Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 162. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 498  —  162. mál.




Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar um fjölgun öryrkja.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hverjar eru ástæður þess að öryrkjum sem fá greiddar örorkubætur frá hinu opinbera hefur fjölgað um 50% á tímabilinu 1998–2004, eins og fram kom í stefnuræðu forsætisráðherra 4. október sl.?
     2.      Hversu mikið hefur öryrkjum fjölgað á hverju ári á ofangreindu tímabili?
     3.      Hversu hátt hlutfall vinnuafls á Íslandi fær greiddar örorkubætur?
     4.      Hversu mikið hafa heildarbótagreiðslur ríkisins til öryrkja aukist á tímabilinu 1998–2004?


    Ekki liggja fyrir upplýsingar um ástæður þess að öryrkjum sem fá greiddar örorkubætur frá Tryggingastofnun ríkisins hefur fjölgað um 50% á tímabilinu 1998–2004. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Tryggingastofnun ríkisins hafa haft samvinnu um að finna skýringar á fjölguninni, m.a. í tengslum við skoðun á áhrifum aldurstengdu örorkuuppbótarinnar sem tekin var upp á þessu ári. Við þá skoðun komu fram nokkrar hugsanlegar skýringar á mikilli fjölgun öryrkja hér á landi.
    Ein skýringin sem nefnd hefur verið er að fyrir 1. september 1999 var örorka metin á grundvelli læknisfræðilegra, fjárhagslegra, félagslegra og landfræðilegra forsendna. Með lögum nr. 62/1999 var 12. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar, breytt þannig að örorka vegna lífeyristrygginga almannatrygginga skyldi metin á grundvelli færni umsækjanda samkvæmt örorkumatsstaðli sem grundvallaðist á afleiðingum læknisfræðilega viðurkenndra sjúkdóma eða fötlunar. Hugsanlega má rekja fjölgunina að einhverju leyti til þessa.
    Önnur hugsanleg skýring getur verið að sl. ár hafa verið gerðar miklar breytingar á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, sem kunna að hafa leitt til aukinnar ásóknar í bætur. Lagabreytingarnar hafa rýmkað réttindi öryrkja verulega og sem dæmi um rýmkuð réttindi eru að dregið hefur verið úr tengingum við tekjur maka, frítekjumörk hækkuð töluvert, aðeins 60% af atvinnutekjum öryrkja leiða til skerðingar á tekjutryggingu í stað 100% áður, rýmkaður hefur verið réttur til tekjutryggingarauka og greidd er uppbót á örorkulífeyri sem er aldurstengd.
    Þriðja hugsanlega skýringin getur verið að samfélagsaðstæður hafi breyst þannig að þær hafi leitt til fjölgunar öryrkja. Þegar kreppi að á vinnumarkaði, með aukinni samkeppni, auknum kröfum um vinnuafköst og auknu atvinnuleysi, megi búast við að þeir sem hafi skerta vinnufærni vegna afleiðinga sjúkdóma og fötlunar detti fyrr út af vinnumarkaðnum en aðrir og sæki þá um örorkubætur. Þá ýti atvinnuleysi undir heilsubrest, sérstaklega andlegan. Ýmsar aðrar skýringar eru jafnframt hugsanlegar eins og aukin streita og hraði í samfélaginu, svokölluð sjúkdómavæðing eða jafnvel aukið almennt heilsuleysi.
    Framangreindar skýringar eru eingöngu tilgátur og eins og að framan greinir býr ráðuneytið ekki yfir fullnægjandi upplýsingum um ástæður þess að öryrkjum fjölgar svo hratt hér á landi. Því hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ákveðið í samvinnu við fjármálaráðherra að láta hlutlausan aðila kanna betur ástæður fjölgunarinnar hér á landi undanfarin ár og hefur þar af leiðandi óskað eftir því við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að stofnunin rannsaki ástæður þessa. Er reiknað með að skýrslu um rannsóknina verði skilað til ráðherra fyrir lok janúarmánaðar árið 2005.
    Þess má geta að þrátt fyrir fjölgun þeirra sem eru á fullum örorkubótum frá Tryggingastofnun ríkisins er hlutfall öryrkja á Íslandi miðað við fólksfjölda enn mun lægra en gerist t.d. í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Þessi ríki og önnur Evrópuríki, svo sem Holland og Bretland, hafa þegar brugðist við hinni miklu fjölgun öryrkja og er það gert með ýmsum hætti en þó er aðaláherslan lögð á að koma öryrkjum aftur út á vinnumarkaðinn ef hægt er.
    Í eftirfarandi töflum kom fram koma upplýsingar þær sem beðið er um í 2.–4. lið fyrirspurnarinnar.


Tafla 1. Fjöldi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega
sem rétt áttu á bótagreiðslum 1. desember 1998–2004.

