Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 485. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 741  —  485. mál.
Fyrirspurntil landbúnaðarráðherra um eignarhald á bújörðum.

Frá Jóni Bjarnasyni.     1.      Hversu margar bújarðir með greiðslumarki skiptu um eigendur á árunum 1995–2004?
     2.      Hversu margir voru skráðir eigendur lögbýla árið 1995 og árið 2004?
     3.      Hversu mikið var um að sömu eigendur væru að:
              a.      2–4 jörðum,
              b.      5–7 jörðum,
              c.      8 eða fleiri jörðum í árslok 1995, 1999 og 2004?
     4.      Hversu mikið var um að sömu eigendur væru að:
              a.      2–4 lögbýlum,
              b.      5–7 lögbýlum,
              c.      8 eða fleiri lögbýlum í árslok 1995, 1999 og 2004?


Skriflegt svar óskast.