Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 220. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 499  —  220. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðjón Bragason og Inga Val Jóhannsson frá félagsmálaráðuneyti, Guðmund Bjarnason og Jóhann Jóhannsson frá Íbúðalánasjóði, Árna Pál Árnason lögmann, Arnór Sighvatsson frá Seðlabanka Íslands, Pál Gunnar Pálsson og Ragnar Hafliðason frá Fjármálaeftirliti, Tryggva Þór Herbertsson og Axel Hall frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Hallgrím Guðmundsson og Sigurð Guðmundsson frá fjármálaráðuneyti, Guðmund Sigurðsson frá Samkeppnisstofnun, Guðjón Rúnarsson frá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja og Grétar Jónasson og Hauk Geir Garðarsson frá Félagi fasteignasala.
    Meginefni frumvarps þessa er að hámarkslánshlutfall á lánum sem Íbúðalánasjóður veitir hækkar í allt að 90% af af matsverði eignar. Félagsmálaráðherra verður áfram heimilt að ákveða hámarkslán með reglugerð, en slíka heimild hefur hann haft frá setningu laga nr. 44/1998. Í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að ráðherra muni áfram hafa svigrúm til innleiðingar breytinga á fjárhæðinni í reglugerð og að þegar breytingin verði komin til framkvæmda að fullu nemi hámarkslánsfjárhæð Íbúðalánasjóðs 90% af verði hóflegs íbúðarhúsnæðis. Þar sem almennar lánsheimildir hækka í 90% falla úr gildi lagaákvæði um veitingu svonefndra viðbótarlána fyrir efnaminni einstaklinga. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að leigumarkaðurinn verði efldur með því að Íbúðalánasjóður geti boðið tvenns konar lán til byggingar leiguhúsnæðis; annars vegar lán með breytanlegum vöxtum og hins vegar lán með föstum vöxtum. Í síðarnefnda tilvikinu verður ekki um uppgreiðsluheimild að ræða.
    Miklar hræringar hafa orðið á húsnæðismarkaði upp á síðkastið, eða allt frá því að boðað var að hámarkslánshlutfall lána Íbúðalánasjóðs yrði hækkað í allt að 90% af matsverði eignar. Af þeim skriflegu umsögnum sem nefndinni hafa borist má ráða að skiptar skoðanir séu um það hvaða hlutverki Íbúðalánasjóður eigi að gegna, nú þegar viðskiptabankar og sparisjóðir hafa haslað sér völl á húsnæðismarkaði og eru farnir að bjóða allt að 100% lán til kaupa á íbúðarhúsnæði með litlum takmörkunum á hámarksfjárhæð. Telja sumir mikilvægt að styrkja Íbúðalánasjóð svo hann getið áfram verið raunverulegur valkostur fyrir fólk í fasteignakaupum. Aðrir telja hins vegar að hlutverk sjóðsins eigi fremur að einskorðast við það að gegna félagslegu hlutverki, svo sem að sinna lánveitingum til hinna efnaminni og lánveitingum á landsbyggðinni. Varðandi starfsemi Íbúðalánasjóðs hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) með ákvörðun frá 11. ágúst 2004 skorið úr um að starfsemi sjóðsins samræmist ákvæðum EES-samningsins. Í niðurstöðu sinni hafnaði ESA kvörtun Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) þess efnis að starfsskilyrði Íbúðalánasjóðs raski eðlilegri og virkri samkeppni banka á íslenskum lánamarkaði. Nú hefur SBV áfrýjað þeim úrskurði til EFTA- dómstólsins til að fá endanlega úr því skorið hvort núverandi fyrirkomulag gangi gegn ríkisstyrkjareglum EES-samningsins eða ekki, sbr. fréttatilkynningu SBV 23. nóvember sl.
    Vert er að vekja athygli á 8. gr. frumvarpsins en samkvæmt henni verður bætt við ákvæði til bráðabirgða. Í því er fjallað um þau tilvik þegar eigendaskipti verða á eign sem á hvílir viðbótarlán. Með ákvæðinu er sú regla lögfest að leita skuli samþykkis Íbúðalánasjóðs um yfirtöku nýs eiganda á þeim lánum sem ætlað er að hvíli áfram á eign. Í athugasemdum við þetta ákvæði í frumvarpinu kemur hins vegar fram að Íbúðalánasjóði skuli tilkynnt um yfirtöku láns. Lagatextinn gengur framar ummælum í athugasemdunum en rétt þykir að hnykkja á þeim skilningi að leitað verði eftir samþykki Íbúðalánasjóðs um yfirtöku nýs eiganda þegar um viðbótarlán er að ræða.
