Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 272. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 632 — 272. mál.
menntamálaráðherra við fyrirspurn Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur um lögverndun á starfsheiti táknmálstúlka.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hvað líður lögverndun á starfsheiti táknmálstúlka?
Ráðuneytinu hefur borist erindi frá starfandi táknmálstúlkum á Íslandi þar sem þeir fara fram á að starfsheiti þeirra verði veitt lögverndun. Málið er til umfjöllunar í ráðuneytinu. Ákveðið hefur verið að leita umsagnar Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra og Háskóla Íslands og er málið nú til umsagnar hjá þessum stofnunum. Þegar þær hafa fjallað um málið og látið ráðuneytinu í té álit sitt mun verða tekin ákvörðun um hvort starfsheitið táknmálstúlkur verður verndað með lögum.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 632 — 272. mál.
Svar
menntamálaráðherra við fyrirspurn Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur um lögverndun á starfsheiti táknmálstúlka.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hvað líður lögverndun á starfsheiti táknmálstúlka?
Ráðuneytinu hefur borist erindi frá starfandi táknmálstúlkum á Íslandi þar sem þeir fara fram á að starfsheiti þeirra verði veitt lögverndun. Málið er til umfjöllunar í ráðuneytinu. Ákveðið hefur verið að leita umsagnar Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra og Háskóla Íslands og er málið nú til umsagnar hjá þessum stofnunum. Þegar þær hafa fjallað um málið og látið ráðuneytinu í té álit sitt mun verða tekin ákvörðun um hvort starfsheitið táknmálstúlkur verður verndað með lögum.