Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 417. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 551  —  417. mál.
Fyrirspurntil umhverfisráðherra um erfðabreytt matvæli.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.     1.      Hvað líður setningu reglna um nýfæði og merkingu erfðabreyttra matvæla hér á landi? Hvers er að vænta í þessu sambandi í ljósi nýjustu reglna Evrópusambandsins?
     2.      Hvernig stendur fræðsla til almennings um erfðabreytt matvæli, t.d. gerð bæklings sem ætlunin var að dreifa, sbr. svar við fyrirspurn á 128. löggjafarþingi (300. mál)?
     3.      Hvernig hyggjast íslensk stjórnvöld merkja framleiðsluvörur frá Bandaríkjunum sem innihalda erfðabreyttar afurðir?


Skriflegt svar óskast.