Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 420. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 689  —  420. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Valdimars L. Friðrikssonar um dvalarleyfi erlendra námsmanna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Eru dæmi þess að erlendum námsmönnum er dvelja hérlendis í stuttan tíma sé gert að skrifa undir yfirlýsingu um að þeir reyni ekki að koma til landsins næstu 18–36 mánuði eftir að dvölinni lýkur?

    Ráðuneytið leitaði eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun vegna fyrirspurnarinnar og eru eftirfarandi upplýsingar byggðar á svörum hennar.
    Útlendingastofnun hefur ekki krafist þess að erlendir námsmenn skrifi undir yfirlýsingu um að þeir reyni ekki að koma til landsins eftir að dvölinni lýkur. Ekki eru gerðar sérstakar kröfur til þess að einstaklingur sem hefur verið hér á námsmannaleyfi yfirgefi landið að námi loknu og komi ekki aftur fyrr en að ákveðnum tíma liðnum. Allalgengt er að fólk komi hingað á grundvelli námsmannaleyfis og fái svo útgefið atvinnu- og dvalarleyfi að námi loknu eða jafnvel eftir að það hefur hætt í námi.