Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 748. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1113  —  748. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um laun fyrir fjar- og dreifkennslu í framhaldsskólum.

Frá Láru Stefánsdóttur.



     1.      Hver eru rökin fyrir mismunandi launum frá einum framhaldsskóla til annars fyrir að kenna námsáfanga í fjarkennslu ef launin eru hin sömu fyrir að kenna áfangann á hefðbundinn hátt?
     2.      Hver eru laun dreifkennara í framhaldsskólum í samanburði við laun kennara sem kenna á hefðbundinn hátt?
     3.      Stendur til að menntamálaráðuneytið geri kjarasamning við framhaldsskólakennara um fjarkennslu annars vegar og dreifkennslu hins vegar?


Skriflegt svar óskast.