Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 378. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 568  —  378. mál.
Svarheilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um póstverslun með lyf.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver er afstaða ráðherra til póstverslunar með lyf hér á landi?

    Póstverslun með lyf er óheimil skv. 21. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994. Póstsendingar lyfja eru hins vegar heimilar en í framangreindri lagagrein segir að póstsendingar lyfja skuli kveðið á um í reglugerð um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir.
    Ráðuneytinu hafa borist fyrirspurnir um póstverslun frá ýmsum hagsmunaaðilum og er því líklegt að nefnd sem nýlega var skipuð til að semja drög að lyfjastefnu og nýjum lyfjalögum taki þetta mál til skoðunar.
    Ekki er tekin afstaða til póstverslunar fyrr en framangreind nefnd hefur skilað áliti.