Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 215. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 870  —  215. mál.




Breytingartillögur



við frv til l. um breyt. á l. nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, og lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.



     1.      Við 1. gr. Síðari málsliður efnismálsgreinar orðist svo: Við ítrekað brot skal sekt eigi nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 8.000.000 kr., sömuleiðis eftir eðli og umfangi brots.
     2.      Við 2. gr. Síðari málsliður efnismálsgreinar orðist svo: Við ítrekað brot skal sekt eigi nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 8.000.000 kr., sömuleiðis eftir eðli og umfangi brots.
     3.      Við 3. gr. Við bætist nýr málsliður sem orðist svo: Við ítrekað brot skal sekt eigi nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 8.000.000 kr., sömuleiðis eftir eðli og umfangi brots.
     4.      Við 4. gr. Við bætist nýr málsliður sem orðist svo: Við ítrekað brot skal sekt eigi nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 8.000.000 kr., sömuleiðis eftir eðli og umfangi brots.