Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 351. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 598  —  351. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og fleiri lögum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (PHB, DJ, BÁ, ÁMöl, SF).     1.      Við 31. gr. Við greinina bætist nýr liður, svohljóðandi:
              e. (XVI.)
              Ákvæði 82. og 83. gr. laganna falla brott 31. desember 2005.
     2.      Við 38. gr. Greinin orðist svo:
              Orðin „öðrum en eignarskatti, á því ári sem þeir falla“ í 4. gr. laganna falla brott.
     3.      Við 39. gr. Greinin orðist svo:
              Orðin „öðrum en eignarskatti, á því ári, sem þeir falla“ í 4. gr. laganna falla brott.
     4.      Við 48. gr. Greinin orðist svo:
             Orðin „öðrum en eignarskatti, á því ári sem þeir falla“ í 2. mgr. 4. gr. laganna falla brott.
     5.      Við 64. gr. Greinin orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna:
              a.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
              b.      Í stað orðanna „laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 3. mgr. kemur: laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
     6.      Við 102. gr. Greinin orðist svo:
              Orðin „öðrum en eignarskatti, á því ári sem þeir falla“ í 3. gr. laganna falla brott.
     7.      Á eftir XLIV. kafla komi tveir nýir kaflar, XLV. kafli, Breyting á lögum nr. 82/2000, um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna, með einni nýrri grein, 137. gr., og XLVI. kafli, Breyting á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum, sbr. 6. gr. laga nr. 90/2004, með einni nýrri grein, 138. gr., er orðist svo:
              a.      (137. gr.)
                     Í stað orðanna „tekju- og eignarskattsfrelsis“ í 4. málsl. 11. gr. laganna kemur: tekjuskattsfrelsis.
              b.      (138. gr.)
                        Orðin „og eignarskatt“ í 3. og 4. mgr. 15. gr. a laganna falla brott.
     8.      Á eftir LI. kafla komi nýr kafli, LIV. kafli, Breyting á lögum nr. 14/2004, um erfðafjárskatt, með síðari breytingu, með einni nýrri grein, 147. gr., er orðist svo:
             Orðin „og eignarskatt“ í 3. mgr. 1. gr., 6. mgr. 16. gr. og 19. gr. laganna falla brott.
     9.      Við 145. gr., er verði 148. gr. Greinin orðist svo:
             Ákvæði laga þessara öðlast gildi og koma til framkvæmda eins og kveðið er á um í þessari grein.
             Ákvæði 8. gr. og a-liðar 9. gr. öðlast gildi 1. janúar 2005 og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2008 vegna tekna ársins 2007 og við staðgreiðslu opinberra gjalda á því ári.
             Ákvæði d-liðar 9. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2006 og við staðgreiðslu á árinu 2005.
             Ákvæði 1.–7. gr., b- og c-liðar 9. gr., 11.–19. gr., 21.–23. gr., b-liðar 25. gr., 26.–30. gr. og 32.–147. gr. öðlast gildi 31. desember 2005.
             Ákvæði a- og b-liðar 10. gr. öðlast gildi 1. janúar 2005 og koma til framkvæmda við ákvörðun barnabóta á árinu 2007 vegna tekna á árinu 2006.
             Ákvæði c-liðar 10. gr. öðlast gildi 1. janúar 2007 og kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta á því ári vegna tekna á árinu 2006.
             Ákvæði d-liðar 10. gr. öðlast gildi 1. janúar 2005 og kemur til framkvæmda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2006 vegna vaxtagjalda og tekna á árinu 2005 og eigna og skulda í lok þess árs.
             Ákvæði e- og f-liðar 10. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2005 vegna vaxtagjalda og tekna á árinu 2004 og eigna og skulda í lok þess árs.
             Ákvæði 20. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu eignarskatts á árinu 2005 vegna eigna í árslok 2004.
             Ákvæði 24. gr. og a-liðar 25. gr. öðlast þegar gildi.
             Ákvæði til bráðabirgða í 31. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda eins og þar greinir.