laga nr. 13/1996          100.000 kr.
     7.      Leyfisbréf fyrir verðbréfafyrirtæki, sbr. 9. gr. laga nr. 13/1996          50.000 kr.
     8.      Leyfisbréf fyrir erlent fyrirtæki í verðbréfaþjónustu með staðfestu í ríki
             utan Evrópska efnahagssvæðisins eða utan aðildarríkja stofnsamnings
             Fríverslunarsamtaka Evrópu, sbr. 46. gr. laga nr. 13/1996,
                  a.      sem starfar skv. 8. gr. laganna          100.000 kr.
                  b.      sem starfar skv. 9. gr. laganna          50.000 kr.
     9.      Leyfisbréf fyrir verðbréfasjóði, sbr. 2. gr. laga nr. 10/1993          50.000 kr.
     10.      Leyfisbréf fyrir kauphallir, sbr. 3. gr. laga nr. 34/1998          100.000 kr.
     11.      Leyfisbréf fyrir skipulega tilboðsmarkaði, sbr. 3. gr. og IX. kafla laga
             nr. 34/1998          100.000 kr.
     12.      Leyfisbréf fyrir verðbréfamiðstöðvar, sbr. 3. gr. laga nr. 131/1997          100.000 kr.
     13.      Leyfisbréf fyrir skaðatryggingafélög og líftryggingafélög, sbr. 26. gr.
             laga nr. 60/1994          100.000 kr.
     14.      Leyfi til vátryggingarmiðlunar          50.000 kr.
     15.      Bráðabirgðaleyfi til vátryggingarmiðlunar          10.000 kr.
     16.     
     17.      Leyfi starfrækslu uppboðsmarkaða fyrir sjávarafla          50.000 kr.
     18.      Endurnýjun leyfis skv. 17. tölul.          5.000 kr.
     19.     
     20.      Hótelleyfi, veitingahúsaleyfi, leyfi fyrir skemmtistað, leyfi fyrir
             næturklúbb, kaffihús, dansstað og krá          50.000 kr.
     21.      Leyfi fyrir gistiheimili, veitingastofuleyfi, greiðasöluleyfi          20.000 kr.
     22.      Leyfi til að selja gistingu á einkaheimilum, gistiskálaleyfi,
             veisluþjónustuleyfi, veitingaverslunarleyfi          15.000 kr.
     23.      Gjald fyrir endurnýjun leyfis skv. 20.–22. tölul.          3.000 kr.
     24.      Leyfi til tækifærisveitinga          3.000 kr.
     25.     
     26.     
     27.      Leyfi til að framleiða áfenga drykki          100.000 kr.
     28.      Áfengisinnflutningsleyfi          15.000 kr.
     29.      Áfengisheildsöluleyfi          30.000 kr.
     30.      Árlegt eftirlitsgjald þeirra sem hafa leyfi til innflutnings og heildsölu
             með áfengi og tóbak, sbr. lög nr. 63/1969, með síðari breytingum          5.000 kr.
     31.      Árlegt eftirlitsgjald framleiðenda áfengis          50.000 kr.
     32.      Almennt skemmtanaleyfi fyrir veitingastað
                  a.      til eins árs eða skemur          100.000 kr.
                  b.      til lengri tíma en eins árs          300.000 kr.
     33.      Iðnaðarleyfi          25.000 kr.
     34.      Leyfi til rannsókna og nýtingar jarðvarma á lághitasvæðum, grunnvatns
             og hveraörvera, sbr. 4., 6. og 34. gr. laga nr. 57/1998          25.000 kr.
     35.      Leyfi til rannsókna og nýtingar jarðvarma á háhitasvæðum og jarðefna,
             sbr. 4. og 6. gr. laga nr. 57/1998          100.000 kr.
     36.      Leyfi til leitar og hagnýtingar á efnum á, í eða undir hafsbotninum utan
             netlaga, sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 73/1990          100.000 kr.
     37.      Leyfi til reksturs fjarskiptaþjónustu          80.000 kr.
     38.      Leyfi til reksturs almenns fjarskiptanets          20.000 kr.
     39.      Leyfi til reksturs póstþjónustu          80.000 kr.
     40.      Leyfi til sjónvarps
                  a.      til þriggja ára          96.000 kr.
                  b.      til fimm ára          160.000 kr.
                  c.      til sjö ára          224.000 kr.
     41.      Leyfi til hljóðvarps
                  a.      til allt að tveggja mánaða          3.000 kr.
                  b.      til eins árs          22.000 kr.
                  c.      til tveggja ára          44.000 kr.
                  d.      til þriggja ára          66.000 kr.
                  e.      til fimm ára          110.000 kr.
     42.      Leyfi til útvarps á afmörkuðum svæðum, sem útvarpsréttarnefnd telur ná
             til innan við 10 þúsund íbúa: 50% af þeim fjárhæðum sem greinir í
             40. tölul. og b–e-liðum 41. tölul.
     43.      Leyfisbréf fyrir lífeyrissjóð
                  a.      skv. 25. gr. laga nr. 129/1997          50.000 kr.
                  b.      skv. 52. gr., sbr. V. kafla laga nr. 129/1997          30.000 kr.
                  c.      skv. 53. gr., sbr. V. kafla laga nr. 129/1997          10.000 kr.
     44.     
     45.      Leyfi til reksturs miðlunar með leiguhúsnæði, sbr. 73. gr. laga
             nr. 36/1994          5.000 kr.
     46.      Leyfi til að annast öryggisþjónustu í atvinnuskyni, sbr. 1. gr. laga
             nr. 58/1997          5.000 kr.
     47.      Skemmtanaleyfi vegna einstakra tilvika          5.000 kr.
     48.      Leyfi til þess að efna til skyndihappdrættis, sbr. 1. gr. laga nr. 13/1973          5.000 kr.
     49.      Leyfi til reksturs ferðaskrifstofu, sbr. 10. gr. laga nr. 117/1994,
                  a.      til tveggja ára          5.000 kr.
                  b.      til fimm ára          5.000 kr.
     50.      Útflutningsleyfi          1.200 kr.
     51.      Leyfi til sölu notaðra ökutækja
                  a.      til fimm ára          25.000 kr.
                  b.      endurnýjun leyfis skv. a-lið          2.500 kr.

