Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 701. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1059  —  701. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á ýmsum lögum við stofnun Landbúnaðarstofnunar.

(Lagt fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005.)



I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.

1. gr.

    Í stað orðanna „Aðfangaeftirlit ríkisins“ í c-lið 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun.

2. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralækni“ í 1. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

3. gr.

    5. gr. laganna orðast svo:
    Landbúnaðarstofnun er ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um allt er varðar heilbrigðismál dýra og hollustuhætti við framleiðslu og meðferð búfjárafurða.
    Landbúnaðarstofnun skal m.a. annast:
     a.      yfirstjórn og eftirlit með störfum héraðsdýralækna, sérgreinadýralækna og annarra dýralækna sem leyfi hafa til að stunda dýralækningar,
     b.      yfirumsjón með öllu er varðar heilbrigðismál dýra, hollustu dýrafóðurs og eftirlit þar að lútandi,
     c.      yfirumsjón með heilbrigði sláturdýra, heilbrigðiseftirliti í sláturhúsum og framleiðslu mjólkur auk yfirumsjónar með heilbrigði búfjár og afurða þeirra,
     d.      yfirumsjón með sjúkdómavörnum dýra, forvörnum, fræðslustarfi varðandi búfjársjúkdóma, innflutningi og útflutningi lifandi dýra, erfðaefnis og búfjárafurða og útgáfu opinberra heilbrigðisvottorða þar að lútandi,
     e.      skipulagningu, gagnaöflun og skýrslugerð varðandi dýrasjúkdóma, heilbrigðisskoðun sláturafurða og heilbrigðiseftirlit með framleiðslu mjólkur. Stofnunin skal einnig afla upplýsinga um heilbrigðisástand dýra og hollustu dýraafurða í öðrum löndum eftir því sem nauðsyn krefur og sjá um árlega útgáfu heilbrigðisskýrslna.

4. gr.

    2. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
    Ráða skal einn héraðsdýralækni í hvert umdæmi, að undanskildu Vestfjarðaumdæmi, Þingeyjarumdæmi og Austurlandsumdæmi nyrðra, en í hvert þeirra skal ráða tvo héraðsdýralækna.

5. gr.

    6. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
    Forstjóri Landbúnaðarstofnunar ræður héraðsdýralækna og setur þeim erindisbréf. Í erindisbréfinu skal kveðið á um starfsskyldur, eftirlitsstörf og heimild til annarra dýralæknastarfa. Héraðsdýralæknar skulu ráðnir samkvæmt ákvæðum laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

6. gr.

    Í stað orðsins „Landbúnaðarráðuneytið“ í 8. mgr. 11. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun.

7. gr.

    1. og 2. málsl. 16. gr. laganna falla brott.

8. gr.

    Fyrirsögn IV. kafla laganna verður: Umdæmi héraðsdýralækna.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
9. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralæknir“ í 2. mgr. 3. gr. laganna, og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, og orðanna „embætti yfirdýralæknis“ í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

10. gr.

    Í stað orðanna „nema vegna fjárskipta“ í 1. málsl. 25. gr. laganna kemur: nema þegar um er að ræða endurnýjun bústofns vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma og/eða vegna búháttabreytinga.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 96/1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun,
vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum.

11. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralæknis“ í 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

12. gr.

    2. málsl. 4. gr. laganna orðast svo: Landbúnaðarstofnun skal vera landbúnaðarráðherra til aðstoðar og ráðuneytis um allt er lýtur að framkvæmd laganna.

13. gr.

    Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneytisins“ í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnunar.

14. gr.

    Í stað orðsins „kjötmatsformanni“ í 2. mgr. 15. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

15. gr.

    1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo:
    Landbúnaðarstofnun samræmir mat og flokkun á sláturafurðum samkvæmt reglugerðum sem settar eru um þau efni. Hún getur einnig, eftir því sem þörf er á, gert athugun á sláturafurðum sem ætlaðar eru til dreifingar innan lands eða á erlendan markað.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 6/1986, um afréttarmálefni, fjallskil o.fl.
16. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralæknis“ í 2. mgr. 69. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnunar.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 22/1994, um eftirliti með fóðri, áburði og sáðvöru.
17. gr.

    1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem lög þessi taka til. Landbúnaðarstofnun fer með umsjón með framkvæmd laga og reglugerða sem settar verða samkvæmt þeim.

