Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 389. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 492  —  389. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Elmar Hallgrímsson og Sigrúnu Ólafsdóttur frá fjármálaráðuneyti, Hallgrím Snorrason frá Hagstofu Íslands, Ernu Hauksdóttur frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Höskuld Jónsson frá ÁTVR.
    Í frumvarpinu er lagt til að gjald á sterkt áfengi og tóbaksgjald hækki um 7%. Þessi gjöld hafa ekki hækkað frá nóvember 2002 og er hækkunin í takt við hækkun verðlags á þessum tíma. Með hækkuninni halda gjöld þessi raungildi sínu.
    Gjald á létt vín og bjór hækkar hins vegar ekki og er það í samræmi við þá stefnu að færa neyslu frá sterku áfengi yfir í létt vín og bjór. Sú stefna hefur náð marki sínu eins og kemur skýrt fram í sölutölum ÁTVR fyrir síðustu ár. Gjald á létt vín og bjór hefur ekki hækkað í krónutölu frá 1998 og hefur því lækkað að raungildi um a.m.k. 22%.
    Þær breytingar sem lagðar eru til eru í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarps fyrir árið 2005.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 29. nóv. 2004.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir.


Drífa Hjartardóttir.



Siv Friðleifsdóttir.


Gunnar Birgisson.


Álfheiður Ingadóttir.