VI. KAFLI
Ýmis leyfi varðandi heimild til að selja, kaupa og fara með hættuleg efni og tæki.
12. gr.

    Greiða skal gjald fyrir útgáfu eftirfarandi leyfa sem hér segir:
     1.      Eiturbeiðni (leyfi til kaupa á takmörkuðu magni)          3.000 kr.
     2.      Leyfisskírteini til kaupa og notkunar á eiturefnum          5.000 kr.
     3.      Endurnýjun leyfisskírteina skv. 2. tölul.          3.000 kr.
     4.      Leyfi til að framleiða skotelda, skotvopn, skotfæri eða sprengiefni          25.000 kr.
     5.      Leyfi til að versla með skotvopn, skotfæri eða skotelda, hvort sem er í
             heildsölu eða smásölu, auk gjalds fyrir verslunarleyfi          15.000 kr.
     6.      Endurnýjun leyfis skv. 5. tölul.          3.000 kr.
     7.      Tímabundið leyfi til sölu skotelda í smásölu          3.000 kr.
     8.      Leyfi til kaupa á sprengiefni          6.000 kr.
     9.      Leyfi til þess að fara með sprengiefni og annast sprengingar          6.000 kr.
     10.      Skotvopnaleyfi          3.000 kr.
     11.      Endurnýjun leyfis skv. 10. tölul.          3.000 kr.
     12.      Leyfi til reksturs skotvopnaleigu          3.000 kr.
     13.      Leyfi til útflutnings skotvopna, skotfæra, sprengiefna eða skotelda          3.000 kr.
     14.      Skotvopnaleyfi til félags, stofnunar eða einstaklings ef slíkur aðili þarf
             nauðsynlega á því að halda vegna starfsemi sinnar          3.000 kr.
     15.      Leyfi til félags sem hefur iðkun skotfimi að markmiði          3.000 kr.
     16.      Leyfi til innflutnings skotvopna og skotfæra til eigin nota          3.000 kr.
     17.      Leyfi til skoteldasýningar          5.000 kr.
     18.      Brennuleyfi          5.000 kr.