    Nefndin vill benda á að sú fyrirgreiðsla sem Íbúðalánasjóður veitir er forsenda fyrir jöfnum aðgangi að lánsfé til fasteignakaupa óháð búsetu eða fjárhagslegri forsögu einstaklinga. Markmiðið með hækkun lánshlutfalls er að auðvelda kaupendum minni og meðalstórra fasteigna að fá heildstæða fjármögnun til slíkra kaupa. Nefndin telur að Íbúðalánasjóður hafi áfram mikilvægu hlutverki að gegna á húsnæðismarkaði, ekki síst þar sem lítil, sem engin, reynsla er komin á húsnæðislánaveitingar viðskiptabankanna. Þó ber að fagna þeirri samkeppni sem fram er komin þar sem hún hefur leitt til þess að vextir á lánum til húsnæðiskaupa hafa lækkað. Hins vegar er nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í þessum efnum og hafa ýmis aðvörunarorð komið fram sem hafa verið rædd á fundum nefndarinnar.
    Má þar fyrst nefna að með auknu lánsfjárframboði má telja líklegt að fasteignaverð hækki meira en það hefur gert undanfarna mánuði. Nú þegar viðskiptabankarnir eru farnir að bjóða lán til húsnæðiskaupa og veita allt að 100% lán til þeirra með litlum takmörkunum á hámarksfjárhæð má hins vegar halda því fram að hækkun lána hjá Íbúðalánasjóði í 90% af matsverði eignar hafi lítil, sem engin, áhrif á fasteignaverð. Fram hefur komið frá ýmsum umsagnaraðilum að hófleg hækkun hámarksfjárhæðar umfram það sem nú er gert ráð fyrir breyti litlu varðandi þensluáhrif vegna þeirra lánamöguleika sem nú bjóðast hjá bönkunum. Hins vegar var varað við því að Íbúðalánsjóður fari í of mikla samkeppni við viðskiptabankana.
    Jafnframt verður að telja að með auknu framboði á lánsfé aukist líkur á mikilli skuldsetningu heimilanna. Þannig getur verið hætta á að einstaklingar eða fjölskyldur sem ekki hafa ráð til, festi kaup á húsnæði með mikilli skuldsetningu sem verður svo jafnvel ekki hægt að standa undir. Í framhaldi af þessu má benda á mikilvægi þess að lántakendur séu upplýstir um þá áhættu sem í því felst að fá lánað allt að 90% af matsverði eignar. Áhættan af slíkri fjárfestingu er talsverð, en enn meiri áhætta er hins vegar í því fólgin að taka lán fyrir 100% af matsverði fasteignar eins og viðskiptabankar og sparisjóðir hafa boðið. Einnig hafa heyrst aðvörunarorð um að sökum mikillar þenslu á fasteignamarkaði þessa stundina geti þeir sem nú taka lán til húsnæðiskaupa lent í því á næstu árum að eigið fé sem bundið er í fasteign þeirra verði neikvætt og eignir þeirra yfirveðsettar. Slík þróun gæti leitt til þess að skuldarar lendi í miklum fjárhagslegum vanda. Fjöldamörg dæmi má nefna frá nágrannalöndunum þar sem fasteignaverð hefur farið lækkandi. Má þar til dæmis nefna Noreg þar sem verð á fasteignum lækkaði um 48% á árunum 1986–93 og Finnland þar sem raunlækkun var yfir 50% á árunum 1989–93. Jafnframt má nefna að í Bretlandi lækkaði fasteignaverð um tæp 30% á árunum 1989–93. Talið er að meðaltal af niðursveiflum fasteignaverðs í 29 tilfellum sé um 15–17%.
    Þá má benda á að lánveitingar viðskiptabankanna hafa sætt takmörkunum að því leyti að boðið er upp á lægra lánshlutfall á landsbyggðinni, þ.e. utan helstu þéttbýlissvæða. Telja verður æskilegt að landsmenn allir búi við jafnræði í þessum efnum og geti haft aðgang að lánsfjármagni til kaupa á íbúðarhúsnæði á sömu eða svipuðum kjörum, en frumvarp þetta styrkir sannarlega slík sjónarmið. Auk þess er æskilegt að Íbúðalánasjóður verði áfram á hinum almenna markaði þar til lengri reynsla er komin á lánveitingar viðskiptabanka og sparisjóða á þessu sviði og ljóst þykir að þeir geti boðið lán til fasteignakaupa á jafngóðum kjörum og og þeir hafa boðið undanfarna mánuði.
    Í nefndinni var rætt um hvaða möguleika Íbúðalánasjóður hefði til að mæta þörfum fólks með eldri óhagstæðari lán frá sjóðnum og til að verja sjóðinn uppgreiðslu. Fram kom af hálfu fulltrúa félagsmálaráðuneytis að kannaðir yrði möguleikar þess að heimila sjóðnum að fallast á takmarkaðar veðsetningar framar eldri lánum sjóðsins.
    Í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir því að hámarkslánsfjárhæð Íbúðalánasjóðs nemi 90% af verði ,,hóflegs íbúðarhúsnæðis“. Hefur félagsmálaráðherra heimild til að ákvarða hámarksfjárhæð lánveitingar með reglugerð. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að hámarkslánsfjárhæð verði 13 millj. kr. við gildistöku laga þessara og haldi síðan áfram að hækka á kjörtímabilinu.
    Í eftirfarandi töflu má sjá meðalupphæð þinglýstra kaupsamninga frá sl. októbermánuði og er upphæðum skipt niður eftir stærð eignar og því hvort fasteign er á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni.