18. gr.

    Í stað orðsins „aðfangaeftirlitinu“ í 2. mgr. 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

19. gr.

    Í stað orðanna „Rannsóknastofnun landbúnaðarins“ í 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarháskóli Íslands.

20. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralækni“ í 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 162/1994, um lífræna landbúnaðarframleiðslu.
21. gr.

    Í stað orðanna „landbúnaðarráðherra“ í 4. og 5. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 55/2002, um útflutning hrossa.
22. gr.

    Í stað orðsins „embættisdýralæknir“ í 2. gr. og 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: héraðsdýralæknir.

23. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralæknis“ í 2. gr. laganna og sama orðs í 6. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra.
24. gr.

    Í stað orðanna „embættis yfirdýralæknis“ í 2. mgr. 2. gr. laganna og orðsins „yfirdýralæknis“ í 2. mgr. 2. gr. laganna, og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

25. gr.

    2. mgr. 19. gr. laganna fellur brott.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 103/2002, um búfjárhald o.fl.
26. gr.

    Í stað orðanna „Bændasamtökum Íslands“ í 4. gr. laganna, sömu orða í 11. gr. og tvívegis í 13. gr. laganna, og orðsins „Bændasamtakanna“ í 13. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

27. gr.

    2. og 3. málsl. 12. gr. laganna orðast svo: Búfjáreftirlitsmaður lítur eftir aðbúnaði búfjár, fóðrun og merkingum og sannreynir fjölda búfjár. Þar sem gerðar hafa verið athugasemdir við aðbúnað, fóðrun og/eða merkingar búfjár á síðustu 15 mánuðum, miðað við 15. apríl, skal búfjáreftirlitsmaður halda uppi sérstöku eftirliti, t.d. með því að fara í aukaeftirlitsferðir.

28. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralæknis“ í 1. mgr. 16. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.
29. gr.

    Í stað orðanna „Bændasamtök Íslands“ í 1. mgr. 38. gr. laganna og sömu orða í 2. mgr. 38. gr., 4. mgr. 39. gr., a-lið 1. mgr. 42. gr., 2. mgr. 44. gr., 1. og 3. mgr. 53. gr., 2. mgr. 54. gr. og 2. mgr. 82. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

30. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 46. gr. laganna orðast svo: Í nefndinni eiga sæti þrír menn skipaðir af landbúnaðarráðherra til tveggja ára í senn, einn án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar, og tveir samkvæmt tilnefningu Landbúnaðarháskóla Íslands.

31. gr.

    Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneytinu“ í 3. mgr. 67. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði.
32. gr.

    Í stað orðsins „veiðimálastjóri“ í 3. mgr. 2. gr. laganna, og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, og orðanna „embættis veiðimálastjóra“ í 11. mgr. 23. gr. laganna, og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum, kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

33. gr.

    1. mgr. 78. gr. laganna orðast svo:
    Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn fisksjúkdómamála. Honum til aðstoðar er fisksjúkdómanefnd. Í henni eiga sæti tveir fulltrúar Landbúnaðarstofnunar, skal annar þeirra vera forstjóri hennar og hann er jafnframt formaður nefndarinnar, fiskistofustjóri og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Ef atkvæði verða jöfn í nefndinni skal atkvæði formanns ráða úrslitum. Fisksjúkdómanefnd skal hafa forgöngu um fisksjúkdómarannsóknir og gera tillögur til ráðherra um aðferðir til varnar gegn útbreiðslu fisksjúkdóma, sem getur um í kafla þessum, og annað er að fisksjúkdómum lýtur.

34. gr.

    1. mgr. 90. gr. laganna orðast svo:
    Landbúnaðarstofnun fer með umsjón veiðimála og er ráðherra til aðstoðar um þau mál sem kveðið er á um í lögum þessum. Landbúnaðarstofnun gerir tillögur um setningu reglugerða og önnur ákvæði sem sett eru samkvæmt lögum um friðun, fiskrækt, fiskeldi eða veiði og gefur leyfi til merkinga vatnafiska með skilyrðum sem stofnunin setur. Landbúnaðarstofnun ber ábyrgð á söfnun og útgáfu skýrslna um veiði, fiskrækt og fiskeldi. Landbúnaðarstofnun veitir eftirlitsmönnum starfsleyfi og setur þeim erindisbréf.

XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 67/1990, um Tilraunastöð Háskóla Íslands
í meinafræði að Keldum.

35. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralækni“ þrívegis í 2. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun.

XIII. KAFLI
Breyting á lyfjalögum, nr. 93/1994.
36. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralæknir“ í 2. mgr. 1. gr. laganna og sama orðs í 4. mgr. 11. gr., 6. mgr. 33. gr. og 5. mgr. 43. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

37. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralæknir“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: forstjóri Landbúnaðarstofnunar.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um matvæli, nr. 93/1995.
38. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralæknir“ í 6. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 15/1994, um dýravernd.
39. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralækni“ í 2. mgr. 11. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

XVI. KAFLI
Breyting á sóttvarnalögum, nr. 19/1997.
40. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralækni“ í 3. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 94/1962, um almannavarnir.
41. gr.

    Í stað orðsins „yfirdýralækni“ í e-lið 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: Landbúnaðarstofnun.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
42. gr.

    12. tölul. 1. mgr. 22. gr. laganna fellur brott.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 33/2002, um eldi nytjastofna sjávar.
43. gr.

    Í stað orðanna „embætti yfirdýralæknis“ og „yfirdýralæknis“ í 6. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.

XX. KAFLI
Gildistaka.
44. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2006.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta felur í sér breytingar á ýmsum lögum til samræmis við frumvarp til laga um Landbúnaðarstofnun. Tilgangurinn með stofnun Landbúnaðarstofnunar er að sameina stofnanir, embætti og verkefni á sviði eftirlits og stjórnsýslu innan landbúnaðarins í eina öfluga eftirlits- og stjórnsýslustofnun. Með þeim hætti nýtist þverfagleg sérþekking betur og grundvöllur er lagður að einfaldara og samhæfðara eftirliti.
    Landbúnaðarstofnun er falin framkvæmd ýmissa eftirlits- og stjórnsýsluverkefna samkvæmt lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr; lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim; lögum nr. 96/1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum; lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru; lögum nr. 6/1986, um afréttamálefni, fjallskil o.fl.; lögum nr. 162/1994, um lífræna landbúnaðarframleiðslu; lögum nr. 55/2002, um útflutning hrossa; lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra; lögum nr. 103/2002, um búfjárhald o.fl.; lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum; og lögum nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði. Þá er gert ráð fyrir að ýmis verkefni sem yfirdýralækni eru falin samkvæmt lögum á verkefnasviði annarra ráðuneyta en landbúnaðarráðuneytisins verði færð til Landbúnaðarstofnunar.
    Með frumvarpi til laga um Landbúnaðarstofnun eru eftirtaldar stofnanir landbúnaðarráðuneytisins lagðar niður: yfirdýralæknir, veiðimálastjóri og aðfangaeftirlitið. Landbúnaðarstofnun er ætlað að taka að sér hlutverk framangreindra stofnana. Einnig er embætti kjötmatsformanns lagt niður og starfsemi plöntueftirlits flutt frá Landbúnaðarháskóla Íslands til Landbúnaðarstofnunar. Að auki er Landbúnaðarstofnun ætlað að fara með stjórnsýsluverkefni sem Bændasamtök Íslands hafa farið með og lúta að framleiðslustýringu í landbúnaði og forðagæslu og eftirliti með aðbúnaði búfjár.
    Frumvarpi þessu er ætlað að breyta lögum til samræmis við ofangreint svo að verkefni þau sem um ræðir flytjist til Landbúnaðarstofnunar.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. og 2. gr.

    Með greinunum er lagt til að Landbúnaðarstofnun taki við verkefnum sem yfirdýralæknir eða aðfangaeftirlitið hafa annast og lúta að framkvæmd laga nr. 66/1998.

Um 3. gr.

    Með greininni er hlutverk Landbúnaðarstofnunar skilgreint hvað varðar lög nr. 66/1998.

Um 4. og 5. gr.

    Með greinunum er kveðið á um ráðningu héraðsdýralækna, en gert er ráð fyrir að allt starfsfólk Landbúnaðarstofnunar verði ráðið samkvæmt ákvæðum laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Einungis forstjóri verði skipaður í embætti. Sú breyting að ráða héraðsdýralækna frekar en að skipa þá felur ekki í sér breytingu á umdæmum þeirra.

Um 6. gr.