VII. KAFLI
Gjöld fyrir ýmsar skráningar.
13. gr.

    Fyrir eftirfarandi skráningar skal greiða gjald sem hér segir:
     1.      Skráning hlutafélags og samvinnufélags          150.000 kr.
     2.      Skráning einkahlutafélags og sjálfseignarstofnana sem stunda
             atvinnurekstur          75.000 kr.
     3.      Skráning erlendra félaga          50.000 kr.
     4.      Skráning firma eins manns          40.000 kr.
     5.      Skráning firma tveggja manna eða fleiri          50.000 kr.
     6.      Umskráning hlutafélaga í einkahlutafélög          5.000 kr.
     7.      Umskráning einkahlutafélaga í hlutafélög          75.000 kr.
     8.      Aukatilkynningar og skráning breytinga          1.000 kr.
     9.      Skráning loftfars til atvinnuflugs          60.000 kr.
     10.      Skráning loftfars til einkaflugs          30.000 kr.
     11.      Skráning breytinga á eldri skráningu loftfars (eigendaskipti, nafnbreyting
             o.fl.)          5.000 kr.
     12.      Skráning kaupmála          4.000 kr.
     13.      Lögskráning sjómanna          500 kr.
     14.      Skráning póstrekenda          10.000 kr.
     15.      Skráning aðila sem veita fjarskiptaþjónustu          10.000 kr.
     16.     

VIII. KAFLI
Ýmis vottorð og leyfi.
14. gr.

     1.      Fyrir útgáfu vegabréfa til útlanda fyrir 18–66 ára:
                  a.      Almennt gjald          4.600 kr.
                  b.      Fyrir skyndiútgáfu          9.200 kr.
                  c.      Fyrir neyðarvegabréf          2.300 kr.
                  d.      Útgáfa vegabréfa til öryrkja fer skv. 2. tölul.
     2.      Fyrir útgáfu vegabréfa til útlanda fyrir aðra:
                  a.      Almennt gjald          1.700 kr.
                  b.      Fyrir skyndiútgáfu          3.400 kr.
                  c.      Fyrir neyðarvegabréf          850 kr.
     3.      Fyrir útgáfu diplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa:
                  a.      Fyrir 18–66 ára          4.600 kr.
                  b.      Skyndiútgáfa fyrir 18–66 ára          9.200 kr.
                  c.      Fyrir aðra          1.700 kr.
                  d.      Skyndiútgáfa fyrir aðra          3.400 kr.
     4.      Aðgangsheimildir að varnarstöðinni Keflavíkurflugvelli:
                  a.      Að Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt þjónustusvæði (svæði 1) og
                  bannsvæði (svæði 3), sbr. 6. gr. reglugerðar um umferð og dvöl
                  manna á varnarsvæðum, nr. 293/2002          2.800 kr.
                  b.      Að flotastöð varnarliðsins (svæði 2), sbr. 6. gr. reglugerðar um
                  umferð og dvöl manna á varnarsvæðum, nr. 293/2002          2.000 kr.
     5.      Vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn          800 kr.
     6.      Vegabréfsáritun til gegnumferðar um ríki (ein, tvær eða fleiri komur)          800 kr.
     7.      Vegabréfsáritun til skamms tíma (hámark til 30 daga)          1.800 kr.
     8.      Almenn vegabréfsáritun (hámark til 90 daga)          2.400 kr.
             og að auki fyrir hverja komu frá og með annarri komu          400 kr.
     9.      Vegabréfsáritun fyrir fleiri en eina komu sem gildir í eitt ár          4.000 kr.
     10.      Vegabréfsáritun fyrir fleiri en eina komu sem gildir að hámarki í fimm ár           4.000 kr.
             og að auki fyrir hvert viðbótarár          2.400 kr.
     11.      Vegabréfsáritun til langs tíma          2.400 kr.
     12.      Vegabréfsáritun með takmarkað gildissvið          2.400 kr.
     13.      Vegabréfsáritanir skv. 5. og 6. tölul. fyrir hópa (5–50 einstaklingar)          800 kr.
             og að auki fyrir hvern einstakling          80 kr.
     14.      Vegabréfsáritanir skv. 7. tölul. fyrir hópa (30 dagar), ein eða tvær komur
             (5–50 einstaklingar)          2.400 kr.
             og að auki fyrir hvern einstakling          80 kr.
     15.      Vegabréfsáritanir skv. 7. tölul. fyrir hópa (30 dagar), meira en tvær
             komur (5–50 einstaklingar)          2.400 kr.
             og að auki fyrir hvern einstakling          240 kr.
     16.      Fyrir borgaralega hjónavígslu          4.600 kr.
     17.      Lögskilnaðarleyfi          2.800 kr.
     18.      Leyfi til skilnaðar að borði og sæng          2.300 kr.
     19.      Ættleiðingarleyfi          2.300 kr.
     20.      Fyrir vottorð er einstakir menn æskja í þágu verslunar eða atvinnu          1.200 kr.
     21.      Fyrir löggildingu leiðarbókar eða véladagbókar          1.200 kr.
     22.      Fyrir sakavottorð gefin út samkvæmt beiðni einstakra manna          1.200 kr.
     23.      Fyrir veðbókarvottorð          900 kr.
     24.      Fyrir önnur embættisvottorð          1.200 kr.
     25.      Vélrænar fyrirspurnir úr þinglýsingabókum          500 kr.
     26.      Leyfi til nafnbreytinga, þó ekki nafnbreytinga skv. 2. málsl. 1. mgr.
             11. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn          4.000 kr.
     27.      Fyrir vottorð um íslenskan ríkisborgararétt          1.200 kr.
     28.      Fyrir ökuskírteini (fullnaðarskírteini) fyrir flokkana A, B, BE, C, CE, D
             og DE og til farþegaflutninga í atvinnuskyni          3.500 kr.
     29.      Fyrir bráðabirgðaökuskírteini og ökuskírteini fyrir flokkana M og T          2.000 kr.
     30.      Fyrir ökuskírteini 65 ára og eldri          1.000 kr.
     31.      Fyrir friðlýsingu æðarvarpa          5.000 kr.
    Verði vegabréfsáritun gefin út við landamæri skal innheimta tvöfalda fjárhæð þess flokks vegabréfsáritunar sem um er að ræða.