20041) 2003 2002 2001 2000 1999 1998
Örorkulífeyrisþegar 11.850 11.199 10.443 9.780 9.329 8.673 7.982
Endurhæfingarlífeyrisþegar 659 625 446 497 358 279 259
Breyting á fjölda örorkulífeyrisþega frá fyrra ári 651 756 663 451 656 691
Hlutfallsleg breyting 5,8% 7,2% 6,8% 4,8% 7,6% 8,7%
Breyting á fjölda endurhæfingarlífeyrisþega frá fyrra ári 34 179 -51 139 79 20
Hlutfallsleg breyting 5,4% 40,1% -10,3% 38,8% 28,3% 7,7%
Heimild: Staðtölur almannatrygginga 2003, sem birtar eru á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins.
1) Fjöldi lífeyrisþega 2004 miðast við þá sem fengu greiddar bætur 1. nóvember sl.
Endurhæfingarlífeyrir er tímabundinn lífeyrir.     



Tafla 2. Fjöldi örorkulífeyrisþega sem rétt áttu á bótagreiðslum
1. desember 1998–2004, skipt eftir kyni .

2003 2002 2001
Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar
Örorkulífeyrisþegar 6.817 4.382 6.375 4.068 5.932 3.848
Fjölgun frá fyrra ári 442 314 443 220 259 192
Hlutfall, % 6,9% 7,7% 7,5% 5,7% 4,6% 5,3%
2000 1999 1998
Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar
Örorkulífeyrisþegar 5.673 3.656 5.245 3.428 4.723 3.259
Fjölgun frá fyrra ári 428 228 522 169
Hlutfall, % 8,2% 6,7% 11,1% 5,2%
Heimild: Staðtölur almannatrygginga 2003, sem birtar eru á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins.


Tafla 3. Örorku-og endurhæfingarlífeyrisþegar
í hlutfalli af vinnuafli 16–74 ára, árin 1998–2004.

20041) 2003 2002 2001 2000 1999 1998
Örorkulífeyrisþegar 11.850 11.199 10.443 9.780 9.329 8.673 7.982
Endurhæfingarlífeyrisþegar 659 625 446 497 358 279 259
Samtals 12.509 11.824 10.889 10.277 9.687 8.952 8.241
Vinnuaflið2) 16–74 ára 161.400 162.400 162.000 162.700 160.100 156.500 152.100
Hlutfall örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega af vinnuaflinu
7,8%

7,3%

6,7%

6,3%

6,1%

5,7%

5,4%
Heimild: Staðtölur almannatrygginga 2003, birtar á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins, og rit Hagstofu Íslands, Vinnumarkaður 2002.
1) Fjöldi lífeyrisþega 2004 miðast við þá sem fengu greiddar bætur 1. nóvember sl.
2) Vinnuaflið 2003 og 2004 eru reiknuð meðaltöl úr ársfjórðungslegum könnunum Hagstofunnar.
Endurhæfingarlífeyrir er tímabundinn lífeyrir.
Vinnuaflið er samanlagður fjöldi starfandi og atvinnulausra.


Tafla 4. Greiðslur Tryggingastofnunar til örorkulífeyrisþega árin 1998–2005.
Fjárhæðir í millj. kr. Áætlun Áætlun
2005
2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998
Lífeyrir 4.609 4.200 2.780 2.533 2.170 1.981 1.694 1.475
Tekjutrygging og tekjutryggingarauki1) 6.476 5.890 5.747 3.999 3.286 3.648 2.311 2.008
Heimilisuppbót 744 707 662 595 555 526 439 361
Samtals 11.829 10.797 9.189 7.127 6.012 6.155 4.444 3.844
Barnalífeyrir 1.547 1.366 1.184 1.049 856 764 632 556
Uppbætur 321 309 283 300 284 258 269 265
Vinnusamningur öryrkja 115 110 101 83 66 51 46 27
Maka- og umönnunarbætur 51 45 40 29 22 21 21 20
Styrkir til bifreiðakaupa 167 224 250 122 132 100 117 74
Bensínstyrkur 249 241 226 214 187 143 117 112
Vasapeningar 62 60 55 56 55 54 48 40 Breyting Breyting
Samtals 965 989 956 804 747 627 618 538 2004/1998 2005/1998
Alls greiðslur til örorkulífeyrisþega 14.341 13.152 11.329 8.980 7.615 7.546 5.694 4.938 166,3% 190,4%
Samtals greiðslur til örorkulífeyrisþega, endurhæfingarlífeyrisþega og örorkustyrkþega
15.814

14.423

12.307

9.753

8.313

8.134

6.252

5.463

164,0%

189,5%
Heildarútgjöld heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis (A-hluti)
119.031

112.601

105.818

96.361

84.559

78.479

72.621

62.407
Hlutur örorkulífeyrisþega í heildarútgjöldum HTR 12,0% 11,7% 10,7% 9,3% 9,0% 9,6% 7,8% 7,9%
Hlutur örorkulífeyrisþega, endurhæfingarstyrkþega og örorkustyrkþega í heildarútgjöldum HTR
13,3%