    Með greininni er skylda til að sjá héraðsdýralæknum fyrir skrifstofuaðstöðu flutt frá landbúnaðarráðuneytinu til Landbúnaðarstofnunar.

Um 7. gr.

    Með greininni er lagt til að felld verði niður núgildandi ákvæði um að ráðherra skipi yfirdýralækni, aðstoðaryfirdýralækni og héraðsdýralækna og að starfskjör þeirra séu ákveðin af kjaranefnd. Eftir stendur 3. málsl. 16. gr. laganna óbreyttur en þar er kveðið á um að sérgreinadýralæknar skuli ráðnir samkvæmt ákvæðum laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Um 8. gr.

    Lögð er til breyting á fyrirsögn IV. kafla laganna.

Um 9. gr.

    Með greininni er lagt til að öll stjórnsýslu- og framkvæmdaverkefni sem með lögum nr. 25/1993 hafa verið falin yfirdýralækni færist í samræmi við meginefni frumvarpsins yfir til Landbúnaðarstofnunar.

Um 10. gr.

    Með greininni er lögð til breyting frá gildandi lögum en í þeim er einungis heimilt að flytja sauðfé til lífs yfir varnarlínur vegna fjárskipta. Ákvæði þetta á rætur að rekja til niðurskurðar sauðfjár og fjárskipta um miðbik síðustu aldar vegna útrýmingar mæðiveikinnar. Vegna hinna umfangsmiklu fjárskipta og takmarkaðs fjölda líflamba sem til ráðstöfunar var á ósýktum svæðum, var óhjákvæmilegt að takmarka þann fjölda lamba sem hver bóndi gat keypt og sala þeirra var einungis heimil til þeirra bænda sem fellt höfðu fé sitt vegna útrýmingar búfjársjúkdóma. Eins og staðan er nú er ákvæði þetta óþarft og í raun hemill á framþróun í sauðfjárrækt. Margir bændur þurfa að kaupa líflömb vegna búháttabreytinga eða til að bæta fjárstofn sinn en einungis takmarkaðan fjölda líflamba þarf nú vegna fjárskipta.

Um 11. gr.

    Með greininni er lagt til að Landbúnaðarstofnun annist framvegis þau verkefni sem yfirdýralæknir hefur farið með samkvæmt lögum nr. 96/1997.

Um 12. gr.

    Með greininni er lagt til að Landbúnaðarstofnun taki við því hlutverki yfirdýralæknis og kjötmatsformanns að vera landbúnaðarráðherra til aðstoðar og ráðuneytis um allt er lýtur að framkvæmd laganna.

Um 13. gr.

    Með greininni er lagt til að sjóður sem sláturleyfishafar greiða gjald í af öllu innvegnu kjöti í sláturhúsi færist úr vörslu landbúnaðarráðuneytisins yfir til Landbúnaðarstofnunar.

Um 14. og 15. gr.

    Með greinunum er lagt til að ákvæði laganna er varða skipun kjötmatsformanns verði felld niður og verkefni hans færist yfir til Landbúnaðarstofnunar.

Um 16. gr.

    Með greininni er lagt til að í stað þess að yfirdýralæknir tilnefni einn mann af þremur í markanefnd, sem landbúnaðarráðherra skipar, færist það hlutverk til Landbúnaðarstofnunar.

Um 17. og 18. gr.

    Með greinunum er lagt til að Landbúnaðarstofnun taki við verkefnum aðfangaeftirlitsins samkvæmt lögum nr. 22/1994.

Um 19. gr.

    Með greininni er Landbúnaðarháskóla Íslands falið hlutverk sem áður var í höndum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins en hún hefur verið lögð niður.

Um 20. gr.

    Með greininni er lagt til að Landbúnaðarstofnun tilnefni mann í fóðurnefnd í stað yfirdýralæknis.

Um 21. gr.

    Með greininni er lagt til að Landbúnaðarstofnun taki við hlutverki sem til þessa hefur verið í höndum landbúnaðarráðherra.

Um 22. gr.

    Með greininni er lagt til að í stað orðsins „embættisdýralæknir“ komi orðið „héraðsdýralæknir“.

Um 23. gr.

     Með greininni er lagt til að Landbúnaðarstofnun taki við hlutverki sem til þessa hefur verið í höndum yfirdýralæknis.

Um 24. gr.

    Með greininni er lagt til að Landbúnaðarstofnun taki við hlutverki sem til þessa hefur verið í höndum yfirdýralæknis.

