Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 639. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1016 —  639. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 21. mars.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum:
     a.      Í stað dagsetningarinnar „23. apríl 2005“ kemur: 8. október 2005.
     b.      Við málsgreinina bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. þessarar málsgreinar getur samstarfsnefnd, sbr. 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II í lögunum, ákveðið með að lágmarki 2/ 3hlutum greiddra atkvæða og að höfðu samráði við félagsmálaráðuneytið að atkvæðagreiðsla fari fram fyrir þann tíma, enda sé það mat nefndarinnar að tillaga um sameiningu viðkomandi sveitarfélaga fái næga kynningu meðal íbúa fyrir kjördag. Samstarfsnefndin skal koma saman eins fljótt og unnt er til að taka ákvörðun um kjördag og tilkynna ráðuneytinu niðurstöðu sína eigi síðar en 20. maí 2005.

2. gr.

    Við 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða V í lögunum bætist: ef liðnir eru meira en sex mánuðir frá atkvæðagreiðslu um tillögu sameiningarnefndar.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. er heimilt að láta fara fram atkvæðagreiðslu um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps 23. apríl 2005 í samræmi við ákvörðun samstarfsnefndar um sameiningu þessara sveitarfélaga.