Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 354. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 682  —  354. mál.
Svarfjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um Gini-stuðul.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er Gini-stuðull fyrir ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks árin 1995–2003?

    Eins og fram kemur í greinargerð með fyrirspurninni er Gini-kvarðinn einn algengasti mælikvarði tölfræðinnar á tekjudreifingu. Hann tekur gildi frá 0 og upp í 1, en því hærri sem hann er þeim mun ójafnari er dreifing teknanna. Ef tekjur allra væru jafnháar tæki Gini- kvarðinn gildið 0.
    Ráðstöfunartekjur hjóna og sambýlisfólks án fjármagnstekna eru heildartekjur án fjármagnstekna samkvæmt skattframtali ásamt barna- og vaxtabótum að frádregnum tekju- og eignarskatti.

Gini-stuðull fyrir ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks,
án fjármagnstekna, fyrir tekjuárin 1995–2003.

1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
0,204 0,211 0,213 0,224 0,228 0,230 0,231 0,233 0,232

    Ráðstöfunartekjur hjóna og sambýlisfólks með fjármagnstekjum eru heildartekjur samkvæmt skattframtali ásamt barna- og vaxtabótum að frádregnum tekju-, eignar- og fjármagnstekjuskatti.

Gini-stuðull fyrir ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks,
ásamt fjármagnstekjum, fyrir tekjuárin 1995–2003.

1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
0,206 0,213 0,229 0,238 0,251 0,260 0,273 0,281 0,300