Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 641. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 971  —  641. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um umboðsmenn sjúklinga.

Frá Margréti Frímannsdóttur og Rannveigu Guðmundsdóttur.



     1.      Hver voru verkefni fulltrúa sjúklinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, hvernig reyndist starf hans og hvers vegna var það lagt niður?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir stofnun sambærilegra starfa í heilsugæsluumdæmum?