Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 269. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 596  —  269. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um Lánasjóð sveitarfélaga.

Frá félagsmálanefnd.



    Við ákvæði til bráðabirgða bætist tvær nýjar málsgreinar sem orðist svo:
    Lánasjóður sveitarfélaga skal innan mánaðar frá gildistöku laga þessara sækja um starfsleyfi sem lánafyrirtæki skv. 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum, sbr. einnig 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. sömu laga. Sjóðnum er heimilt að starfa samkvæmt ákvæðum laga þessara og samþykktum um sjóðinn þar til ákvörðun um veitingu starfsleyfis liggur fyrir.
    Lög þessi skulu endurskoðuð eigi síðar en við árslok 2008.