Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 85. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 479  —  85. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Ólafsson, Benedikt Davíðsson og Stefaníu Björnsdóttur frá Landssambandi eldri borgara.
    Með frumvarpinu er lagt til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra verði hækkað um 2,9%, um 162 kr. á hvern gjaldanda, úr 5.576 kr. í 5.738 kr. Hækkunin er í samræmi við áætlaðar verðlagsbreytingar en gert er ráð fyrir að byggingarvísitala hækki um 2,9% frá meðalverði ársins 2004 til meðalverðs ársins 2005.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ásta R. Jóhannesdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Þuríður Backman og Guðrún Ögmundsdóttir skrifa undir álit þetta með fyrirvara og leggja fram breytingartillögu í sérstöku þingskjali.
    Bjarni Benediktsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    

Alþingi, 24. nóv. 2004.Jónína Bjartmarz,


form., frsm.


Drífa Hjartardóttir.


Ásta R. Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.Pétur H. Blöndal.


Ágúst Ólafur Ágústsson,


með fyrirvara.


Þuríður Backman,


með fyrirvara.Siv Friðleifsdóttir.


Guðrún Ögmundsdóttir,


með fyrirvara.Prentað upp.