Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 389. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 492  —  389. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Elmar Hallgrímsson og Sigrúnu Ólafsdóttur frá fjármálaráðuneyti, Hallgrím Snorrason frá Hagstofu Íslands, Ernu Hauksdóttur frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Höskuld Jónsson frá ÁTVR.
    Í frumvarpinu er lagt til að gjald á sterkt áfengi og tóbaksgjald hækki um 7%. Þessi gjöld hafa ekki hækkað frá nóvember 2002 og er hækkunin í takt við hækkun verðlags á þessum tíma. Með hækkuninni halda gjöld þessi raungildi sínu.
    Gjald á létt vín og bjór hækkar hins vegar ekki og er það í samræmi við þá stefnu að færa neyslu frá sterku áfengi yfir í létt vín og bjór. Sú stefna hefur náð marki sínu eins og kemur skýrt fram í sölutölum ÁTVR fyrir síðustu ár. Gjald á létt vín og bjór hefur ekki hækkað í krónutölu frá 1998 og hefur því lækkað að raungildi um a.m.k. 22%.
    Þær breytingar sem lagðar eru til eru í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarps fyrir árið 2005.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 29. nóv. 2004.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir.


Drífa Hjartardóttir.Siv Friðleifsdóttir.


Gunnar Birgisson.


Álfheiður Ingadóttir.