Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 369. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 537  —  369. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um vegagerð á Uxahryggjaleið.

     1.      Hve miklu fé hefur verið varið til vegagerðar á Uxahryggjaleið, frá Meyjarsæti að Víðikerum, árin 2002 og 2003 og á þessu ári?
    Framkvæmdir við umræddan áfanga á Uxahryggjavegi um Sandkluftavatn voru boðnar út í júní árið 2003 og hófust framkvæmdir í september það ár. Um er að ræða nýbyggingu 4,5 km kafla vegarins. Árið 2003 var unnið fyrir 28 millj. kr. en áætlað er að á þessu ári verði unnið fyrir um 60 millj. kr. miðað við að verkinu ljúki nú í desember.

     2.      Hvaða opinberra leyfa hefur verið aflað vegna umræddrar vegagerðar?

    Gerð var kynningarskýrsla vegna framkvæmdarinnar og hún send til sveitarfélagsins Bláskógabyggðar, Þingvallanefndar, Fornleifaverndar ríkisins og Umhverfisstofnunar. Ábendingar komu frá Þingvallanefnd og Umhverfisstofnun sem farið var eftir, eftir því sem við átti. Sveitarfélagið gaf út framkvæmdaleyfi.