Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 504. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 938  —  504. mál.




Frumvarp til laga



um sölu kristfjárjarðarinnar Utanverðuness í Sveitarfélaginu Skagafirði.

(Eftir 2. umr., 8. mars.)



1. gr.

    Stjórn Utanverðunesslegats í Sveitarfélaginu Skagafirði er heimilt að selja ábúanda kristfjárjarðarinnar Utanverðuness í Sveitarfélaginu Skagafirði jörðina Utanverðunes.
    Verð jarðarinnar, mannvirkja og ræktunar á henni fer eftir því sem um semst en ella skal það ákveðið af dómkvöddum matsmönnum.
    Andvirði jarðarinnar skal renna til Utanverðunesslegats. Ráðstöfun eigna legatsins, verði það leyst upp, skal háð samþykki félagsmálaráðuneytisins, sem leitar umsagnar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, og vera samræmanleg hinum forna tilgangi kristfjárjarða.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.