Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 183. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 611  —  183. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um veðurþjónustu.

Frá umhverfisnefnd.



     1.      Við 3. gr.
               a.      Á eftir orðunum „nokkurra daga“ í 2. tölul. komi: eða skemmri tíma.
               b.      8. tölul. orðist svo: Tölvureiknuð spágögn: Rafrænt reiknaðar spár um ýmsa veðurþætti sem settar eru fram á myndrænu eða stafrænu formi.
               c.      Í stað „þ.e.“ í 9. tölul. komi: þ.m.t.
               d.      Í stað „Ofanflóð, hafísútbreiðsla“ í 10. tölul. komi: M.a. ofanflóð, hafís, snjóalög.
     2.      Við 5. gr. Í stað orðanna „að auki“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: að afla gagna fyrir grunnþjónustu og.
     3.      Við 6. gr. B-liður orðist svo: miðla rauntímagögnum og sjá um að gerðar séu almennar veðurspár eins og þær eru skilgreindar á hverjum tíma fyrir Ísland og umhverfi þess.
     4.      Við 9. gr. 3. málsl. orðist svo: Veðurstofan skal koma viðvörunum sínum tafarlaust á framfæri, m.a. við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fjölmiðla og aðra miðla sem hafa almenna útbreiðslu og ná til notenda innan lands, hafsvæða umhverfis landið og flugstjórnarsvæðis sem stofnunin vaktar samkvæmt alþjóðlegum samningum eða skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi, sem og við staðbundna miðla, eftir því sem tilefni er til.
     5.      Við 10. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Veðurstofa Íslands veitir veðurfræðilega sérþjónustu gegn greiðslu á forsendum jafnræðis gagnvart einkareknum veðurþjónustufyrirtækjum og öðrum ríkisveðurstofum á Evrópska efnahagssvæðinu. Veðurfræðileg sérþjónusta felst m.a. í framkvæmd og úrvinnslu veðurmælinga, fullvinnslu og ítarlegri túlkun grunnþjónustu og ráðgjöf um veðurfræðileg og veðurfarsleg málefni.
     6.      Við 12. gr. Í stað orðanna „og tölvuspáa“ í 1. málsl. komi: þar á meðal tölvureiknaðra spágagna.










Prentað upp.