Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 558. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 845  —  558. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um uppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss.

Frá Láru Margréti Ragnarsdóttur.



     1.      Liggja nú þegar fyrir hugmyndir eða áætlun ráðherra um hvernig fjármagna skuli uppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss þegar ríkisstjórnin staðfestir ákvörðun um nýbyggingu LSH?
     2.      Hefur ráðherra ákveðið hvers kyns eignarform verður á væntanlegri nýbyggingu LSH, t.d. hvort byggingar verði í ríkiseigu eða leigðar af einkaaðilum?


Skriflegt svar óskast.
























Prentað upp.