IX. KAFLI
Gjöld vegna sérstakrar þjónustu starfsmanna utanríkisþjónustunnar.
15. gr.

    Greiða skal gjöld fyrir sérstaka þjónustu er starfsmenn utanríkisþjónustunnar veita svo sem hér segir:
     1.      Fyrir aðstoð við útvegun vottorða og yfirlýsinga frá opinberum
             stjórnvöldum eða öðrum á Íslandi eða erlendis          3.000 kr.
     2.      Fyrir þýðingar sendiskrifstofa, hver síða          3.500 kr.
     3.      Fyrir milligöngu um birtingu stefnu í einkamálum og greiðsluáskoranir
             fyrir aðila erlendis          5.000 kr.
     4.      Fyrir tilnefningu vegna móttöku stefna, dóma og tilkynninga fyrir hönd
             innlendra fyrirtækja og stofnana          10.000 kr.
     5.      Fyrir millifærslu fjármuna til og frá útlöndum:
                  a.      Fyrir millifærslu allt að 50.000 kr.          3.000 kr.
                  b.      Fyrir millifærslu á bilinu 50.000 kr. til 200.000 kr.          7.500 kr.
                  c.      Fyrir millifærslu yfir 200.000 kr. skal greiða 3,75% af millifærðri
                  fjárhæð en þó ekki hærra en 37.500 kr.

X. KAFLI
Afgreiðslugjald skipa.
16. gr.

    Fyrir að afgreiða útlend fiskiskip sem koma hingað einvörðungu vegna fiskveiða og vöru- og flutningaskip sem koma frá útlöndum og fyrir að láta af hendi þau skilríki er skipið á að fá hér á landi skal greiða 20 kr. af hverju nettótonni skipsins. Hálft nettótonn eða þar yfir telst heilt. Af farþegaskipum skal greiða fjórðung gjalds.
    Gjald þetta skal greiða í fyrstu höfn er skipið tekur hér á landi, þó eigi oftar en sex sinnum á almanaksári.
    Undanþegin afgreiðslugjaldi eru herskip, spítalaskip og skip sem leita hafnar í neyð.