Stærð í fermetrum Verð í þús. kr., höfuðborgarsvæði Verð í þús kr., landsbyggð
70–90 12.411 8.579
90–110      14.582 9.975
110–130      16.620 9.187
130–150 19.493 11.258
Sérbýli 27.428 12.506


    Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á frumvarpinu:
    1. Lagt er til að við bætist ný grein sem verði 4. gr. en þar segir að íbúðabréf skuli gefin út sem framseljanleg rafrænt eignaskráð verðbréf.
    Hér er aðeins um tæknilegt atriði að ræða sem þó skiptir máli til að eyða hugsanlegri óvissu við framkvæmd útboða íbúðabréfa. Þörf er á þessari breytingu til að taka skýrt fram að markmið ákvæðisins er að tryggja að íbúðabréf séu rafbréf, óháð því hvort þau eru skráð í Verðbréfaskráningu Íslands eða hjá öðrum verðbréfaskráningum, svo sem hjá Euroclear, eins og nú er.
    2. Lagt er til að við bætist ný grein sem verði 5. gr. Samkvæmt henni getur ráðherra heimilað Íbúðalánasjóði með reglugerð að bjóða skuldurum ÍLS-veðbréfa að afsala sér rétti til að greiða upp lán eða greiða aukaafborganir gegn því að greiða lægri vexti.
    Með þessari breytingu getur félagsmálaráðherra heimilað Íbúðalánasjóði sama svigrúm við lánveitingar og aðrar fjármálastofnanir njóta samkvæmt almennum lögum á hverjum tíma, nú lög um neytendalán, nr. 121/1994, með síðari breytingum. Nokkur óvissa ríkir um heimildir fjármálastofnana í þessum efnum og hefur Samkeppnisstofnun málið til skoðunar. Þar til niðurstaða í því máli liggur fyrir telur nefndin rétt að beðið verði með setningu reglugerðar á grundvelli þessa ákvæðis. Jafnframt vill nefndin taka fram að augljóst er að efni slíkrar reglugerðar hlýtur að taka mið af niðurstöðu Samkeppnisstofnunar í málinu.
    3. Lögð er til breyting á 5. gr., sem verður 7. gr., þess efnis að vextir af lánum til leiguíbúða geti verið fastir eða breytilegir. Fastir vextir munu ákveðast á sama hátt og vextir ÍLS- veðbréfa en Íbúðalánasjóður skal ákveða breytilega vexti við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.
    Breyting þessi er til samræmis við nýja 5. gr. frumvarpsins. Lán til leiguíbúða eru ekki háð ákvæðum laga um neytendalán, nr. 121/1994, en rétt þykir að ákvörðun um þóknun fyrir uppgreiðslu láns verði bundin í reglugerð á sama hátt og mælt er fyrir um í 5. gr.
    4. Lögð er til breyting á 1. mgr. 9. gr. og er þar lagt til að lögin öðlist þegar gildi.
    Leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt með framangreindum breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Jóhanna Sigurðardóttir, Gunnar Örlygsson og Katrín Júlíusdóttir skrifa undir álit þetta með fyrirvara um einstaka þætti málsins, t.d. uppgreiðsluálag, og leggja einnig megináherslu á hækkun hámarkslánsfjárhæðar. Áskilur minni hlutinn sér rétt í því sambandi til að styðja og flytja breytingartillögur.
    Álfheiður Ingadóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hún samþykk áliti þessu en tekur undir sjónarmið minni hlutans.

Alþingi, 30. nóv. 2004.Siv Friðleifsdóttir,


form., frsm.


