Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 148. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 683  —  148. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar um breytingar á heildarskattbyrði einstaklinga.

     1.      Hvaða breytingar hafa orðið á heildarskattgreiðslum einstaklinga til ríkis og sveitarfélaga á valdatíma ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks?
    Miðað er við heildarskattgreiðslur einstaklinga til ríkis og sveitarfélaga. Þessir skattar eru útsvar, tekjuskattur, sérstakur tekjuskattur, fjármagnstekjuskattur, eignarskattur og fasteignaskattur.

Heildarskattgreiðslur á verðlagi hvers árs, millj. kr.


Tekjuár 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
Skattgreiðslur einstaklinga til ríkis
Tekjuskattur 26.500 31.870 28.030 31.832 37.508 43.465 51.703 54.207 57.998
Fjármagnstekjuskattur - - 1.880 2.428 3.908 4.685 5.485 6.237 6.442
Eignarskattur 1.990 1.658 1.668 1.913 1.999 2.965 3.451 3.644 1.729
Samtals 28.490 33.528 31.578 36.173 43.415 51.115 60.639 64.088 66.169
Skattgreiðslur einstaklinga til sveitarfélaga
Útsvar 21.154 23.063 31.653 36.866 41.437 45.965 54.148 58.212 61.883
Fasteignaskattur 2.744 2.778 2.887 3.063 3.158 3.731 3.750 4.028 4.317
Samtals 23.898 25.841 34.540 39.929 44.595 49.696 57.898 62.240 66.200
Skattgreiðslur einstaklinga til ríkis og sveitarfélaga
Samtals 52.388 59.369 66.118 76.102 88.010 100.811 118.537 126.328 132.369
Heimild: Hagstofa Íslands, Árbók sveitarfélaga og Ríkisreikningur 2003.

Heildarskattgreiðslur á verðlagi 2003, millj. kr.


Tekjuár 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
Skattgreiðslur einstaklinga til ríkis
Tekjuskattur 34.777 40.904 35.337 39.473 44.966 49.621 55.330 55.352 57.998
Fjármagnstekjuskattur - - 2.370 3.011 4.685 5.349 5.870 6.369 6.442
Eignarskattur 2.612 2.128 2.103 2.372 2.396 3.385 3.693 3.721 1.729
Samtals 37.389 43.032 39.809 44.856 52.048 58.355 64.893 65.441 66.169
Skattgreiðslur einstaklinga til sveitarfélaga
Útsvar 27.762 29.600 39.904 45.715 49.676 52.475 57.947 59.441 61.883
Fasteignaskattur 3.601 3.565 3.640 3.798 3.786 4.259 4.013 4.113 4.317
Samtals 31.363 33.166 43.544 49.514 53.462 56.735 61.960 63.554 66.200
Skattgreiðslur einstaklinga til ríkis og sveitarfélaga
Samtals 68.752 76.197 83.353 94.370 105.510 115.090 126.852 128.995 132.369
1) Bráðabirgðatölur.

     2.      Hvaða breytingar verða orðnar á heildarskattgreiðslum einstaklinga til ríkis og sveitarfélaga á sama tíma þegar þær skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur náð samkomulagi um hafa komið til framkvæmda?
    Svarið óskast einnig sundurliðað eftir eftirfarandi tekjuhópum, með mánaðartekjur innan við:
     a.      100.000 kr.,
     b.      200.000 kr.,
     c.      300.000 kr.,
     d.      400.000 kr.,
     e.      500.000 kr.,
     f.      700.000 kr.,
     g.      1.000.000 kr.

    Áætlaðar heildarskattgreiðslur einstaklinga til ríkis og sveitarfélaga fyrir árið 2007 eru á verðlagi þess árs í millj. kr.: tekjuskattur 57.600, útsvar 79.000, eignarskattur 0, samtals 136.600.
    Við framreikning á tekjuskatti og útsvari til ársins 2007 er tekið mið af almennum launabreytingum í síðustu þjóðhagsspá ráðuneytis. Miðað er við hlutfall útsvars á árinu 2005, eða 12,98%. Erfitt er að áætla fjármagnstekjuskatt og fasteignaskatt sveitarfélaga fyrir árið 2007 með nægjanlegri nákvæmni.

Hlutfall tekjuskatta og útsvars af mánaðarlaunum, %.

Mánaðarlaun 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2007
100.000 16,8 16,3 15,7 14,1 13,5 12,5 12,0 11,0 10,2 9,5 3,5
200.000 29,1 28,6 27,7 25,8 25,1 24,7 24,6 24,0 23,6 23,3 18,4
300.000 33,1 32,7 31,8 29,7 29,0 28,7 28,8 28,3 28,1 27,9 23,3
400.000 35,2 34,8 33,8 31,6 31,0 30,7 30,9 30,5 30,3 30,2 25,8
500.000 36,4 36,0 35,0 32,8 32,1 32,0 32,2 31,8 31,6 31,5 27,3
700.000 37,8 37,4 36,4 34,1 33,5 33,4 33,6 33,3 33,2 33,1 29,0
1.000.000 38,9 38,4 37,4 35,1 34,5 34,4 34,7 34,4 34,3 34,3 30,2
Tekið hefur verið tillit til lágmarksiðgjalds launamanns í lífeyrissjóð.