Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 495. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 907  —  495. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með síðari breytingum.

Frá umhverfisnefnd.     1.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                 Á eftir 1. mgr. 17. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Heimilt er að takmarka veiðar við ákveðna daga innan þeirra tímamarka sem fram koma í 1. mgr. og ákveðinn tíma sólarhrings.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „enda sé talin hætta á að viðkomandi stofn þoli ekki ótakmarkaða veiði innan leyfilegs veiðitímabils“ í 1. efnismgr. komi: enda sé talið nauðsynlegt vegna ástands stofnsins að takmarka veiðar innan leyfilegs veiðitímabils.
                  b.      Á eftir 2. efnismgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Sölubann sem ráðherra ákveður skv. 1. mgr. nær ekki til innfluttra fugla og fuglaafurða þeirra tegunda sem bannið tekur til. Innflytjanda og seljanda ber að tryggja að innfluttar fuglategundir og afurðir þeirra séu þannig merktar að fram komi í hvaða landi þær eru upprunnar.
     3.      Við bætist ný grein er verði 4. gr. og orðist svo:
                 Í stað orðanna „Á sama tíma“ í 2. málsl. 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: Frá 1. apríl til 14. júlí ár hvert.
     4.      Við 4. gr., er verður 5. gr., bætist nýr liður, svohljóðandi:
                 Á eftir 1. mgr. 21. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Gera má lögaðila sekt fyrir brot gegn 17. gr. a. Um refsiábyrgðina fer eftir II. kafla A almennra hegningarlaga.