Einar K. Guðfinnsson.


    Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.Guðlaugur Þór Þórðarson.


Gunnar Örlygsson,


með fyrirvara.


Pétur H. Blöndal.Birkir Jón Jónsson.


Katrín Júlíusdóttir,


með fyrirvara.


Fylgiskjal.


Fasteignamat ríkisins:

Meðalupphæð þinglýstra kaupsamninga


frá janúar 2003 til nóvember 2004.*
Íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæði     Íbúðarhúsnæði utan höfuðborgarsvæðis


Ár


Mán.

Meðal- flm.

Meðalbyggingarár

Fjöldi samn.
Meðalupphæð samnings,
þús. kr.

Meðalflm

Meðalbyggingarár

    Fjöldi samn.
Meðalupphæð samnings,
þús. kr.

70–90 m²

70–90 m²

2003
1 80 1970 85 10.459 80 1970 23 7.522
2003 2 80 1968 146 10.621 81 1973 29 7.131
2003 3 81 1971 151 10.774 80 1973 30 7.491
2003 4 80 1969 114 10.687 79 1963 39 6.841
2003 5 80 1966 122 10.832 82 1973 22 7.536
2003 6 79 1970 115 10.840 80 1965 27 6.290
2003 7 81 1972 201 11.229 79 1962 45 7.382
2003 8 81 1967 110 11.493 81 1970 25 7.335
2003 9 81 1972 141 11.132 80 1969 48 7.018
2003 10 80 1969 176 10.914 80 1973 39 7.786
2003 11 81 1971 120 11.174 80 1974 45 7.164
2003 12 81 1975 102 11.312 80 1972 26 6.749
2004 1 80 1969 93 11.226 81 1967 23 7.248
2004 2 79 1972 120 11.544 80 1970 28 7.431
2004 3 80 1968 138 11.388 78 1972 40 7.429
2004 4 79 1971 108 11.826 78 1964 20 7.014
2004 5 81 1970 123 11.907 81 1965 30 8.343
2004 6 80 1971 152 11.792 80 1971 33 7.718
2004 7 81 1972 125 12.135 79 1974 35 7.948
2004 8 80 1970 142 11.939 80 1969 47 6.979
2004 9 80 1969 183 12.164 81 1968 41 7.490
2004 10 80 1974 188 12.411 81 1974 47 8.579
2004 11 81 1972 65 12.782 82 1969 6 8.700
90–110 m² 90–110 m²
2003 1 102 1975 67 12.696 99 1969 20 7.131
2003 2 100 1978 108 12.502 101 1965 25 7.984
2003 3 99 1972 123 12.386 100 1966 27 8.567
2003 4 100 1977 112 12.663 100 1964 34 7.966
2003 5 100 1977 102 12.729 101 1973 19 8.717
2003 6 99 1973 109 12.987 103 1971 26 8.875
2003 7 100 1975 148 12.612 100 1973 42 8.469
2003 8 100 1980 99 12.812 102 1964 27 8.279
2003 9 100 1977 158 12.779 99 1973 35 9.209
2003 10 100 1978 153 12.829 101 1975 35 8.433
2003 11 100 1977 113 13.104 100 1971 28 7.771
2003 12 100 1978 109 12.818 101 1964 26 7.743
2004 1 100 1979 89 13.265 99 1974 16 9.533
2004 2 101 1980 112 13.584 101 1972 40 9.062
2004 3 100 1978 137 13.762 99 1972 37 9.167
2004 4 99 1977 105 13.421 100 1975 24 9.436
2004 5 100 1976 144 13.675 99 1968 51 9.069
2004 6 100 1976 158 13.781 100 1964 33 9.415
2004 7 99 1976 109 13.984 101 1975 34 8.897
2004 8 99 1978 112 14.018 98 1976 34 9.649
2004 9 99 1977 186 14.201 100 1969 41 9.517
2004 10 100 1984 211 14.582 100 1967 45 9.975
2004 11 99 1983 58 14.681 99 1982 16 10.619
110–130 m² 110–130 m²
2003 1 117 1973 44 14.475 121 1966 20 7.770
2003 2 120 1975 48 13.968 120 1955 19 7.904
2003 3 119 1974 85 14.526 119 1968 19 8.912
2003 4 118 1979 72 14.541 121 1971 32 9.765
2003 5 118 1976 65 14.589 121 1970 28 8.998
2003 6 119 1975 60 14.537 120 1966 21 8.844
2003 7 120 1974 81 14.559 120 1970 29 9.871
2003 8 118 1978 81 14.507 119 1957 24 8.590
2003 9 119 1980 98 15.018 118 1964 34 9.287
2003 10 120 1983 92 14.948 119 1972 39 9.413
2003 11 120 1976 84 14.831 118 1978 24 9.953
2003 12 119 1978 63 14.780 121 1975 30 9.391
2004 1 119 1976 51 14.661 119 1965 20 9.515
2004 2 119 1976 79 15.363 120 1963 35 8.393
2004 3 120 1981 78 15.419 121 1969 28 8.953
2004 4 119 1979 79 15.556 121 1967 19 9.158
2004 5 119 1984 78 15.912 120 1957 19 7.626
2004 6 119 1977 108 15.841 118 1963 24 7.544
2004 7 119 1984 78 16.542 117 1958 13 8.968
2004 8 121 1984 89 16.667 121 1966 31 9.711
2004 9 119 1983 152 16.697 120 1963 42 9.725
2004 10 119 1985 122 16.620 121 1965 33 9.187
2004 11 119 1987 39 17.178 117 1982 8 12.581
130–150 m² 130–150 m²
2003 1 140 1973 26 15.550 140 1971 28 10.759
2003 2 139 1975 42 15.373 141 1970 31 11.008
2003 3 142 1973 43 16.188 143 1973 31 10.747
2003 4 140 1975 42 15.631 139 1969 22 10.777
2003 5 139 1969 34 16.234 142 1964 26 9.863
2003 6 139 1973 47 16.559 143 1963 25 8.608
2003 7 138 1975 58 15.865 138 1971 32 10.984
2003 8 139 1980 58 16.731 138 1963 22 10.359
2003 9 140 1976 51 16.547 141 1972 19 11.495
2003 10 139 1976 51 17.183 140 1973 34 11.721
2003 11 140 1979 41 17.793 141 1970 19 10.583
2003 12 139 1974 40 16.772 141 1970 17 10.794
2004 1 139 1982 27 16.945 138 1969 16 9.125
2004 2 139 1985 50 17.366 141 1969 22 10.421
2004 3 140 1985 62 17.481 141 1965 26 10.865
2004 4 140 1977 52 17.791 140 1967 32 11.207
2004 5 139 1979 63 17.089 140 1967 45 11.571
2004 6 141 1976 47 18.144 141 1965 19 11.144
2004 7 141 1976 47 18.147 139 1966 21 10.855
2004 8 140 1981 57 18.245 141 1967 36 11.364
2004 9 138 1980 81 19.039 140 1967 27 13.193
2004 10 140 1986 98 19.493 142 1971 26 11.258
2004 11 136 1982 24 19.285 140 1973 10 11.097
    

