Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 220. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 500  —  220. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.     1.      Við frumvarpið bætist tvær nýjar greinar er verði 4. og 5. gr. og orðist svo:
        a.    (4. gr.)
                        22. gr. laganna orðast svo:
                     Íbúðalánasjóður gefur út íbúðabréf. Íbúðabréf skulu gefin út sem framseljanleg rafrænt eignaskráð verðbréf.
        b.    (5. gr.)
                     Við 23. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. getur félagsmálaráðherra heimilað Íbúðalánasjóði með reglugerð, í samræmi við almennar lagaheimildir á hverjum tíma, að bjóða skuldurum ÍLS-veðbréfa að afsala sér rétti til þess að greiða án þóknunar upp lán eða greiða aukaafborganir, gegn lægra vaxtaálagi. Jafnframt skal í reglugerðinni kveðið á um hlutfall þóknunar sem Íbúðalánasjóður getur áskilið sér ef lántaki, sem afsalar sér umræddum rétti, hyggst greiða upp lán fyrir lok lánstíma. Slík þóknun skal aldrei nema hærri fjárhæð en nemur kostnaði Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslu viðkomandi láns.
     2.      Efnismgr. 5. gr., er verði 7. gr., orðist svo:
                  Vextir af lánum til leiguíbúða geta verið fastir eða breytilegir. Fastir vextir og vaxtaálag ákveðast á sama hátt og vextir ÍLS-veðbréfa, sbr. 21. og 28. gr., en stjórn Íbúðalánasjóðs skal við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert ákveða breytilega vexti. Ráðherra getur heimilað Íbúðalánasjóði með reglugerð að bjóða lántakendum skv. 1. mgr. að afsala sér rétti til þess að greiða án þóknunar upp lán eða greiða aukaafborganir, gegn lægra vaxtaálagi. Jafnframt skal í reglugerðinni kveðið á um hlutfall þóknunar sem Íbúðalánasjóður getur áskilið sér ef lántaki sem afsalar sér umræddum rétti hyggst greiða upp lán fyrir lok lánstíma. Slík þóknun skal aldrei nema hærri fjárhæð en nemur kostnaði Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslu viðkomandi láns.
     3.      Við 9. gr. 1. mgr. orðist svo:
                   Lög þessi öðlast þegar gildi.