Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 679. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1171  —  679. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur um lánatryggingasjóð kvenna.

     1.      Hve margar umsóknir um lán hafa borist lánatryggingasjóði kvenna árlega undanfarin þrjú ár og hvernig skiptast þær eftir kjördæmum?
    Lánatryggingasjóður kvenna er samstarfsverkefni félagsmálaráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Framangreindir aðilar hafa árlega lagt fé í sjóðinn en fulltrúar þeirra sitja í stjórn hans. Árin 2001–2003 barst sjóðnum alls 91 umsókn og skiptingin eftir kjördæmum er sem hér segir:

Landshlutar Fjöldi umsókna
Höfuðborgarsvæðið 68
Suðurnes 2
Vesturland 1
Vestfirðir 1
Norðurland vestra 5
Norðurland eystra 6
Austurland 4
Suðurland 4
Alls 91


     2.      Við hve mörgum lánsumsóknum hefur verið orðið á þessum tíma og hvernig skiptast þær eftir kjördæmum?

Landshlutar Veittar lánatryggingar
Höfuðborgarsvæðið 18
Suðurnes 0
Vesturland 0
Vestfirðir 0
Norðurland vestra 0
Norðurland eystra 1
Austurland 1
Suðurland 0
Alls 20

     3.      Hve miklu hefur verið úthlutað úr sjóðnum á sama tíma?
    Lánatryggingasjóðurinn úthlutar ekki lánum heldur veitir hann tryggingar vegna bankalána. Árin 2001–2003 samþykkti stjórn hans lánatryggingar er svara samtals til 28.300.000 kr.