Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 331. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 612  —  331. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um fjölda og kjör sendiherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver var fjöldi sendiherra Íslands ár hvert árin 1995–2003?
     2.      Hver voru laun, ferðakostnaður og staðaruppbót sendiherra sl. septembermánuð?
     3.      Hvaða reglur gilda um skattgreiðslur af launum og staðaruppbót sendiherra sem starfa erlendis og þeirra sem hafa aðsetur hér á landi?


    Heildarfjöldi sendiherra árin 1995 til 2003 var eftirfarandi, en það skal tekið fram að ár hvert hafa að jafnaði einn til þrír sendiherrar verið í launalausu leyfi frá störfum.
    1995: 21, 1996: 23, 1997: 24, 1998: 25, 1999: 26, 2000: 26, 2001: 29, 2002:30, 2003: 30.
    Samanlögð laun, ferðakostnaður og staðaruppbætur til allra sendiherra á launaskrá sl. septembermánuð voru eftirfarandi:
    Grunnlaun: 14.532.268 kr.
    Kjaranefndareiningar til sendiherra heima: 1.116.564 kr.
    Staðaruppbætur til sendiherra erlendis: 10.0000.564 kr.
    Staðaruppbætur eru einungis greiddar til sendiherra sem eru með aðsetur erlendis. Staðaruppbætur eru samkvæmt lögum ekki skattskyldar en hins vegar framtalsskyldar.