Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 634. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 964  —  634. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um veiðikortasjóð.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hverjar voru tekjur veiðikortasjóðs árin 2002–2004, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hver var rekstrarkostnaður sjóðsins árin 2002–2004, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hverjir hafa hingað til fengið úthlutun úr veiðikortasjóði, hversu háir hafa þeir styrkir verið og til hvaða verkefna?
     4.      Hver er staða sjóðsins nú?
     5.      Hefur verið tekin ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum á þessu ári? Ef svo er, til hverra verður þeim fjármunum úthlutað og hvernig skiptist heildarupphæðin á einstaka aðila og verkefni?
     6.      Hafa verið mótaðar sérstakar reglur um úthlutanir úr veiðikortasjóði umfram það sem segir í 11. gr. laga nr. 64/1994? Ef svo er, hverjar eru þær reglur?


Skriflegt svar óskast.