XI. KAFLI
Ljósrit, endurrit og eftirgerð.
17. gr.

    Fyrir endurrit eða ljósrit skal greiða 100 kr. fyrir hverja vélritaða síðu. Fyrir staðfestingu dómsgerða skal greiða 1.000 kr.
    Í ritlaunum skv. 1. mgr. er innifalið staðfestingargjald, nema af dómsgerðum og lögbókandastaðfestingum.
    Fyrir eftirgerð af hljóðupptökum skal greiða eftirfarandi gjald:
     1.      Fyrir eftirgerð af hljóðupptöku, 90 mín., 400 kr.
     2.      Fyrir eftirgerð hljóðupptöku, 60 mín., 350 kr.
     3.      Fyrir eftirgerð myndbandsupptöku 1.000 kr.

XII. KAFLI
Gjöld fyrir staðfestingu skipulagsskráa og birtingu reglugerða lífeyrissjóða.
18. gr.

    Fyrir staðfestingu á skipulagsskrá samkvæmt lögum nr. 19/1988, um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, skal greiða 5.000 kr. Þeir sem fara fram á staðfestingu dómsmálaráðuneytisins á skipulagsskrá skulu endurgreiða ráðuneytinu kostnað við birtingu skipulagsskráar í B-deild Stjórnartíðinda.
    Lífeyrissjóðir, sem senda reglugerðir sínar til fjármálaráðuneytis til staðfestingar samkvæmt lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, skulu endurgreiða ráðuneytinu kostnað af birtingu reglugerða í B-deild Stjórnartíðinda.

XIII. KAFLI
Um innheimtu gjaldanna, gildistöku o.fl.
19. gr.

    Gjöld samkvæmt lögum þessum skulu renna í ríkissjóð.
    Innheimtu gjalda samkvæmt lögum þessum annast sýslumenn, héraðsdómarar og hliðstæðir embættismenn, svo og fjármálaráðuneyti eða önnur ráðuneyti í umboði þess.
    Þegar innheimtumaður afgreiðir skjal sem gjaldið er tekið fyrir að gefa út eða rita á ber honum að rita hið greidda gjald á skjalið.

20. gr.

    Fjármálaráðuneytið ákveður hvort ríkissjóður eða innheimtuaðilar opinberra gjalda skuli greiða gjald samkvæmt lögum þessum af gerðum og skjölum er þessa aðila varða.
    Gjöld samkvæmt lögum þessum sem innt eru af hendi erlendis ber að greiða í mynt hlutaðeigandi ríkis í samræmi við skráð gengi hverju sinni. Gjöld sem mælt er fyrir um í 5.–10. tölul. og 12.–15. tölul. 14. gr. skulu taka mið af gengi evrunnar. Við útreikning gjalda þessara er heimilt að námunda upphæðina.

21. gr.


22. gr.

    Fjármálaráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd laga þessara.

23. gr.

    Lög þessi öðlast gildi þann 1. janúar 1992.



Fylgiskjal II.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/1991,
um aukatekjur ríkissjóðs.

    Í frumvarpinu er lagt til að ýmis gjöld sem lögð eru á samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs verði hækkuð um 10%. Flest þessara gjalda hafa verið óbreytt að krónutölu frá því á árinu 1997. Áætlað er að með þessari hækkun gjaldanna aukist tekjur ríkissjóðs um 200 m.kr. og hefur verið gert ráð fyrir því í tekjuáætlun fjárlagafrumvarps fyrir árið 2005. Þessar breytingar beinast að tekjuhlið ríkissjóðs og er ekki ástæða til að ætla að þær hafi áhrif á útgjaldahliðina. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að lagt verði á gjald við afhendingu á númeraplötum fyrir bifreiðar en áætlað er að það skili um 60 m.kr. tekjum á ári. Um er að ræða formbreytingu á gjaldtökunni þar sem söluverð á númeraplötum verður lækkað í sama mæli þannig að kostnaður bifreiðaeigenda verður sá sami og áður. Fangelsismálastofnun hefur haft tekjur af framleiðslu og sölu bílnúmeraplatna. Þær tekjur hafa sveiflast mikið milli ára eftir bifreiðainnflutningi og hefur þessi tekjuöflun því þótt vera fremur óheppileg til fjármögnunar fyrir stofnunina. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2005 hefur verið gert ráð fyrir þessu breytta fyrirkomulagi á þann hátt að beint framlag úr ríkissjóði til Fangelsismálastofnunar hækkar í sama mæli og sértekjur stofnunarinnar lækka, eða um u.þ.b. 60 m.kr., en á móti kemur gjald á númeraplötur sem færist á tekjuhlið ríkissjóðs.