Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 354. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 682 — 354. mál.
fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um Gini-stuðul.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hver er Gini-stuðull fyrir ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks árin 1995–2003?
Eins og fram kemur í greinargerð með fyrirspurninni er Gini-kvarðinn einn algengasti mælikvarði tölfræðinnar á tekjudreifingu. Hann tekur gildi frá 0 og upp í 1, en því hærri sem hann er þeim mun ójafnari er dreifing teknanna. Ef tekjur allra væru jafnháar tæki Gini- kvarðinn gildið 0.
Ráðstöfunartekjur hjóna og sambýlisfólks án fjármagnstekna eru heildartekjur án fjármagnstekna samkvæmt skattframtali ásamt barna- og vaxtabótum að frádregnum tekju- og eignarskatti.
Ráðstöfunartekjur hjóna og sambýlisfólks með fjármagnstekjum eru heildartekjur samkvæmt skattframtali ásamt barna- og vaxtabótum að frádregnum tekju-, eignar- og fjármagnstekjuskatti.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 682 — 354. mál.
Svar
fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um Gini-stuðul.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hver er Gini-stuðull fyrir ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks árin 1995–2003?
Eins og fram kemur í greinargerð með fyrirspurninni er Gini-kvarðinn einn algengasti mælikvarði tölfræðinnar á tekjudreifingu. Hann tekur gildi frá 0 og upp í 1, en því hærri sem hann er þeim mun ójafnari er dreifing teknanna. Ef tekjur allra væru jafnháar tæki Gini- kvarðinn gildið 0.
Ráðstöfunartekjur hjóna og sambýlisfólks án fjármagnstekna eru heildartekjur án fjármagnstekna samkvæmt skattframtali ásamt barna- og vaxtabótum að frádregnum tekju- og eignarskatti.
Gini-stuðull fyrir ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks,
án fjármagnstekna, fyrir tekjuárin 1995–2003.
1995 | 1996 | 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 |
0,204 | 0,211 | 0,213 | 0,224 | 0,228 | 0,230 | 0,231 | 0,233 | 0,232 |
Ráðstöfunartekjur hjóna og sambýlisfólks með fjármagnstekjum eru heildartekjur samkvæmt skattframtali ásamt barna- og vaxtabótum að frádregnum tekju-, eignar- og fjármagnstekjuskatti.
Gini-stuðull fyrir ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks,
ásamt fjármagnstekjum, fyrir tekjuárin 1995–2003.
1995 | 1996 | 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 |
0,206 | 0,213 | 0,229 | 0,238 | 0,251 | 0,260 | 0,273 | 0,281 | 0,300 |