Um 25. gr.

    Óþarft þykir að tiltaka sérstaklega að lögin taki til sóttvarnastöðvar ríkisins í Hrísey og því er lagt til að ákvæði þar að lútandi falli brott.

Um 26. gr.

    Með greininni er lagt til að stjórnsýsluverkefni sem lúta að öflun upplýsinga um ásetning búfjár, fóðrun og beit samkvæmt ákvæðum laga nr. 103/2002 verði færð frá Bændasamtökum Íslands til Landbúnaðarstofnunar.

Um 27. gr.

    Með greininni er lögð til sú breyting að auk þess að búfjáreftirlitsmenn líti eftir aðbúnaði búfjár og fóðrun og sannreyni fjölda búfjár skuli þeir einnig líta eftir því að búfénaður sé merktur samkvæmt viðurkenndu merkingar- og skráningarkerfi, sbr. ákvæði 17. gr. laga nr. 103/2002.

Um. 28. gr.

    Með greininni er lagt til að Landbúnaðarstofnun taki við hlutverki sem til þessa hefur verið í höndum yfirdýralæknis.

Um 29. gr.

    Með greininni er lagt til að stjórnsýsluverkefni sem varða framleiðslustýringu í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu og verkefni sem varða framleiðslu og verðmyndun garð- og gróðurhúsaafurða samkvæmt lögum nr. 99/1993 verði færð til Landbúnaðarstofnunar. Verkefni þessi hafa á undanförnum árum verið í umsjá Bændasamtaka Íslands. Eðlilegt er að þessu fyrirkomulagi sé nú breytt. Búnaðarfélag Íslands, sem var forveri Bændasamtaka Íslands, var fagleg stofnun og henni voru lengi falin ýmis stjórnsýsluverkefni sem heyrðu undir landbúnaðarráðuneytið. Eftir að Búnaðarfélag Íslands var sameinað Stéttarsambandi bænda árið 1995 og Bændasamtök Íslands stofnuð hafa Bændasamtökin tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar eru þau fagleg samtök sem annast ráðgjöf og leiðbeiningar fyrir bændur og hins vegar eru þau hagsmunasamtök bænda. Eftir þessa breytingu orkar það tvímælis að fela Bændasamtökum Íslands sem hagsmunasamtökum bænda umsjón stjórnsýsluverkefna sem hér um ræðir auk þess sem umsýsla þeirra skapar í ýmsum tilvikum hagsmunaárekstra fyrir Bændasamtökin.

Um 30. gr.

    Með greininni er lagt til að Landbúnaðarháskóli Íslands taki við hlutverki sem til þessa hefur verið í höndum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landbúnaðarskólans á Hvanneyri.

Um 31. gr.

    Með greininni er lagt til að Landbúnaðarstofnun taki við hlutverki sem landbúnaðarráðuneytið hefur annast til þessa.

Um 32.–34. gr.

    Með greinunum er lagt til að Landbúnaðarstofnun taki við verkefnum sem veiðimálastjóri hefur annast samkvæmt lögum nr. 76/1970.

Um 35.–41. gr.

    Með greinunum er lagt til að Landbúnaðarstofnun taki við ýmsum verkefnum sem yfirdýralækni hafa verið falin samkvæmt lögum á verkefnasviði annarra ráðuneyta en landbúnaðarráðuneytisins.

Um 42. gr.

    Með greininni er lagt til að ákvæði um yfirdýralækni, héraðsdýralækna og dýralækni fisksjúkdóma í upptalningu á embættismönnum falli brott. Er það til samræmis við þá breytingu sem lögð er til með frumvarpinu að starfsheitið yfirdýralæknir falli niður og héraðsdýralæknar og dýralæknir fisksjúkdóma verði ráðnir en ekki skipaðir. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að forstjóri Landbúnaðarstofnunar verði skipaður og falli undir 13. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Um. 43. gr.

    Með greininni er lagt til að Landbúnaðarstofnun taki við verkefnum sem yfirdýralæknir hefur annast samkvæmt lögum nr. 33/2002.

Um 44. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringar.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneytið,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum
við stofnun Landbúnaðarstofnunnar.

    Frumvarp þetta er lagt samhliða frumvarpi til laga um Landbúnaðarstofnun og er vísað til kostnaðarmat þess frumvarps.