Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 366. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 545  —  366. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Í frumvarpinu er lagt til að framlengd verði til 30. júní 2005 undanþága frá greiðslu þungaskatts fyrir bifreiðar sem í tilraunaskyni nota annan orkugjafa en bensín, dísilolíu eða annað eldsneyti unnið úr olíu. Óþarft er að framlengja undanþágu frá þessum lögum í lengri tíma þar sem lög um olíugjald og kílómetragjald o.fl., nr. 87/2004, taka gildi 1. júlí nk. og falla þá úr gildi lögin sem frumvarpið breytir.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Gunnar Örlygsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 4. des. 2004.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir.


Birgir Ármannsson.Gunnar Birgisson.


Jóhanna Sigurðardóttir.Lúðvík Bergvinsson.
Siv Friðleifsdóttir.


Álfheiður Ingadóttir.


Jón Gunnarsson.