Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 446. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 695  —  446. mál.
Fyrirspurntil fjármálaráðherra um viðskipti við ráðningarstofur.

Frá Merði Árnasyni.     1.      Hvaða ráðuneyti og ríkisstofnanir skiptu við ráðningarstofur og vinnumiðlara árin 2002 og 2003?
     2.      Hvað var ráðið í mörg störf með þeim hætti?
     3.      Hversu mikið var ráðningarstofunum greitt fyrir störf sín á þessum árum?
     4.      Hvaða ríkisstofnanir og ráðuneyti höfðu á þessum árum samninga við einstakar ráðningarstofur og þá hvaða ráðningarstofur?
     5.      Hafa slíkar ráðningar verið boðnar út á vegum ráðuneytanna eða stofnananna? Ef ekki, hvers vegna ekki?


Skriflegt svar óskast.