Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 386. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 478  —  386. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994, með síðari breytingum.

Flm.: Halldór Blöndal.



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 17. gr. laganna:
          a.      Á eftir 2. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Frá 1. september til 31. desember: stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd.
          b.      Orðin „stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd“ í 3. tölul., er verður 4. tölul., falla brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Samkvæmt 6. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eru öll villt dýr friðuð nema annað sé tekið fram í lögunum. Með 3. tölul. 1. mgr. 17. gr. laganna er umhverfisráðherra m.a. veitt heimild til að leyfa veiðar á stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávellu og toppönd á tímabilinu 1. september til 31. mars ár hvert.
    Í frumvarpinu er lagt til að heimild til að leyfa veiðar á framangreindum tegundum verði þrengd og að einungis verði heimilt að leyfa veiðar á tímabilinu frá 1. september til 31. desember ár hvert.