Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 335. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 573  —  335. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hauk Ingibergsson og Margréti Hauksdóttur frá Fasteignamati ríkisins og Hafstein S. Hafsteinsson frá fjármálaráðuneyti.
    Tilgangur frumvarpsins er líkt og kemur fram í athugasemdum við það að skýra reglur um auðkennisnúmer fasteigna, styrkja stjórnsýslu við framkvæmd fasteignamats og marka fjárhagsgrundvöll Fasteignamats ríkisins til að halda og þróa Landskrá fasteigna.
    Nefndin gerir athugasemd við það til hve langs tíma til viðbótar lagt er til að umsýslugjald, sbr. 4. gr., verði innheimt af húseigendum. Við afgreiðslu 285. máls á 125. þingi var samþykkt tillaga meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á því máli þar sem ákvæði um umsýslugjaldið var fært í bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 48/1994 og því ætlað að falla niður á árinu 2004. Átti stofnkostnaði við Landskrá fasteigna þá að vera lokið. Nefndin metur Landskrá fasteigna sem mjög merkilegt og mikilvægt verk en telur jafnframt að leita verði leiða til að takmarka þann kostnað við verkið sem fasteignaeigendur bera einir. Því leggur nefndin til að tímabilið sem umsýslugjaldi er ætlað að vera innheimt skv. 4. gr. verði árin 2005 og 2006 í stað 2005–2008. Eftir það skuli tekna aflað með öðrum hætti.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Í stað „2005–2008“ í 4. gr. komi: 2005 og 2006.

Alþingi, 7. des. 2004.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir.


Birgir Ármannsson.Siv Friðleifsdóttir.


Gunnar Birgisson.


Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.