12,8%

11,6%

10,1%

9,8%

10,4%

8,6%

8,8%
Meðalfjöldi örorkulífeyrisþega með greiðslur á viðkomandi ári.2)
12.270

11.465

10.801

10.045

9.562

9.042

8.206

7.870

45,7%

55,9%
Íbúafjöldi 293.233 290.868 290.570 288.471 286.250 282.849 279.049 275.264 5,7% 6,5%
Íbúafjöldi 16–66 ára 192.614 190.142 189.654 188.168 186.785 184.267 181.366 178.717 6,4% 7,8%
Örorkulífþegar í hlutfall af 16–66 ára 6,4% 6,0% 5,7% 5,3% 5,1% 4,9% 4,5% 4,4%
Meðalgreiðsla á örorkulífeyrisþega 1.168.786 1.147.133 1.048.879 893.997 796.359 834.550 693.883 627.446 82,8% 86,3%
1. Árið 2003 er meðtalin 812 millj. kr. greiðsla í kjölfar seinni öryrkjadóms og 1.065 millj. kr. árið 2000 í kjölfar fyrri öryrkjadómsins.
2. Árið 2004 meðalfjöldi örorkulífþega janúar til ágúst. Árið 2005 er gert ráð fyrir 7% aukningu frá meðalatali janúar til ágúst 2004.


Tafla 5. Greiðslur Tryggingastofnunar til endurhæfingarlífeyrisþega.
Fjárhæðir í mill. kr. Áætlun Áætlun
2005 2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998
Lífeyrir 444 374 173 150 134 99 76 63
Tekjutrygging og tekjutryggingarauki1) 541 456 385 244 199 169 102 82
Heimilisuppbót 51 49 45 33 27 18 16 8
Samtals 1.036 879 603 427 360 286 194 153
Barnalífeyrir 201 177 166 138 116 80 56 52
Sérstök heimilisuppbót 2 3 3 2
Uppbætur 9 8 8 7 6 6 5 4
Maka- og umönnunarbætur 2 2 2 0 1 1 2 1
Styrkir til bifreiðakaupa 1 1 1 1 2 3 3 0
Bensínstyrkur 1 1 1 2 2 1 1 1 Breyting Breyting
Samtals 13 12 12 10 12 14 13 7 2004/1998 2005/1998
Alls greiðslur til endurhæfingarlífeyrisþega 1.250 1.068 781 575 488 381 264 212 403% 488,2%
Heildarútgjöld heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis (A-hluti)
119.031

112.601

105.818

96.361

84.559

78.479

72.621

62.407


90,7%
Hlutur endurhæfinarlífeyrisþega í heildarútgjöldum
1,1%

0,9%

0,7%

0,6%

0,6%

0,5%

0,4%

0,3%


208,4%
Hlutur örorkulífeyrisþega, endurhæfingar- og örorkustyrkþega í heildarútgjöldum HTR
13,3%

12,8%

11,6%

10,1%

9,8%

10,4%

8,6%

8,8%
Meðalfjöldi endurhæfingarlífeyrisþega2) 765 665 512 462 422 308 270 247 169,2% 209,7%
Meðalgreiðslur á endurhæfingarlífeyrisþega 1.633.333 1.606.289 1.525.943 1.243.628 1.156.827 1.236.642 976.416 860.079 86,8% 89,9%
1. Árið 2003 er meðtalin 36 millj. kr. greiðsla í kjölfar seinni öryrkjadóms og 50 millj. kr. árið 2000 í kjölfar fyrri öryrkjadómsins.
2. Árið 2004 meðalfjöldi janúar til ágúst. 2005 er gert ráð fyrir 15% aukningu frá meðalatali janúar til ágúst 2004.


Tafla 6. Greiðslur Tryggingastofnunar til örorkustyrkþega.
Fjárhæðir í millj. kr. Áætlun Áætlun
2005 2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998
Örorkustyrkur 134 122 126 129 138 144 215 227
Barnalífeyrir 85 75 63 62 67 58 67 73 Breyting
Bensínstyrkur 2 2 2 4 4 4 7 8 2005/1998
Styrkir til bifreiðakaupa 3 3 5 3 1 2 5 5
Samtals 224 203 196 198 210 207 295 313 -28,4%
Neysluverðsvísitala, meðaltal ársins 242,0 233,8 227,3 222,6 212,4 199,1 189,6 183,3 32,0%
Launavísitala, meðaltal ársins 257,5 250,0 239,1 226,4 211,3 194,1 182,0 170,4 51,1%
Meðalfjöldi örorkustyrkþega á árinu 711 711 731 818 903 1031 1519 1617 -56,0%
Meðalgreiðslur til styrkþega1) 314.820 284.993 268.681 241.822 232.816 201.076 194.086 193.441 62,7%
1) 2004 meðalfjöldi janúar til ágúst.