Sérbýli á höfuðborgarsvæði     Sérbýli utan höfuðborgarsvæðis


Ár


Mán.

Meðal- flm.

Meðalbyggingarár

Fjöldi samn.
Meðalupphæð samnings,
þús. kr.

Meðalflm

Meðalbyggingarár

Fjöldi samn.
Meðalupphæð samnings,
þús. kr.
2003 1 196 1970 66 20.109 154 1968 90 9.724
2003 2 186 1976 94 20.110 153 1971 94 10.301
2003 3 187 1975 110 20.379 163 1966 131 10.325
2003 4 196 1974 97 21.305 151 1969 118 10.728
2003 5 195 1973 100 20.857 172 1969 131 12.475
2003 6 185 1974 93 20.781 174 1968 113 10.248
2003 7 189 1977 138 20.822 159 1970 150 10.626
2003 8 202 1977 108 22.660 160 1965 116 10.971
2003 9 211 1971 117 23.724 162 1966 132 10.206
2003 10 194 1975 130 21.500 154 1970 145 10.743
2003 11 191 1975 90 22.836 187 1968 124 11.245
2003 12 203 1976 83 22.649 165 1970 101 10.695
2004 1 199 1976 65 22.858 157 1968 71 11.091
2004 2 194 1978 75 21.391 159 1970 120 11.845
2004 3 193 1977 120 22.955 164 1968 134 11.315
2004 4 198 1977 84 23.709 163 1967 122 11.968
2004 5 191 1976 124 22.832 168 1969 173 12.593
2004 6 197 1976 126 24.533 168 1968 137 12.092
2004 7 183 1976 82 23.959 159 1968 112 11.633
2004 8 180 1975 90 23.657 150 1968 139 11.205
2004 9 200 1975 153 26.756 163 1965 157 11.911
2004 10 206 1977 148 27.428 156 1968 152 12.506
2004 11 214 1974 35 28.571 154 1969 27 12.975
*Samningar fyrir nóvember 2004 hafa ekki allir borist Fasteignamatinu.