Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 765. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1137  —  765. mál.
Fyrirspurntil landbúnaðarráðherra um tolla á innfluttar búvörur og matvöruverð.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.     1.      Hver er afstaða ráðherra til þess að teknar verði upp beinar greiðslur úr ríkissjóði til stuðnings landbúnaði í stað tolla á innfluttar búvörur í því skyni að lækka matvöruverð?
     2.      Hvaða vinna fer fram í ráðuneytinu með það að markmiði að lækka eða fella niður tolla á innfluttar búvörur?


Skriflegt svar óskast.